United komst yfir eftir aðeins 49 sekúndur með marki Alejandros Garnacho en Bodø/Glimt svaraði með tveimur mörkum. Rasmus Højlund reyndist svo hetja Rauðu djöflanna en hann skoraði undir lok fyrri hálfleiks og í byrjun þess seinni.
„Þetta var rússíbani. Við byrjuðum vel en fengum svo á okkur tvö mörk eftir tvær skyndisóknir,“ sagði Amorim.
„Ég var hrifinn af því hvernig leikmennirnir reyndu að spila okkar leik. Stundum unnum við boltann og höfum átt það til að gefa hann frá okkur of oft. Við viljum halda boltanum. Þeir eru að reyna og ég held að við höfum átt sigurinn skilið.“
Amorim stýrði United í fyrsta sinn á Old Trafford í kvöld. Hann var ánægður með það hvernig sem stuðningsmenn United tóku á móti honum.
„Hálf stúkan þekkir mig ekki. Ég kom frá Portúgal og hef ekki gert neitt fyrir þetta félag. En það var einstakt hvernig þeir buðu mig velkominn. Ég mun ekki gleyma þessu,“ sagði sá portúgalski.
Næsti leikur United er gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.