Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Þjóðleikhúsið 29. nóvember 2024 13:23 Jólasýning Þjóðleikhússins í ár er Yerma sem hefur slegið rækilega í gegn víða um heim. Leikritið er byggt á samnefndu meistaraverki Federico García Lorca frá árinu 1934 en atburðarásin er flutt inn í borgarsamfélag samtímans og frumkraftarnir í verkinu birtast okkur í nýju ljósi. Jólasýning Þjóðleikhússins í ár er Yerma, sem er leiftrandi, áleitið og átakanlegt nútímaverk sem hefur slegið rækilega í gegn víða um heim. Leikritið er byggt á samnefndu meistaraverki Federico García Lorca frá árinu 1934 sem gerist í spænsku sveitasamfélagi. Höfundur leikritsins, hinn heimsþekkti leikhúsmaður Simon Stone, flytur atburðarásina inn í borgarsamfélag samtímans og frumkraftarnir í verkinu birtast okkur í nýju ljósi. Hópurinn sem stendur á bak við sýninguna. Á myndina vantar Ólafíu Hrönn Jónsdóttur leikkonu. Gísli Örn með mörg járn í eldinum Leikstjórinn Gísli Örn Garðarsson hefur jafnan mörg járn í eldinum. Stutt er síðan sýningin fallega, Jólaboðið, fór aftur á svið með endurnýjuðum leikhópi. Stórsöngleikurinn Frost gengur enn fyrir fullu húsi en sýningum lýkur í janúar. Í Yermu leiðir Gísli saman einstaklega sterkan hóp leikara í fádæma kraftmiklu verki en leikarar eru Nína Dögg Filippusdóttir, Björn Thors, Ilmur Kristjánsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson og Vala Kristín Eiríksdóttir. Það er því óhætt að lofa magnaðri kvöldstund. Ólafía Hrönn Jónsdóttir er einn leikara sýningarinnar. Hvernig bregst kona við ef lífið verður ekki við hennar heitustu bón? Hún er kona í blóma lífsins, sjálfsörugg og opinská, eldklár, ákveðin og óhefluð. Henni gengur vel í starfi sínu og er að flytja inn í nýtt hús með manninum sem hún elskar. Það er bara eitt sem vantar – barn. Kærastinn er til í það, og það er ekki eftir neinu að bíða! En það sem virðist svo eðlilegur hluti af lífinu reynist ekki sjálfsagt. Eftir því sem biðin lengist virðist einhver ofursterkur kraftur ná sífellt öflugri tökum á henni. Löngun verður að þrá, þráin að þráhyggju og smám saman missir hún tökin. Nóg að gera hjá Nínu Dögg Nína Dögg Filippusdóttir fer með hlutverk Yermu. Hún útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2001 og hefur leikið fjölda hlutverka á sviði, í kvikmyndum og sjónvarpi. Hún er einnig handritshöfundur og kvikmyndaframleiðandi. Hún er meðal stofnenda Vesturports og lék m.a. í Rómeó og Júlíu, Hamskiptunum og Faust hérlendis sem erlendis. Hún var einn framleiðenda, höfunda og leikara í sjónvarpsþáttaröðunum Verbúðinni og Föngum. Hún hefur hlotið fjölda tilnefninga til Grímunnar og Eddunnar. Framleiðsla er nú á lokastigi á þáttunum Vigdís, en þar fer Nína með hlutverk Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrum forseta lýðveldisins. Fyrsti þátturinn fer í loftið 1. janúar á RÚV. Gulli Briem, yfirleitt kenndur við Mezzoforte, semur tónlist fyrir sýninguna og verður á sviðinu ásamt tveimur öðrum hjóðfæraleikurum. Gulli Briem semur tónlist fyrir leikhús í fyrsta sinn Tónlistin í Yermu mun skipa stóran sess en tónhöfundur er enginn annar en Gulli Briem. Hann mun einnig taka þátt í sýningunni og verður á sviðinu ásamt tveimur öðrum hjóðfæraleikurum. Gulli Briem er stofnmeðlimur og trommuleikari hljómsveitarinnar Mezzoforte, sem naut mikillar velgengni um miðjan níunda áratuginn með plötunni „Surprise Surprise“ og vinsælu smáskífunni „Garden Party“. Mezzoforte heldur áfram að ferðast um allan heim og leika fyrir djass - fönk aðdáendur og tónlistaráhugamenn. Gulli hefur hrifið tónlistaraðdáendur með sólóverkefnum sínum, Earth Affair og Liberté. Hann hefur fimm sinnum verið tilnefndur sem trommuleikari ársins á Íslandi og hlotið titillinn jafn oft. Ásamt Mezzoforte hefur Gulli unnið með Bubba Morthens, Gunnari Þórðarsyni og fleiri íslenskum listamönnum auk Madonnu í tveimur aðskildum verkefnum, sem og Steve Hackett, gítarleikara Genesis. Hann hefur leikið inn á fjórar plötur með ungversku heimstónlistarsveitinni Djabe og farið í tónleikaferðir með þeim og Steve Hackett. Höfundur: Simon Stone Leikstjórn: Gísli Örn Garðarsson Leikmynd: Börkur Jónsson Búningar: Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist: Gulli Briem Hljóðhönnun: Brett Smith Þýðing: Júlía Margrét Einarsdóttir Sýningarstjórn: Elín Smáradóttir Framleiðslustjórn: Máni Huginsson Starfsnemi (LHÍ): Hafsteinn Níelsson Leikmunir, yfirumsjón: Ásta S. Jónsdóttir Leikgervi: Ingibjörg G. Huldarsdóttir Leikhús Menning Jól Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna Sjá meira
Leikritið er byggt á samnefndu meistaraverki Federico García Lorca frá árinu 1934 sem gerist í spænsku sveitasamfélagi. Höfundur leikritsins, hinn heimsþekkti leikhúsmaður Simon Stone, flytur atburðarásina inn í borgarsamfélag samtímans og frumkraftarnir í verkinu birtast okkur í nýju ljósi. Hópurinn sem stendur á bak við sýninguna. Á myndina vantar Ólafíu Hrönn Jónsdóttur leikkonu. Gísli Örn með mörg járn í eldinum Leikstjórinn Gísli Örn Garðarsson hefur jafnan mörg járn í eldinum. Stutt er síðan sýningin fallega, Jólaboðið, fór aftur á svið með endurnýjuðum leikhópi. Stórsöngleikurinn Frost gengur enn fyrir fullu húsi en sýningum lýkur í janúar. Í Yermu leiðir Gísli saman einstaklega sterkan hóp leikara í fádæma kraftmiklu verki en leikarar eru Nína Dögg Filippusdóttir, Björn Thors, Ilmur Kristjánsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson og Vala Kristín Eiríksdóttir. Það er því óhætt að lofa magnaðri kvöldstund. Ólafía Hrönn Jónsdóttir er einn leikara sýningarinnar. Hvernig bregst kona við ef lífið verður ekki við hennar heitustu bón? Hún er kona í blóma lífsins, sjálfsörugg og opinská, eldklár, ákveðin og óhefluð. Henni gengur vel í starfi sínu og er að flytja inn í nýtt hús með manninum sem hún elskar. Það er bara eitt sem vantar – barn. Kærastinn er til í það, og það er ekki eftir neinu að bíða! En það sem virðist svo eðlilegur hluti af lífinu reynist ekki sjálfsagt. Eftir því sem biðin lengist virðist einhver ofursterkur kraftur ná sífellt öflugri tökum á henni. Löngun verður að þrá, þráin að þráhyggju og smám saman missir hún tökin. Nóg að gera hjá Nínu Dögg Nína Dögg Filippusdóttir fer með hlutverk Yermu. Hún útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2001 og hefur leikið fjölda hlutverka á sviði, í kvikmyndum og sjónvarpi. Hún er einnig handritshöfundur og kvikmyndaframleiðandi. Hún er meðal stofnenda Vesturports og lék m.a. í Rómeó og Júlíu, Hamskiptunum og Faust hérlendis sem erlendis. Hún var einn framleiðenda, höfunda og leikara í sjónvarpsþáttaröðunum Verbúðinni og Föngum. Hún hefur hlotið fjölda tilnefninga til Grímunnar og Eddunnar. Framleiðsla er nú á lokastigi á þáttunum Vigdís, en þar fer Nína með hlutverk Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrum forseta lýðveldisins. Fyrsti þátturinn fer í loftið 1. janúar á RÚV. Gulli Briem, yfirleitt kenndur við Mezzoforte, semur tónlist fyrir sýninguna og verður á sviðinu ásamt tveimur öðrum hjóðfæraleikurum. Gulli Briem semur tónlist fyrir leikhús í fyrsta sinn Tónlistin í Yermu mun skipa stóran sess en tónhöfundur er enginn annar en Gulli Briem. Hann mun einnig taka þátt í sýningunni og verður á sviðinu ásamt tveimur öðrum hjóðfæraleikurum. Gulli Briem er stofnmeðlimur og trommuleikari hljómsveitarinnar Mezzoforte, sem naut mikillar velgengni um miðjan níunda áratuginn með plötunni „Surprise Surprise“ og vinsælu smáskífunni „Garden Party“. Mezzoforte heldur áfram að ferðast um allan heim og leika fyrir djass - fönk aðdáendur og tónlistaráhugamenn. Gulli hefur hrifið tónlistaraðdáendur með sólóverkefnum sínum, Earth Affair og Liberté. Hann hefur fimm sinnum verið tilnefndur sem trommuleikari ársins á Íslandi og hlotið titillinn jafn oft. Ásamt Mezzoforte hefur Gulli unnið með Bubba Morthens, Gunnari Þórðarsyni og fleiri íslenskum listamönnum auk Madonnu í tveimur aðskildum verkefnum, sem og Steve Hackett, gítarleikara Genesis. Hann hefur leikið inn á fjórar plötur með ungversku heimstónlistarsveitinni Djabe og farið í tónleikaferðir með þeim og Steve Hackett. Höfundur: Simon Stone Leikstjórn: Gísli Örn Garðarsson Leikmynd: Börkur Jónsson Búningar: Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist: Gulli Briem Hljóðhönnun: Brett Smith Þýðing: Júlía Margrét Einarsdóttir Sýningarstjórn: Elín Smáradóttir Framleiðslustjórn: Máni Huginsson Starfsnemi (LHÍ): Hafsteinn Níelsson Leikmunir, yfirumsjón: Ásta S. Jónsdóttir Leikgervi: Ingibjörg G. Huldarsdóttir
Höfundur: Simon Stone Leikstjórn: Gísli Örn Garðarsson Leikmynd: Börkur Jónsson Búningar: Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist: Gulli Briem Hljóðhönnun: Brett Smith Þýðing: Júlía Margrét Einarsdóttir Sýningarstjórn: Elín Smáradóttir Framleiðslustjórn: Máni Huginsson Starfsnemi (LHÍ): Hafsteinn Níelsson Leikmunir, yfirumsjón: Ásta S. Jónsdóttir Leikgervi: Ingibjörg G. Huldarsdóttir
Leikhús Menning Jól Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna Sjá meira