Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir og Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifa 1. desember 2024 09:01 Leið kvenna inn í heimilisleysi er oftar en ekki afleiðing af ofbeldi í nánum samböndum. Erlendar rannsóknir sýna að 40-100% kvenna sem eru heimilislausar hafa búið við ofbeldi í nánum samböndum. [1] Rannsókn í Massachussetts í Bandaríkjunum sýndi að 92% heimilislausra kvenna hefðu orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi. Ofbeldi er bæði fyrirboði og afleiðing heimilisleysis kvenna. Rannsóknir á lífi heimilislausra kvenna eru af skornum skammti, ekki síst hér á landi. Erlendar rannsóknir sýna að lífslíkur þeirra eru 42-43 ár, eða hátt í helmingi minni en annarra kynsystra þeirra. Þegar heimilislausar konur eru bornar saman við heimilislausa karla kemur í ljós að þær eru í mun meiri sjálfsvígsáhættu en þeir og þá er langt til jafnað þar sem heimilislaust fólk almennt er 35 sinnum líklegra til sjálfsvígs en þau sem ekki eru heimilislaus. [2] Þær eru líka í meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi, bæði andlegu, líkamlegu og kynferðislegu, sem ýtir líka undir sjálfsvígshættu þeirra. Þá eru þær í meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi ef þær glíma við alvarlegar geðrænar áskoranir. [3] Sjötta grein alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi kveður á um réttinn til lífs: Sérhver maður hefur meðfæddan rétt til lífs. Þennan rétt skal vernda með lögum. Engan mann má svipta lífi að geðþótta. Leilani Farha, sérstakur skýrslugjafi Sameinuðu þjóðanna um ásættanlegt húsnæði sem hluta af réttinum til viðunandi lífskjara og réttinum til að verða ekki fyrir mismunun að þessu leyti, fjallaði um réttinn til lífs, skv. 6. greininni, á fundi með mannréttindanefnd Sameinuðuþjóðanna í júlí 2016.[4] Þar bendir hún á samband réttarins til lífs og réttarins til húsnæðis og hversu þröngt rétturinn til lífs hefur verið skilgreindur innan stofnana Sþ og vöntun á því að horfa á réttinn til viðunandi húsnæðis í samhengi við réttinn til að lifa í friði, öryggi og með reisn. Farha telur nauðsynlegt að horfa til þess að heimilisleysi og óviðandi búsetuaðstæður hafi ekki verið ávörpuð sem mannréttindabrot sem áríðandi sé að bregðast við. Hún bendir á að þetta eigi ekki bara við í fátækum löndum, lífslíkur heimilislausra kvenna í Bretlandi eru t.d. 43 ár. GREVIO – Nefnd Evrópuráðsins um ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi – gaf út skýrslu sína árið 2022 um stöðuna hér á landi en nefndin hefur eftirlit með framkvæmd Istanbúl-samningsins - Samnings um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi. Þar segir að kerfi hérlendis séu ekki nægilega í stakk búin til að bregðast við ofbeldi gegn jaðarsettum hópum, svo sem konum af erlendum uppruna, konum með fötlun eða konum með vímuefnavanda. Þá er bent á að Konukot er ekki viðunandi úrræði fyrir þolendur ofbeldis en konur sem verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum með virkan vímuefnavanda hafa ekki í önnur hús að vernda. Ákvæði 4. gr. 3. mgr. Istanbúl-samningsins um vernd þolenda krefst þess að öllum konum sem búa við eða eru í hættu á að verða fyrir ofbeldi sé veitt án nokkurrar mismununar. [5] Kynbundið ofbeldi á sér stað á skala þar sem kvenmorð eru lokastigið. Heimilislausar konur og konur með virkan vímuefnavanda búa við kerfislægt ofbeldi sem viðheldur kynbundnu ofbeldi í lífi þeirra með viðbragða- og úrræðaleysi. Kerfið er svo vanbúið að margar konur telja sig betur settar að fara aftur til ofbeldismanns þegar hitt valið er að vera heimilislaus. Þær þora heldur ekki að kæra þar sem þær fá enga vernd þegar kemur að eftirfylgni. Þá þurfa þær líka að lifa í stöðugum ótta þó svo að þær finni sér samastað. Staða þeirra kvenna sem eru með virkan vímuefnavanda og slæma reynslu af lögreglu er svo margfalt verri. Rétturinn til lífs er grundvöllur annarra mannréttinda og hann ber fortakslaust að virða. Í réttindum til lífs felst bann við því að taka líf og hins vegar skyldan til að vernda réttinn til lífs. Því er mikilvægt að til staðar sé þekking og úrræði til að vinna að því að uppræta ofbeldi áður en það kemst á síðari stig skalans. Allar konur eiga að búa að réttinum til lífs án ofbeldis. Líka þær konur sem kerfislægt ofbeldi hefur hrakið út á ysta jaðar samfélagsins. Kristín I. Pálsdóttir er talskona Rótarinnar og Halldóra R. Guðmundsdóttir er forstöðukona í Konukoti. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Heimildir: [1] Moss K, Singh P. 2015. Women Rough Sleepers in Europe: Homelessness and Victims of Domestic Abuse. Bristol University Press. [2]Sama heimild, bls. 46 [3]Anju Moni Rabha og Geet Bhuyan. 2024. Suicide Prevention in Homeless Individuals: Review of Current Evidence and Future Directions.Sjá: https://mentalhealthbulletin.org/suicide-prevention-in-homeless-individuals-review-of-current-evidence-and-future-directions/. [4]Sjá: https://www.ohchr.org/sites/default/files/Documents/Issues/Housing/TB/HousingPresentation.pdf. [5] GREVIO’s (Baseline) Evaluation Report on legislative and other measures giving effect to the provisions of the Council of Europe Convention on Preventing and Combating Violence against Women and Domestic Violence (Istanbul Convention) ICELAND. 2020. https://rm.coe.int/grevio-inf-2022-26-eng-final-report-on-iceland/1680a8efae. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Málefni heimilislausra Heimilisofbeldi Mest lesið Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Leið kvenna inn í heimilisleysi er oftar en ekki afleiðing af ofbeldi í nánum samböndum. Erlendar rannsóknir sýna að 40-100% kvenna sem eru heimilislausar hafa búið við ofbeldi í nánum samböndum. [1] Rannsókn í Massachussetts í Bandaríkjunum sýndi að 92% heimilislausra kvenna hefðu orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi. Ofbeldi er bæði fyrirboði og afleiðing heimilisleysis kvenna. Rannsóknir á lífi heimilislausra kvenna eru af skornum skammti, ekki síst hér á landi. Erlendar rannsóknir sýna að lífslíkur þeirra eru 42-43 ár, eða hátt í helmingi minni en annarra kynsystra þeirra. Þegar heimilislausar konur eru bornar saman við heimilislausa karla kemur í ljós að þær eru í mun meiri sjálfsvígsáhættu en þeir og þá er langt til jafnað þar sem heimilislaust fólk almennt er 35 sinnum líklegra til sjálfsvígs en þau sem ekki eru heimilislaus. [2] Þær eru líka í meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi, bæði andlegu, líkamlegu og kynferðislegu, sem ýtir líka undir sjálfsvígshættu þeirra. Þá eru þær í meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi ef þær glíma við alvarlegar geðrænar áskoranir. [3] Sjötta grein alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi kveður á um réttinn til lífs: Sérhver maður hefur meðfæddan rétt til lífs. Þennan rétt skal vernda með lögum. Engan mann má svipta lífi að geðþótta. Leilani Farha, sérstakur skýrslugjafi Sameinuðu þjóðanna um ásættanlegt húsnæði sem hluta af réttinum til viðunandi lífskjara og réttinum til að verða ekki fyrir mismunun að þessu leyti, fjallaði um réttinn til lífs, skv. 6. greininni, á fundi með mannréttindanefnd Sameinuðuþjóðanna í júlí 2016.[4] Þar bendir hún á samband réttarins til lífs og réttarins til húsnæðis og hversu þröngt rétturinn til lífs hefur verið skilgreindur innan stofnana Sþ og vöntun á því að horfa á réttinn til viðunandi húsnæðis í samhengi við réttinn til að lifa í friði, öryggi og með reisn. Farha telur nauðsynlegt að horfa til þess að heimilisleysi og óviðandi búsetuaðstæður hafi ekki verið ávörpuð sem mannréttindabrot sem áríðandi sé að bregðast við. Hún bendir á að þetta eigi ekki bara við í fátækum löndum, lífslíkur heimilislausra kvenna í Bretlandi eru t.d. 43 ár. GREVIO – Nefnd Evrópuráðsins um ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi – gaf út skýrslu sína árið 2022 um stöðuna hér á landi en nefndin hefur eftirlit með framkvæmd Istanbúl-samningsins - Samnings um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi. Þar segir að kerfi hérlendis séu ekki nægilega í stakk búin til að bregðast við ofbeldi gegn jaðarsettum hópum, svo sem konum af erlendum uppruna, konum með fötlun eða konum með vímuefnavanda. Þá er bent á að Konukot er ekki viðunandi úrræði fyrir þolendur ofbeldis en konur sem verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum með virkan vímuefnavanda hafa ekki í önnur hús að vernda. Ákvæði 4. gr. 3. mgr. Istanbúl-samningsins um vernd þolenda krefst þess að öllum konum sem búa við eða eru í hættu á að verða fyrir ofbeldi sé veitt án nokkurrar mismununar. [5] Kynbundið ofbeldi á sér stað á skala þar sem kvenmorð eru lokastigið. Heimilislausar konur og konur með virkan vímuefnavanda búa við kerfislægt ofbeldi sem viðheldur kynbundnu ofbeldi í lífi þeirra með viðbragða- og úrræðaleysi. Kerfið er svo vanbúið að margar konur telja sig betur settar að fara aftur til ofbeldismanns þegar hitt valið er að vera heimilislaus. Þær þora heldur ekki að kæra þar sem þær fá enga vernd þegar kemur að eftirfylgni. Þá þurfa þær líka að lifa í stöðugum ótta þó svo að þær finni sér samastað. Staða þeirra kvenna sem eru með virkan vímuefnavanda og slæma reynslu af lögreglu er svo margfalt verri. Rétturinn til lífs er grundvöllur annarra mannréttinda og hann ber fortakslaust að virða. Í réttindum til lífs felst bann við því að taka líf og hins vegar skyldan til að vernda réttinn til lífs. Því er mikilvægt að til staðar sé þekking og úrræði til að vinna að því að uppræta ofbeldi áður en það kemst á síðari stig skalans. Allar konur eiga að búa að réttinum til lífs án ofbeldis. Líka þær konur sem kerfislægt ofbeldi hefur hrakið út á ysta jaðar samfélagsins. Kristín I. Pálsdóttir er talskona Rótarinnar og Halldóra R. Guðmundsdóttir er forstöðukona í Konukoti. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Heimildir: [1] Moss K, Singh P. 2015. Women Rough Sleepers in Europe: Homelessness and Victims of Domestic Abuse. Bristol University Press. [2]Sama heimild, bls. 46 [3]Anju Moni Rabha og Geet Bhuyan. 2024. Suicide Prevention in Homeless Individuals: Review of Current Evidence and Future Directions.Sjá: https://mentalhealthbulletin.org/suicide-prevention-in-homeless-individuals-review-of-current-evidence-and-future-directions/. [4]Sjá: https://www.ohchr.org/sites/default/files/Documents/Issues/Housing/TB/HousingPresentation.pdf. [5] GREVIO’s (Baseline) Evaluation Report on legislative and other measures giving effect to the provisions of the Council of Europe Convention on Preventing and Combating Violence against Women and Domestic Violence (Istanbul Convention) ICELAND. 2020. https://rm.coe.int/grevio-inf-2022-26-eng-final-report-on-iceland/1680a8efae.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun