Þetta kemur fram í Facebook-færslu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands
Þar segir að yfirborð árinnar sé nær fullt af ís sem nær upp fyrir Ölfusárbrúnna. Drónamyndir sem teknar voru um 18 síðdegis sýna það.

Þá segir að vatnshæð við vatnshæðamælinn (V64) sé komin upp í fjóra metra og hefur hún ekki verið hærri síðan árið 2020.
Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands er á vettvangi og fylgist grannt með gangi mála.