Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2024 08:34 Hætta er á að færð spillist víða á landinu í dag. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Gular veðurviðvaranir tóku gildi á Suðausturlandi og Austurlandi fyrir klukkan átta í morgun vegna norðaustan og norðan hríðar með snjókomu og skafrenningi. Veður versnar á norðanverðu landinu með deginum en þar taka viðvaranir gildi klukkan þrjú. Töluverður viðbúnaður er vegna mögulegra áhrifa veðursins á framkvæmd alþingiskosninganna sem fara fram í dag. Jafnvel er sagt koma til greina að fresta kjörfundi ef kjósendur komast ekki á kjörstaði vegna ófærðar en það tefði talningu atkvæða á öllu landinu. Versta veðrinu er spáð á Suðausturlandi eftir klukkan fjögur í dag en þá er varað við norðan hvassviðri eða stormi. Fram að því er viðvörunin þar vegna hríðar likt og á Austurlandi, Norðurlandi eystra og vestra og Ströndum. Viðvaranirnar falla úr gildi klukkan tvö í nótt á norðanverðu landinu en fyrir austan og suðaustan á veðrinu ekki að slota fyrr en á sunnudagsmorgun eða í hádeginu á sunnudag. Þungfært er á Mýrdalssandi og ófært í Suðursveit og Breiðamerkursandi samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Á Austurlandi er ófært á milli Fáskrúðsfjarðar og Djúpavogs annars vegar og á milli Hvalness og Hafnar hins vegar en mokstur er sagður standa yfir. Þá er þungfært í Jökulsárhlíð og snjóþekja á Fjarðarheiði. Á Norðausturlandi er snjóþekja eða hálka á flestum leiðum. Vegurinn um Möðrudalsöræfi er á óvissustigi vegna veðurs en reynt verður að halda úti hefðbundnum mokstri þar og sömu sögu er að segja af Vopnafjarðarheiði. Þá er þungfært á Siglufjarðarvegi í Almenningum. Veður Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Veðrið getur haft áhrif á framkvæmd Alþingiskosninganna á morgun. Gular veðurviðarnarnir verða í gildi frá því í kvöld þar til á sunnudaginn á Austfjörðum. Formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi segir að allt kapp verði lagt á að halda kjörfundi allstaðar. Ekki má telja atkvæði fyrr en öllum kjörfundum hefur verið lokað. 29. nóvember 2024 15:04 Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Hátt í fjörutíu þúsund manns hafa greitt atkvæði utankjörfundar fyrir komandi Alþingiskosningar. Þátttakan hefur verið töluvert meiri á landsbyggðinni. Á Austurlandi greiddu helmingi fleiri atkvæði í morgun en á öðrum svæðum. Sýslumaður þar segir ljóst að slæm veðurspá á kjördag sé að hafa áhrif. 29. nóvember 2024 12:32 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Sjá meira
Töluverður viðbúnaður er vegna mögulegra áhrifa veðursins á framkvæmd alþingiskosninganna sem fara fram í dag. Jafnvel er sagt koma til greina að fresta kjörfundi ef kjósendur komast ekki á kjörstaði vegna ófærðar en það tefði talningu atkvæða á öllu landinu. Versta veðrinu er spáð á Suðausturlandi eftir klukkan fjögur í dag en þá er varað við norðan hvassviðri eða stormi. Fram að því er viðvörunin þar vegna hríðar likt og á Austurlandi, Norðurlandi eystra og vestra og Ströndum. Viðvaranirnar falla úr gildi klukkan tvö í nótt á norðanverðu landinu en fyrir austan og suðaustan á veðrinu ekki að slota fyrr en á sunnudagsmorgun eða í hádeginu á sunnudag. Þungfært er á Mýrdalssandi og ófært í Suðursveit og Breiðamerkursandi samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Á Austurlandi er ófært á milli Fáskrúðsfjarðar og Djúpavogs annars vegar og á milli Hvalness og Hafnar hins vegar en mokstur er sagður standa yfir. Þá er þungfært í Jökulsárhlíð og snjóþekja á Fjarðarheiði. Á Norðausturlandi er snjóþekja eða hálka á flestum leiðum. Vegurinn um Möðrudalsöræfi er á óvissustigi vegna veðurs en reynt verður að halda úti hefðbundnum mokstri þar og sömu sögu er að segja af Vopnafjarðarheiði. Þá er þungfært á Siglufjarðarvegi í Almenningum.
Veður Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Veðrið getur haft áhrif á framkvæmd Alþingiskosninganna á morgun. Gular veðurviðarnarnir verða í gildi frá því í kvöld þar til á sunnudaginn á Austfjörðum. Formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi segir að allt kapp verði lagt á að halda kjörfundi allstaðar. Ekki má telja atkvæði fyrr en öllum kjörfundum hefur verið lokað. 29. nóvember 2024 15:04 Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Hátt í fjörutíu þúsund manns hafa greitt atkvæði utankjörfundar fyrir komandi Alþingiskosningar. Þátttakan hefur verið töluvert meiri á landsbyggðinni. Á Austurlandi greiddu helmingi fleiri atkvæði í morgun en á öðrum svæðum. Sýslumaður þar segir ljóst að slæm veðurspá á kjördag sé að hafa áhrif. 29. nóvember 2024 12:32 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Sjá meira
„Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Veðrið getur haft áhrif á framkvæmd Alþingiskosninganna á morgun. Gular veðurviðarnarnir verða í gildi frá því í kvöld þar til á sunnudaginn á Austfjörðum. Formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi segir að allt kapp verði lagt á að halda kjörfundi allstaðar. Ekki má telja atkvæði fyrr en öllum kjörfundum hefur verið lokað. 29. nóvember 2024 15:04
Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Hátt í fjörutíu þúsund manns hafa greitt atkvæði utankjörfundar fyrir komandi Alþingiskosningar. Þátttakan hefur verið töluvert meiri á landsbyggðinni. Á Austurlandi greiddu helmingi fleiri atkvæði í morgun en á öðrum svæðum. Sýslumaður þar segir ljóst að slæm veðurspá á kjördag sé að hafa áhrif. 29. nóvember 2024 12:32