Inga mætti á kjörstað í morgun og sagði hún að það hve frambjóðendur hefðu verið elskulegir við hvorn annan stæði upp úr, eftir kosningabaráttuna.
„Þó svo að útávið, maður sér á samfélagsmiðlum og svoleiðis eitthvað hnútukast, þá held ég að við séum öll meira og minna elskuleg við hvort annað og mér finnst það standa uppúr. Hvað við erum alltaf góð við hvort annað, þessir frambjóðendur.“
Þegar kemur að væntingum varðandi hvað komi upp úr kjörkössunum í kvöld, sagðist Inga vona að marka mætti kannanir og spár.
„Allt það sem hefur haldið utan um okkur og þennan kærleika sem ég finn, og hvatningu, þá þurfum við engu að kvíða.“