Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2024 10:00 Luka Dukic er með risa húðflúr á brjóstkassanum af bróður sínum Lazar sem drukknaði á síðustu heimsleikum í CrossFit. @luka.djukic Það óhætt að segja að syrgjandi bróðir Lazars Djukic sé ekki sáttur við þær ákvarðanir sem eru teknar hjá CrossFit þessa dagana. CrossFit samtökin hafa kynnt nýtt fyrirkomulag á undankeppni heimsleikanna og enn á ný eru gerðar stórar breytingar. Eftir dauðaslysið í fyrstu grein síðustu heimsleika í haust hafa samtökin legið undir mikilli gagnrýni ekki síst hvað varðar öryggismál sín. Gagnrýnin minnkaði ekkert við það að samtökin voru ekki tilbúin að opinbera niðurstöður í utanaðkomandi rannsókn á því sem gerðist þegar Lazar Dukic drukknaði í opnunargrein heimsleikanna í ágúst. Luka Dukic, yngri bróðir Lazars heitins, hefur verið duglegur að gagnrýna feluleik CrossFit samtakanna og hann er enginn aðdáandi nýju breytinganna. Dukic notaði enn á ný samfélagsmiðla sína til þess að koma fram með gagnrýni sína á samtökin. Hann bendir á það að með því að hafa framkvæmd undankeppninnar í gegnum netið þá séu samtökin sjálf að hlaupast undan allri ábyrgð og þau hirði því bara tekjur af skráningargjöldunum en leggi lítið sem ekkert til við kostnaðinn. Íþróttafólkið þarf síðan að skila æfingum sínum í gegnum netið alla undankeppnina. Dukic segir að stóra vandamálið þar sé að myndbandseftirlitið hjá CrossFit sé í tómu tjóni. Það sé því grátlegt fyrir íþróttafólkið að hans mati að það þurfi að treysta á eftirlitskerfi sem sé ekki hægt að treysta á. Hann vekur einnig athygli á því að CrossFit samtökin styðji ekkert við bakið á þeim sem halda mótin sem eru í tengslum við undankeppnina, svokölluð Sanctionals mót. Mótshaldararnir þurfa því í raun að eyða öllum sínum peningum í að senda íþróttafólkið á mót hjá CrossFit samtökunum. Dukic er líka á því að með því festa verðlaunaféð við skráningarfjölda á The Open þýði það að atvinnumennirnir séu þeir sem tapi, fólkið sem er að reyna að lifa af þessu. Það er hætt við því að skráningum fækki talsvert í því óvissuástandi sem ríkir eftir hryllinginn á síðustu heimsleikum. Það þýðir lægra verðlaunafé og þar með verður enn erfiðara fyrir besta CrossFit fólkið að ná sér í pening á heimsleikunum. Það má sjá færsluna hér fyrir neðan. Yfir fjórtán þúsund hafa líkað við færslu Dukic á Instagram og hún hefur fengið nokkra athygli. Dukic fjölskyldan er í sárum, þau misstu ekki aðeins Lazar heldur er enginn hjá CrossFit tilbúinn að taka ábyrgð á því sem gerðist. View this post on Instagram A post shared by Luka Đukić (@luka.djukic) CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Sjá meira
CrossFit samtökin hafa kynnt nýtt fyrirkomulag á undankeppni heimsleikanna og enn á ný eru gerðar stórar breytingar. Eftir dauðaslysið í fyrstu grein síðustu heimsleika í haust hafa samtökin legið undir mikilli gagnrýni ekki síst hvað varðar öryggismál sín. Gagnrýnin minnkaði ekkert við það að samtökin voru ekki tilbúin að opinbera niðurstöður í utanaðkomandi rannsókn á því sem gerðist þegar Lazar Dukic drukknaði í opnunargrein heimsleikanna í ágúst. Luka Dukic, yngri bróðir Lazars heitins, hefur verið duglegur að gagnrýna feluleik CrossFit samtakanna og hann er enginn aðdáandi nýju breytinganna. Dukic notaði enn á ný samfélagsmiðla sína til þess að koma fram með gagnrýni sína á samtökin. Hann bendir á það að með því að hafa framkvæmd undankeppninnar í gegnum netið þá séu samtökin sjálf að hlaupast undan allri ábyrgð og þau hirði því bara tekjur af skráningargjöldunum en leggi lítið sem ekkert til við kostnaðinn. Íþróttafólkið þarf síðan að skila æfingum sínum í gegnum netið alla undankeppnina. Dukic segir að stóra vandamálið þar sé að myndbandseftirlitið hjá CrossFit sé í tómu tjóni. Það sé því grátlegt fyrir íþróttafólkið að hans mati að það þurfi að treysta á eftirlitskerfi sem sé ekki hægt að treysta á. Hann vekur einnig athygli á því að CrossFit samtökin styðji ekkert við bakið á þeim sem halda mótin sem eru í tengslum við undankeppnina, svokölluð Sanctionals mót. Mótshaldararnir þurfa því í raun að eyða öllum sínum peningum í að senda íþróttafólkið á mót hjá CrossFit samtökunum. Dukic er líka á því að með því festa verðlaunaféð við skráningarfjölda á The Open þýði það að atvinnumennirnir séu þeir sem tapi, fólkið sem er að reyna að lifa af þessu. Það er hætt við því að skráningum fækki talsvert í því óvissuástandi sem ríkir eftir hryllinginn á síðustu heimsleikum. Það þýðir lægra verðlaunafé og þar með verður enn erfiðara fyrir besta CrossFit fólkið að ná sér í pening á heimsleikunum. Það má sjá færsluna hér fyrir neðan. Yfir fjórtán þúsund hafa líkað við færslu Dukic á Instagram og hún hefur fengið nokkra athygli. Dukic fjölskyldan er í sárum, þau misstu ekki aðeins Lazar heldur er enginn hjá CrossFit tilbúinn að taka ábyrgð á því sem gerðist. View this post on Instagram A post shared by Luka Đukić (@luka.djukic)
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti