„Ég ætla að standa mig betur“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. desember 2024 22:02 Sigmundur Ernir Rúnarsson snýr aftur á þing. Vísir/Sigurjón Úrslit kosninganna gjörbreyta áformum verðandi þingmanns Samfylkingarinnar sem ætlaði að flytja til Spánar og skrifa bækur. Nýkjörnir þingmenn Viðreisnar stefna á að vera samferða í vinnuna þegar þingstörf hefjast. Fréttastofa ræddi við verðandi þingmenn flokkanna tveggja sem unnu stórsigur í gær. Sigmundur Ernir Rúnarsson, nýkjörin þingmaður Samfylkingarinnar, fór í raun bakdyramegin inn á þing og kemur inn í stað Þórðar Snæs Júlíussonar, fyrrverandi ritstjóra Heimildarinnar, sem mun ekki taka sæti á þingi þrátt fyrir kjör. Eins og frægt er tók Þórður þá ákvörðun eftir mikla umfjöllun um umdeild skrif hans frá tæplega tuttugu árum síðan. Ætlar að vinna fyrir fólkið Sigmundur færist því úr fimmta sæti upp í það fjórða í Reykjavíkurkjördæmi norður og kemur inn á þing sem jöfnunarþingmaður. Sigmundur segir það blendnar tilfinningar að koma inn í stað Þórðar. „Þórður Snær er kröftugur maður og hefur lært af sínum mistökum og hefur beðist afsökunar og er maður og meiri. Ég vona að við njótum starfskrafta hans sem fimmtán manna þingflokkur. Við þurfum á öllum að halda.“ Var spennandi að fylgjast með þessu í nótt og jafnvel í morgun? „Þetta var mjög sérstakt fyrir okkur hjónin því við vorum að plana að fara til Spánar og hafa þar vetursetu eins og við höfum gert áður og búin að fá okkur hús og ég ætlaði að skrifa og ýmislegt. En auðvitað studdi ég minn flokk. Nú er ljóst að ég er ekki að fara til Spánar að skrifa bækur en ég bara tek til starfa.“ Eins og frægt er sat Sigmundur á þingi fyrir Samfylkinguna frá 2009 til 2013. Spurður hvort hann ætli að gera eitthvað með öðrum hætti núna segir hann: „Ég ætla að standa mig betur. Vinna fyrir fólkið og ég held að það sé ákall um breytingar til góðs fyrir allan almenning.“ Fara samferða í vinnuna Viðreisn tryggði sér í fyrsta sinn þingmenn í öllum kjördæmum en Jón Gnarr og María Rut Kristinsdóttir, nýkjörnir þingmenn flokksins, segjast vera full þakklætis. „Það er ótrúlega gaman að taka þátt í þessari vegferð og byggja upp flokkinn í Norðvesturkjördæmi og um allt land,“ sagði María Rut. Jón Gnarr tók undir það. „Ég er gífurlega spenntur og þetta er mikill heiður, ég þakka öllum sem kusu mig og okkur og ég ætla reyna að standa mig vel,“ sagði hann. Þau segjast spennt að byrja í nýju vinnunni. „Við búum sko nálægt hvort öðru og mér finnst það svolítið sætt að ég sótti Jón heim til hans og við ætlum að vera alltaf samferða í vinnuna. Svo ég banka bara upp á og segi bara: Er ekki Jón heima?“ sagði María Rut. Jón bauð þá gleðilega aðventu áður en þau gengu hlið við hlið í átt að þingflokksfundi. Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni „Ég er búin að keyra og keyra og tala við svo mikið af geggjuðu fólki fyrir allt fólkið í Norðvesturkjördæmi,“ segir María Rut Kristinsdóttir gæti orðið fyrsti þingmaður Viðreisnar. 1. desember 2024 02:25 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Sjá meira
Fréttastofa ræddi við verðandi þingmenn flokkanna tveggja sem unnu stórsigur í gær. Sigmundur Ernir Rúnarsson, nýkjörin þingmaður Samfylkingarinnar, fór í raun bakdyramegin inn á þing og kemur inn í stað Þórðar Snæs Júlíussonar, fyrrverandi ritstjóra Heimildarinnar, sem mun ekki taka sæti á þingi þrátt fyrir kjör. Eins og frægt er tók Þórður þá ákvörðun eftir mikla umfjöllun um umdeild skrif hans frá tæplega tuttugu árum síðan. Ætlar að vinna fyrir fólkið Sigmundur færist því úr fimmta sæti upp í það fjórða í Reykjavíkurkjördæmi norður og kemur inn á þing sem jöfnunarþingmaður. Sigmundur segir það blendnar tilfinningar að koma inn í stað Þórðar. „Þórður Snær er kröftugur maður og hefur lært af sínum mistökum og hefur beðist afsökunar og er maður og meiri. Ég vona að við njótum starfskrafta hans sem fimmtán manna þingflokkur. Við þurfum á öllum að halda.“ Var spennandi að fylgjast með þessu í nótt og jafnvel í morgun? „Þetta var mjög sérstakt fyrir okkur hjónin því við vorum að plana að fara til Spánar og hafa þar vetursetu eins og við höfum gert áður og búin að fá okkur hús og ég ætlaði að skrifa og ýmislegt. En auðvitað studdi ég minn flokk. Nú er ljóst að ég er ekki að fara til Spánar að skrifa bækur en ég bara tek til starfa.“ Eins og frægt er sat Sigmundur á þingi fyrir Samfylkinguna frá 2009 til 2013. Spurður hvort hann ætli að gera eitthvað með öðrum hætti núna segir hann: „Ég ætla að standa mig betur. Vinna fyrir fólkið og ég held að það sé ákall um breytingar til góðs fyrir allan almenning.“ Fara samferða í vinnuna Viðreisn tryggði sér í fyrsta sinn þingmenn í öllum kjördæmum en Jón Gnarr og María Rut Kristinsdóttir, nýkjörnir þingmenn flokksins, segjast vera full þakklætis. „Það er ótrúlega gaman að taka þátt í þessari vegferð og byggja upp flokkinn í Norðvesturkjördæmi og um allt land,“ sagði María Rut. Jón Gnarr tók undir það. „Ég er gífurlega spenntur og þetta er mikill heiður, ég þakka öllum sem kusu mig og okkur og ég ætla reyna að standa mig vel,“ sagði hann. Þau segjast spennt að byrja í nýju vinnunni. „Við búum sko nálægt hvort öðru og mér finnst það svolítið sætt að ég sótti Jón heim til hans og við ætlum að vera alltaf samferða í vinnuna. Svo ég banka bara upp á og segi bara: Er ekki Jón heima?“ sagði María Rut. Jón bauð þá gleðilega aðventu áður en þau gengu hlið við hlið í átt að þingflokksfundi.
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni „Ég er búin að keyra og keyra og tala við svo mikið af geggjuðu fólki fyrir allt fólkið í Norðvesturkjördæmi,“ segir María Rut Kristinsdóttir gæti orðið fyrsti þingmaður Viðreisnar. 1. desember 2024 02:25 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Sjá meira
Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni „Ég er búin að keyra og keyra og tala við svo mikið af geggjuðu fólki fyrir allt fólkið í Norðvesturkjördæmi,“ segir María Rut Kristinsdóttir gæti orðið fyrsti þingmaður Viðreisnar. 1. desember 2024 02:25