Dagur strikaður niður um sæti Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. desember 2024 15:51 Dagur B. Eggertsson er í öðru sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Kristrún Frostadóttir formaður flokksins leiðir listann. Vísir/Einar Dagur B. Eggertsson var strikaður út eða færður til á lista 1.453 sinnum sem gerir það að verkum að hann færist niður fyrir Þórð Snæ Júlíusson í þriðja sæti lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Örfáir Sjálfstæðismenn strikuðu út Dag og ógildu þannig atkvæði sín. Heimir Örn Herbertsson, oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, staðfesti þetta við fréttastofu. „Heildarútstrikanir á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður voru 1.699, það er heildarfjöldi breyttra seðla, sem eru 17,6 prósent af atkvæðatölu listans. Af þeim eru 1.453 seðlar þannig að það eru gerðar breytingar á stöðu Dags, annað hvort hann strikaður út eða hreyfður til um sæti, sem eru fimmtán prósent af atkvæðatölu listans,“ sagði Heimir. „Þetta er af þeirri stærðargráðu, við getum orðað það sem svo, að okkur sýnist þá að röð frambjóðenda samkvæmt ákvæðum kosningalaga sé þá sú að Kristrún Frostadóttir sé í fyrsta sæti, Þórður Snær Júlíusson í öðru sæti og Dagur B. Eggertsson í þriðja sæti og röðun annarra frambjóðenda óbreytt,“ segir hann. Eftirminnilegt var í kosningabaráttunni þegar skilaboð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, til kjósanda í Grafarvoginum voru gerð opinber. Þar sagði hún Dag aukaleikara og benti viðkomandi á að hægt væri að strika hann út. Hvað með útstrikanir á öðrum frambjóðendum Samfylkingarinnar á listanum? „Þær upplýsingar sem ég er með varða bara sex efstu sætin, sem fá þessa svokölluðu röðunartölu. Þannig ég er ekki alveg með heildaryfirlit yfir allar útstrikanir en ég get sagt að langflestar útstrikanir vörðuðu Dag og mér sýnist að næstflestar útstrikanir hafi varðað Þórð Snæ Júlíusson en þær voru miklu færri, tæp 300 sýnist mér,“ segir Heimir. Dagur kemur í Dags stað Þessar vendingar eru áhugaverðar í ljósi þess að Þórður Snær Júlíusson greindi frá því fyrir kosningar að hann myndi ekki taka sæti á lista Samfylkingarinnar myndi hann ná kjöri. Það þýðir að Dagur dettur niður í þriðja sæti og fer svo aftur upp í annað sæti við brotthvarf Þórðar. Sjá einnig: Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Annað sem vakti athygli fyrir kosningar var grín Dags á Facebook, í kjölfar umræðu um útstrikun hans, þar sem hann hvatti kjósendur Sjálfstæðisflokksins til að strika sig út. Sjálfstæðismenn æstust margir upp við þetta og sökuðu Dag um að brjóta kosningalög og var hann á endanum kærður til héraðssaksóknara fyrir brot á kosningalögum af Lúðvíki Lúðvíkssyni. Voru einhver atkvæði Sjálfstæðismanna ógild vegna útstrikana á Degi? „Já, þetta er samt bara eitthvað sem er byggt á minni. Slíkir seðlar eru náttúrulega ógildir. Það var eitthvað um það að seðlir voru úrskurðaðir ógildir af þessum sökum, að lista Sjálfstæðisflokksins hefði verið greitt atkvæði en nafn Dags Eggertssonar strikað út. Ég hygg þó að þetta hafi ekki verið margir seðlar, það voru einhver dæmi um þetta. Hvað með útstrikanir á öðrum listum? „Útstrikanir á listum annarra framboða voru ekki nálægt því að leiða til neinna breytinga á röðun frambjóðenda,“ segir Heimir. Vegabréfið komið aftur í réttar hendur Fréttastofa fjallaði á kjördag um vegabréf sem hafði lent ofan í kjörkassanum á kjördag. Viðkomandi þurfti auðvitað að bíða eftir því að kjörkassarnir yrðu opnaðir og atkvæðin talin. En vegabréfið sem lenti í kjörkassanum? „Ég held að það sé komið í hendurnar á eigandanum. Þetta var fullorðin kona sem virðist alveg óvart hafa misst vegabréfið sitt ofan í kassann en ég held að það sé komið til skila,“ segir Heimir Örn Þar fyrir utan gekk öll framkvæmd kosninganna í sögu sem og talningin og frágangur. „Kosningin gekk mjög vel, viljum við meina. Kjördagurinn sjálfur gekk mjög vel í Reykjavík og sömuleiðis öll vinna við flokkun og talningu og annað,“ sagði Heimir. Reykjavíkurkjördæmi norður Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Alþingi Tengdar fréttir „Ég mun deyja á þessari hæð“ Dagur B. Eggertsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur verið kærður til héraðssaksóknara fyrir að hafa með ummælum sínum í orðaskaki á Facebook-síðu Baldvins Jónssonar reynt að villa um fyrir Sjálfstæðismönnum í kjörklefanum. 28. nóvember 2024 17:39 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Heimir Örn Herbertsson, oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, staðfesti þetta við fréttastofu. „Heildarútstrikanir á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður voru 1.699, það er heildarfjöldi breyttra seðla, sem eru 17,6 prósent af atkvæðatölu listans. Af þeim eru 1.453 seðlar þannig að það eru gerðar breytingar á stöðu Dags, annað hvort hann strikaður út eða hreyfður til um sæti, sem eru fimmtán prósent af atkvæðatölu listans,“ sagði Heimir. „Þetta er af þeirri stærðargráðu, við getum orðað það sem svo, að okkur sýnist þá að röð frambjóðenda samkvæmt ákvæðum kosningalaga sé þá sú að Kristrún Frostadóttir sé í fyrsta sæti, Þórður Snær Júlíusson í öðru sæti og Dagur B. Eggertsson í þriðja sæti og röðun annarra frambjóðenda óbreytt,“ segir hann. Eftirminnilegt var í kosningabaráttunni þegar skilaboð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, til kjósanda í Grafarvoginum voru gerð opinber. Þar sagði hún Dag aukaleikara og benti viðkomandi á að hægt væri að strika hann út. Hvað með útstrikanir á öðrum frambjóðendum Samfylkingarinnar á listanum? „Þær upplýsingar sem ég er með varða bara sex efstu sætin, sem fá þessa svokölluðu röðunartölu. Þannig ég er ekki alveg með heildaryfirlit yfir allar útstrikanir en ég get sagt að langflestar útstrikanir vörðuðu Dag og mér sýnist að næstflestar útstrikanir hafi varðað Þórð Snæ Júlíusson en þær voru miklu færri, tæp 300 sýnist mér,“ segir Heimir. Dagur kemur í Dags stað Þessar vendingar eru áhugaverðar í ljósi þess að Þórður Snær Júlíusson greindi frá því fyrir kosningar að hann myndi ekki taka sæti á lista Samfylkingarinnar myndi hann ná kjöri. Það þýðir að Dagur dettur niður í þriðja sæti og fer svo aftur upp í annað sæti við brotthvarf Þórðar. Sjá einnig: Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Annað sem vakti athygli fyrir kosningar var grín Dags á Facebook, í kjölfar umræðu um útstrikun hans, þar sem hann hvatti kjósendur Sjálfstæðisflokksins til að strika sig út. Sjálfstæðismenn æstust margir upp við þetta og sökuðu Dag um að brjóta kosningalög og var hann á endanum kærður til héraðssaksóknara fyrir brot á kosningalögum af Lúðvíki Lúðvíkssyni. Voru einhver atkvæði Sjálfstæðismanna ógild vegna útstrikana á Degi? „Já, þetta er samt bara eitthvað sem er byggt á minni. Slíkir seðlar eru náttúrulega ógildir. Það var eitthvað um það að seðlir voru úrskurðaðir ógildir af þessum sökum, að lista Sjálfstæðisflokksins hefði verið greitt atkvæði en nafn Dags Eggertssonar strikað út. Ég hygg þó að þetta hafi ekki verið margir seðlar, það voru einhver dæmi um þetta. Hvað með útstrikanir á öðrum listum? „Útstrikanir á listum annarra framboða voru ekki nálægt því að leiða til neinna breytinga á röðun frambjóðenda,“ segir Heimir. Vegabréfið komið aftur í réttar hendur Fréttastofa fjallaði á kjördag um vegabréf sem hafði lent ofan í kjörkassanum á kjördag. Viðkomandi þurfti auðvitað að bíða eftir því að kjörkassarnir yrðu opnaðir og atkvæðin talin. En vegabréfið sem lenti í kjörkassanum? „Ég held að það sé komið í hendurnar á eigandanum. Þetta var fullorðin kona sem virðist alveg óvart hafa misst vegabréfið sitt ofan í kassann en ég held að það sé komið til skila,“ segir Heimir Örn Þar fyrir utan gekk öll framkvæmd kosninganna í sögu sem og talningin og frágangur. „Kosningin gekk mjög vel, viljum við meina. Kjördagurinn sjálfur gekk mjög vel í Reykjavík og sömuleiðis öll vinna við flokkun og talningu og annað,“ sagði Heimir.
Reykjavíkurkjördæmi norður Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Alþingi Tengdar fréttir „Ég mun deyja á þessari hæð“ Dagur B. Eggertsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur verið kærður til héraðssaksóknara fyrir að hafa með ummælum sínum í orðaskaki á Facebook-síðu Baldvins Jónssonar reynt að villa um fyrir Sjálfstæðismönnum í kjörklefanum. 28. nóvember 2024 17:39 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
„Ég mun deyja á þessari hæð“ Dagur B. Eggertsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur verið kærður til héraðssaksóknara fyrir að hafa með ummælum sínum í orðaskaki á Facebook-síðu Baldvins Jónssonar reynt að villa um fyrir Sjálfstæðismönnum í kjörklefanum. 28. nóvember 2024 17:39