Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Valur Páll Eiríksson skrifar 3. desember 2024 08:02 Perla Ruth er markahæst í íslenska liðinu á EM til þessa. Henk Seppen/BSR Agency/Getty Images Stelpurnar okkar hafa gert vel í íþróttaborginni Innsbruck hingað til. Þær voru nærri sigri gegn Hollandi, unnu svo sögulegan sigur á Úkraínu. Í kvöld er komið að lokaverkefninu hér í bæ, gegn þýska stálinu. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck Ég ræddi við Þóri Hergeirsson, þjálfara norska landsliðsins, um helgina en vegna tæknilegra örðugleika var hljóð ekki nema á fyrstu tuttugu sekúndum viðtalsins og það því ónýtt. Það gengur ekki alltaf allt upp í svona vinnuferðum og maður lærir af mistökunum. Ég mun ekki aftur fiffast eitthvað með hljóðið í miðju viðtali. Bara til að vera viss um að það sé í lagi – það gæti nefnilega verið að ég mute-i óvart allt helvítis draslið og sitji eftir tómhentur. Þau voru nokkur mistökin sem íslenska liðið gerði þegar það mætti í fyrsta sinn á stórmót í ellefu ár í Stafangri í fyrra. Taugarnar voru þandar allsvakalega þar sem liðið lenti 11-4 undir fyrir Slóveníu í fyrsta leik og 7-0 undir gegn Frökkum leikinn á eftir. Lærdómur hefur verið dreginn af því og góð byrjun gegn Hollandi kom Íslandi langt gegn sterku liði en dugði að endingu skammt. Sama má segja gegn Úkraínu þar sem góð byrjun á mikið í sigrinum. En slakað var heldur mikið á klónni þegar leið á síðari leikinn. Fyrir minn smekk í það minnsta, og ég held flestra í landsliðinu líka. Það sem Þórir sagði við mig í þessu viðtali um daginn var að hann trúði því vart hversu miklar framfarir hefðu orðið á íslenska liðinu á þessum tíma. Það er óhætt að taka undir það. Samheldnin, ástríðan og getan er til staðar í þessu liði, líkt og það hefur sýnt í fyrstu tveimur leikjunum. Verkefni dagsins er hins vegar ekkert einfalt. Eftir 11-4 byrjunina gegn Slóveníu í fyrra vann Ísland leikinn ef þau 15 mörk eru tekin frá. Gegn Frökkum vann Ísland seinni hálfleikinn. Liðið hefur tapað báðum síðari hálfleikjum á þessu móti hér. Þetta hefur því snúist við. Nú er komið að lokaprófinu þar sem er kýrskýrt að liðið þarf tvo góða hálfleiki og algjöran toppleik til að eiga möguleika gegn sterku þýsku liði. Þjóðverjarnir hafa hins vegar sætt gagnrýni heima fyrir, bæði á ÓL í sumar og á þessu móti. Pressan á þeim er töluverð. Stelpurnar okkar ættu hins vegar að koma pressulausar inn í þetta. Þær gera það líklega ekki, enda setja þær pressuna á sig sjálfar, að gera vel. Eftir að hafa verið innan um þær síðustu daga finn ég trúna í hópnum á að þetta sé hægt og er ekki frá því að ég sé sjálfur farinn að trúa því líka að þær séu á leið til Vínarborgar. Innsbruck er aðallega þekkt sem íþróttaborg en hér hefur maður orðið var við iðnaðinn einnig. Auk bjórgerðar er hér eitthvað um málmvinnslu og rafvöruframleiðslu. Stelpurnar hafa því ekki verið í vandræðum með að verða sér úti um logsuðutækin og það er verið að hita þau upp. Þær ætla sér að bræða þýska stálið. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck Ég ræddi við Þóri Hergeirsson, þjálfara norska landsliðsins, um helgina en vegna tæknilegra örðugleika var hljóð ekki nema á fyrstu tuttugu sekúndum viðtalsins og það því ónýtt. Það gengur ekki alltaf allt upp í svona vinnuferðum og maður lærir af mistökunum. Ég mun ekki aftur fiffast eitthvað með hljóðið í miðju viðtali. Bara til að vera viss um að það sé í lagi – það gæti nefnilega verið að ég mute-i óvart allt helvítis draslið og sitji eftir tómhentur. Þau voru nokkur mistökin sem íslenska liðið gerði þegar það mætti í fyrsta sinn á stórmót í ellefu ár í Stafangri í fyrra. Taugarnar voru þandar allsvakalega þar sem liðið lenti 11-4 undir fyrir Slóveníu í fyrsta leik og 7-0 undir gegn Frökkum leikinn á eftir. Lærdómur hefur verið dreginn af því og góð byrjun gegn Hollandi kom Íslandi langt gegn sterku liði en dugði að endingu skammt. Sama má segja gegn Úkraínu þar sem góð byrjun á mikið í sigrinum. En slakað var heldur mikið á klónni þegar leið á síðari leikinn. Fyrir minn smekk í það minnsta, og ég held flestra í landsliðinu líka. Það sem Þórir sagði við mig í þessu viðtali um daginn var að hann trúði því vart hversu miklar framfarir hefðu orðið á íslenska liðinu á þessum tíma. Það er óhætt að taka undir það. Samheldnin, ástríðan og getan er til staðar í þessu liði, líkt og það hefur sýnt í fyrstu tveimur leikjunum. Verkefni dagsins er hins vegar ekkert einfalt. Eftir 11-4 byrjunina gegn Slóveníu í fyrra vann Ísland leikinn ef þau 15 mörk eru tekin frá. Gegn Frökkum vann Ísland seinni hálfleikinn. Liðið hefur tapað báðum síðari hálfleikjum á þessu móti hér. Þetta hefur því snúist við. Nú er komið að lokaprófinu þar sem er kýrskýrt að liðið þarf tvo góða hálfleiki og algjöran toppleik til að eiga möguleika gegn sterku þýsku liði. Þjóðverjarnir hafa hins vegar sætt gagnrýni heima fyrir, bæði á ÓL í sumar og á þessu móti. Pressan á þeim er töluverð. Stelpurnar okkar ættu hins vegar að koma pressulausar inn í þetta. Þær gera það líklega ekki, enda setja þær pressuna á sig sjálfar, að gera vel. Eftir að hafa verið innan um þær síðustu daga finn ég trúna í hópnum á að þetta sé hægt og er ekki frá því að ég sé sjálfur farinn að trúa því líka að þær séu á leið til Vínarborgar. Innsbruck er aðallega þekkt sem íþróttaborg en hér hefur maður orðið var við iðnaðinn einnig. Auk bjórgerðar er hér eitthvað um málmvinnslu og rafvöruframleiðslu. Stelpurnar hafa því ekki verið í vandræðum með að verða sér úti um logsuðutækin og það er verið að hita þau upp. Þær ætla sér að bræða þýska stálið.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira