„Þýska liðið er allt önnur skepna“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. desember 2024 12:02 Arnar Pétursson, þjálfari Íslands. EPA-EFE/Beate Oma Dahle „Við þurfum alvöru frammistöðu, og það í sextíu mínútur,“ segir landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson um leik dagsins við Þýskaland á EM kvenna í handbolta. Um er að ræða hreinan úrslitaleik um sæti í milliriðli. „Þýska liðið er allt önnur skepna. Það er partur af þessari elítugrúppu, sem hafa verið með þessi átta bestu lið í heimi. Þau eru með ákveðið forskot á næstu lið á eftir, sem eru kannski frá níu til 14, og svo er enn annað bil,“ segir Arnar þegar hann er spurður út í mótherjann og samanburðinn við Úkraínu, sem Ísland vann í síðasta leik. Þýska liðið er á meðal betri liða í öðrum styrkleikaflokki og á meðal þeirra betri í heimi. „Þessi lið eru að bæta sig alltaf mót frá móti og fengu einn og hálfan mánuð saman í sumar á ÓL sem er líka ómetanlegt. Þetta verður hörkuleikur og hörkulið en við þurfum að horfa áfram á það sem við erum að gera og halda áfram að reyna að taka skref fram á við, bæta okkar leik og hámarka okkar getu til að gera þetta að leik,“ segir Arnar. Klippa: Býr stelpurnar undir alvöru prófraun Mikil pressa er á þýska liðinu og gerð rík krafa um sigur. Mikilvægt sé fyrir íslenska liðið að byrja vel en Þýskaland rúllaði yfir Holland á upphafskafla síðasta leiks en endaði á að tapa fyrir þeim hollensku í kaflaskiptum leik. „Það skiptir öllu máli að byrja vel. Að fá ekki lestina yfir okkur. Það er markmiðið, að standast þessar fyrstu tíu til tólf mínútur. Pressan er örugglega á þeim. Handboltinn er risastór íþrótt í Þýskalandi og fylgst vel með öllu sem þær gera þar,“ segir Arnar og bætir við: „Þær eru vel reyndar og hafa spilað marga svona leiki. Ég held að það muni ekki hafa mikil áhrif á þær. Við þurfum að hugsa um okkur og mæta vel inn í þennan leik.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 í kvöld og verður íslenska liðinu fylgt vel eftir á Vísi fram að leik. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sjá meira
„Þýska liðið er allt önnur skepna. Það er partur af þessari elítugrúppu, sem hafa verið með þessi átta bestu lið í heimi. Þau eru með ákveðið forskot á næstu lið á eftir, sem eru kannski frá níu til 14, og svo er enn annað bil,“ segir Arnar þegar hann er spurður út í mótherjann og samanburðinn við Úkraínu, sem Ísland vann í síðasta leik. Þýska liðið er á meðal betri liða í öðrum styrkleikaflokki og á meðal þeirra betri í heimi. „Þessi lið eru að bæta sig alltaf mót frá móti og fengu einn og hálfan mánuð saman í sumar á ÓL sem er líka ómetanlegt. Þetta verður hörkuleikur og hörkulið en við þurfum að horfa áfram á það sem við erum að gera og halda áfram að reyna að taka skref fram á við, bæta okkar leik og hámarka okkar getu til að gera þetta að leik,“ segir Arnar. Klippa: Býr stelpurnar undir alvöru prófraun Mikil pressa er á þýska liðinu og gerð rík krafa um sigur. Mikilvægt sé fyrir íslenska liðið að byrja vel en Þýskaland rúllaði yfir Holland á upphafskafla síðasta leiks en endaði á að tapa fyrir þeim hollensku í kaflaskiptum leik. „Það skiptir öllu máli að byrja vel. Að fá ekki lestina yfir okkur. Það er markmiðið, að standast þessar fyrstu tíu til tólf mínútur. Pressan er örugglega á þeim. Handboltinn er risastór íþrótt í Þýskalandi og fylgst vel með öllu sem þær gera þar,“ segir Arnar og bætir við: „Þær eru vel reyndar og hafa spilað marga svona leiki. Ég held að það muni ekki hafa mikil áhrif á þær. Við þurfum að hugsa um okkur og mæta vel inn í þennan leik.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 í kvöld og verður íslenska liðinu fylgt vel eftir á Vísi fram að leik.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sjá meira