Hvenær er jafnrétti náð? Védís Drótt Cortez, Agnes Brynjarsdóttir, Vigdís Kristín Rohleder, Embla Bachmann og Eygló Ruth Rohleder skrifa 5. desember 2024 09:02 Á 10 mínútna fresti er kona myrt af einhverjum nákomnum, oft á sínu eigin heimili. Á meðan konur eru óöruggar á eigin heimilum getum við ekki talað um að jafnrétti hafi verið náð. Á meðan kynferðisbrot og hatursorðræða fá að grassera í samfélaginu okkar höfum við ekki enn náð jafnrétti. Til þess að ná fram þessu eftirsóknarverða jafnrétti sem sumir telja að hafi náðst fyrir löngu, þurfum við að velja jafnrétti hvern einasta dag og hverja einustu mínútu. Við getum ekki bara stutt jafnrétti þegar það hentar, þegar átak á sér stað eða einhver ákveðin umræða. Jafnrétti er eitthvað sem við þurfum alltaf að standa fyrir í öllum aðstæðum. Til dæmis þegar við veljum hvaða orð við notum og hverju við hlæjum að og hverju ekki. Jafnrétti er ákvörðun. Ákvörðun sem við þurfum öll að taka alltaf til að því sé náð. Á meðan einstaklingar í valdamiklum stöðum, hvort sem það eru stjórnmálamenn, áhrifavaldar eða fjölmiðlafólk, leyfa sér að tala niður til ákveðinna hópa, erum við langt frá því að ná jafnrétti. Hatursorðræða og niðurlægjandi ummæli eru ekki bara skaðleg – þau eru ofbeldi. Ofbeldi sem eykur bilið á milli fólks og viðheldur ójöfnuði. Það er ekki nóg að taka afstöðu gegn ofbeldi án þess að taka líka afstöðu fyrir jafnrétti. Þessi tvö fyrirbæri eru órjúfanlega tengd; þar sem ójafnrétti ríkir, þar blómstrar ofbeldi. Hatursorðræða og niðurlægjandi ummæli eru ekki bara að ýta undir ójafnrétti heldur er það líka ofbeldi. Stundum er eins og fólk eigi auðveldara með að taka afstöðu gegn ofbeldi en að taka afstöðu með jafnrétti. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að það er mikil tenging á milli ójafnréttis og ofbeldis og annað ýtir undir hitt. Við ættum því að temja okkur að tala jafn mikið með jafnrétti eins og við tölum gegn ofbeldi. Jafnrétti er ekki bara dýrmætt, það er nauðsynlegt. Það er líka viðkvæmt og krefst órofa meðvitundar okkar allra. Við þurfum að velja jafnrétti meðvitað aftur og aftur, dag eftir dag, þangað til það verður náttúrulegur hluti af samfélagi okkar – innbyggt í orðræðuna, gjörðirnar og ákvarðanirnar. Heimur sem velur jafnrétti er ekki bara réttlátur – hann er líka öruggari, betri og fallegri fyrir okkur öll. Við berum öll ábyrgð á því að skapa þann heim. Það byrjar hjá okkur sjálfum. Höfundar sitja í ungmennaráði UN Women. Ráðið skipa Védís Drótt Cortez, Agnes Brynjarsdóttir, Vigdís Kristín Rohleder, Embla Bachmann og Eygló Ruth Rohleder. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Jafnréttismál Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Á 10 mínútna fresti er kona myrt af einhverjum nákomnum, oft á sínu eigin heimili. Á meðan konur eru óöruggar á eigin heimilum getum við ekki talað um að jafnrétti hafi verið náð. Á meðan kynferðisbrot og hatursorðræða fá að grassera í samfélaginu okkar höfum við ekki enn náð jafnrétti. Til þess að ná fram þessu eftirsóknarverða jafnrétti sem sumir telja að hafi náðst fyrir löngu, þurfum við að velja jafnrétti hvern einasta dag og hverja einustu mínútu. Við getum ekki bara stutt jafnrétti þegar það hentar, þegar átak á sér stað eða einhver ákveðin umræða. Jafnrétti er eitthvað sem við þurfum alltaf að standa fyrir í öllum aðstæðum. Til dæmis þegar við veljum hvaða orð við notum og hverju við hlæjum að og hverju ekki. Jafnrétti er ákvörðun. Ákvörðun sem við þurfum öll að taka alltaf til að því sé náð. Á meðan einstaklingar í valdamiklum stöðum, hvort sem það eru stjórnmálamenn, áhrifavaldar eða fjölmiðlafólk, leyfa sér að tala niður til ákveðinna hópa, erum við langt frá því að ná jafnrétti. Hatursorðræða og niðurlægjandi ummæli eru ekki bara skaðleg – þau eru ofbeldi. Ofbeldi sem eykur bilið á milli fólks og viðheldur ójöfnuði. Það er ekki nóg að taka afstöðu gegn ofbeldi án þess að taka líka afstöðu fyrir jafnrétti. Þessi tvö fyrirbæri eru órjúfanlega tengd; þar sem ójafnrétti ríkir, þar blómstrar ofbeldi. Hatursorðræða og niðurlægjandi ummæli eru ekki bara að ýta undir ójafnrétti heldur er það líka ofbeldi. Stundum er eins og fólk eigi auðveldara með að taka afstöðu gegn ofbeldi en að taka afstöðu með jafnrétti. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að það er mikil tenging á milli ójafnréttis og ofbeldis og annað ýtir undir hitt. Við ættum því að temja okkur að tala jafn mikið með jafnrétti eins og við tölum gegn ofbeldi. Jafnrétti er ekki bara dýrmætt, það er nauðsynlegt. Það er líka viðkvæmt og krefst órofa meðvitundar okkar allra. Við þurfum að velja jafnrétti meðvitað aftur og aftur, dag eftir dag, þangað til það verður náttúrulegur hluti af samfélagi okkar – innbyggt í orðræðuna, gjörðirnar og ákvarðanirnar. Heimur sem velur jafnrétti er ekki bara réttlátur – hann er líka öruggari, betri og fallegri fyrir okkur öll. Við berum öll ábyrgð á því að skapa þann heim. Það byrjar hjá okkur sjálfum. Höfundar sitja í ungmennaráði UN Women. Ráðið skipa Védís Drótt Cortez, Agnes Brynjarsdóttir, Vigdís Kristín Rohleder, Embla Bachmann og Eygló Ruth Rohleder. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun