Hvenær er jafnrétti náð? Védís Drótt Cortez, Agnes Brynjarsdóttir, Vigdís Kristín Rohleder, Embla Bachmann og Eygló Ruth Rohleder skrifa 5. desember 2024 09:02 Á 10 mínútna fresti er kona myrt af einhverjum nákomnum, oft á sínu eigin heimili. Á meðan konur eru óöruggar á eigin heimilum getum við ekki talað um að jafnrétti hafi verið náð. Á meðan kynferðisbrot og hatursorðræða fá að grassera í samfélaginu okkar höfum við ekki enn náð jafnrétti. Til þess að ná fram þessu eftirsóknarverða jafnrétti sem sumir telja að hafi náðst fyrir löngu, þurfum við að velja jafnrétti hvern einasta dag og hverja einustu mínútu. Við getum ekki bara stutt jafnrétti þegar það hentar, þegar átak á sér stað eða einhver ákveðin umræða. Jafnrétti er eitthvað sem við þurfum alltaf að standa fyrir í öllum aðstæðum. Til dæmis þegar við veljum hvaða orð við notum og hverju við hlæjum að og hverju ekki. Jafnrétti er ákvörðun. Ákvörðun sem við þurfum öll að taka alltaf til að því sé náð. Á meðan einstaklingar í valdamiklum stöðum, hvort sem það eru stjórnmálamenn, áhrifavaldar eða fjölmiðlafólk, leyfa sér að tala niður til ákveðinna hópa, erum við langt frá því að ná jafnrétti. Hatursorðræða og niðurlægjandi ummæli eru ekki bara skaðleg – þau eru ofbeldi. Ofbeldi sem eykur bilið á milli fólks og viðheldur ójöfnuði. Það er ekki nóg að taka afstöðu gegn ofbeldi án þess að taka líka afstöðu fyrir jafnrétti. Þessi tvö fyrirbæri eru órjúfanlega tengd; þar sem ójafnrétti ríkir, þar blómstrar ofbeldi. Hatursorðræða og niðurlægjandi ummæli eru ekki bara að ýta undir ójafnrétti heldur er það líka ofbeldi. Stundum er eins og fólk eigi auðveldara með að taka afstöðu gegn ofbeldi en að taka afstöðu með jafnrétti. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að það er mikil tenging á milli ójafnréttis og ofbeldis og annað ýtir undir hitt. Við ættum því að temja okkur að tala jafn mikið með jafnrétti eins og við tölum gegn ofbeldi. Jafnrétti er ekki bara dýrmætt, það er nauðsynlegt. Það er líka viðkvæmt og krefst órofa meðvitundar okkar allra. Við þurfum að velja jafnrétti meðvitað aftur og aftur, dag eftir dag, þangað til það verður náttúrulegur hluti af samfélagi okkar – innbyggt í orðræðuna, gjörðirnar og ákvarðanirnar. Heimur sem velur jafnrétti er ekki bara réttlátur – hann er líka öruggari, betri og fallegri fyrir okkur öll. Við berum öll ábyrgð á því að skapa þann heim. Það byrjar hjá okkur sjálfum. Höfundar sitja í ungmennaráði UN Women. Ráðið skipa Védís Drótt Cortez, Agnes Brynjarsdóttir, Vigdís Kristín Rohleder, Embla Bachmann og Eygló Ruth Rohleder. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Jafnréttismál Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á 10 mínútna fresti er kona myrt af einhverjum nákomnum, oft á sínu eigin heimili. Á meðan konur eru óöruggar á eigin heimilum getum við ekki talað um að jafnrétti hafi verið náð. Á meðan kynferðisbrot og hatursorðræða fá að grassera í samfélaginu okkar höfum við ekki enn náð jafnrétti. Til þess að ná fram þessu eftirsóknarverða jafnrétti sem sumir telja að hafi náðst fyrir löngu, þurfum við að velja jafnrétti hvern einasta dag og hverja einustu mínútu. Við getum ekki bara stutt jafnrétti þegar það hentar, þegar átak á sér stað eða einhver ákveðin umræða. Jafnrétti er eitthvað sem við þurfum alltaf að standa fyrir í öllum aðstæðum. Til dæmis þegar við veljum hvaða orð við notum og hverju við hlæjum að og hverju ekki. Jafnrétti er ákvörðun. Ákvörðun sem við þurfum öll að taka alltaf til að því sé náð. Á meðan einstaklingar í valdamiklum stöðum, hvort sem það eru stjórnmálamenn, áhrifavaldar eða fjölmiðlafólk, leyfa sér að tala niður til ákveðinna hópa, erum við langt frá því að ná jafnrétti. Hatursorðræða og niðurlægjandi ummæli eru ekki bara skaðleg – þau eru ofbeldi. Ofbeldi sem eykur bilið á milli fólks og viðheldur ójöfnuði. Það er ekki nóg að taka afstöðu gegn ofbeldi án þess að taka líka afstöðu fyrir jafnrétti. Þessi tvö fyrirbæri eru órjúfanlega tengd; þar sem ójafnrétti ríkir, þar blómstrar ofbeldi. Hatursorðræða og niðurlægjandi ummæli eru ekki bara að ýta undir ójafnrétti heldur er það líka ofbeldi. Stundum er eins og fólk eigi auðveldara með að taka afstöðu gegn ofbeldi en að taka afstöðu með jafnrétti. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að það er mikil tenging á milli ójafnréttis og ofbeldis og annað ýtir undir hitt. Við ættum því að temja okkur að tala jafn mikið með jafnrétti eins og við tölum gegn ofbeldi. Jafnrétti er ekki bara dýrmætt, það er nauðsynlegt. Það er líka viðkvæmt og krefst órofa meðvitundar okkar allra. Við þurfum að velja jafnrétti meðvitað aftur og aftur, dag eftir dag, þangað til það verður náttúrulegur hluti af samfélagi okkar – innbyggt í orðræðuna, gjörðirnar og ákvarðanirnar. Heimur sem velur jafnrétti er ekki bara réttlátur – hann er líka öruggari, betri og fallegri fyrir okkur öll. Við berum öll ábyrgð á því að skapa þann heim. Það byrjar hjá okkur sjálfum. Höfundar sitja í ungmennaráði UN Women. Ráðið skipa Védís Drótt Cortez, Agnes Brynjarsdóttir, Vigdís Kristín Rohleder, Embla Bachmann og Eygló Ruth Rohleder. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun