Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. desember 2024 20:00 Hulda Vilhjálmsdóttir myndlistakona hleypti fréttamönnum Stöðvar 2 inn á vinnustofu sína á Granda þar sem hún var opin og einlæg í viðtali um listamannalaun. vísir/sigurjón Myndlistarkona varð fyrir áfalli á dögunum þegar henni var synjað um listamannalaun. Hún segir næstu mánuði munu einkennast af afkomukvíða. Hún ákvað að tala hreint út um málið fyrir aðra í sömu stöðu en líka fyrir dóttur sína sem hyggur á listnám. Hulda Vilhjálmsdóttir er mikilsvirt myndlistakona sem hefur verið tilnefnd til fjölda verðlauna. Hulda er fjögurra barna móðir en hún hefur allt frá 1990 þjálfað sig markvisst í myndlist. Hún hefur, allt þar til fyrir nokkrum árum, átt erfitt með að meta sjálfa sig sem listakonu þrátt fyrir að hún hafi alltaf málað. Henni var hafnað um listamannalaun á dögunum eins og fleiri listamönnum líkt og Vísir hefur fjallað um undanfarna daga. „Kannski þegar maður er móðir þá finnst manni maður ekki vera alveg fullur þegn í listinni en ég hef fengið þrisvar sinnum þrjá mánuði og einu sinni sex mánuði þannig að núna sótti ég um og ég var svo viss um að ég fengi laun því ég var búin leggja alla þessa vinnu bara frá því ég var barn. […] og ég er að vinna í góðum sýningum.“ En í janúar verður sett upp stór sýning með Huldu á Listasafni Akureyrar og svo önnur stór sýning í Vínarborg seinna á árinu. Þá tekur hún þátt í fjölmörgum samsýningum. Hulda er mikilsvirt myndlistakona og hefur verið tilnefnd til fjölda verðlauna á sínum ferli.Vísir/Sigurjón „Þannig að ég var svolítið svekkt að fá nei, mér fannst ég vera alvöru listamaður og mér fannst ég hafa staðið mig og ætti það skilið að fá bara 12 mánuði. Ég var svolítið niðurbrotin, ég var búin að leggja mikla peninga í þessa sýningu á Akureyri svo þetta var sjokk fyrir mig.“ Hulda segist ekki biðja um mikið, bara nóg til að hún geti haldið áfram í myndlistinni. Nú blasi við afkomuótti sem hún vill ekki að dóttir sín upplifi. „Mér finnst ég þurfa að tjá mig, fyrir dóttur mína sem langar að fara í listnám og fyrir ungt fólk. Við eigum að styðja við nýsköpun. Það er fjárfesting. Við vitum ekkert hvað við fáum að lifa lengi.“ Hulda vill búa listamönnum framtíðarinnar betra líf. „Þú hringir í mig og ég þakka þér fyrir að bjóða mér að tala. Fyrir tíu árum hefði ég grátið bara og spurt mig: „Hvað er ég að gera, til hvers og fyrir hvern? En köllunin er mikið andleg.“ Það getur enginn tekið hana frá þér. „Það getur enginn tekið hana frá mér og það er það dýrmætasta.“ Listamannalaun Menning Myndlist Tengdar fréttir Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu „Mér hefur verið hafnað sem rithöfundi, af stjórn listamannalauna, í 33 ár þrátt fyrir að hafa 9 sinnum hlotið bókmenntaverðlaun. Og notið vinsælda. Höfnunin er mér hvatning, enda er ég keppnismaður. Enginn brotsjór.“ 3. desember 2024 18:17 „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Umsækjendur um ritlaun hafa fengið svar frá stjórn listamannalauna um hvort þeir fái laun eða ekki en allur listinn verður birtur á fimmtudag. Formaður Rithöfundasambands Íslands segir að það sé fullkomlega galin fjárhagsleg ákvörðun að gerast rithöfundur á Íslandi í núverandi kerfi. Á örmarkaði og með örtungu þurfi að fjárfesta betur í rithöfundum. 3. desember 2024 12:58 „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Umsækjendur um ritlaun hafa fengið svar frá stjórn listamannalauna um hvort þeir fái laun eða ekki en allur listinn verður birtur á fimmtudag. Formaður Rithöfundasambands Íslands segir að það sé fullkomlega galin fjárhagsleg ákvörðun að gerast rithöfundur á Íslandi í núverandi kerfi. Á örmarkaði og með örtungu þurfi að fjárfesta betur í rithöfundum. 3. desember 2024 12:58 Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Menningarmálaráðuneytið mun ekki gefa út um formlega úthlutun listamannalauna 2025 fyrr en næstkomandi fimmtudag. En bréf hafa hins vegar verið send til umsækjenda – hvort þeir hafi fengið eða ekki. 3. desember 2024 11:00 Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Sjá meira
Hulda Vilhjálmsdóttir er mikilsvirt myndlistakona sem hefur verið tilnefnd til fjölda verðlauna. Hulda er fjögurra barna móðir en hún hefur allt frá 1990 þjálfað sig markvisst í myndlist. Hún hefur, allt þar til fyrir nokkrum árum, átt erfitt með að meta sjálfa sig sem listakonu þrátt fyrir að hún hafi alltaf málað. Henni var hafnað um listamannalaun á dögunum eins og fleiri listamönnum líkt og Vísir hefur fjallað um undanfarna daga. „Kannski þegar maður er móðir þá finnst manni maður ekki vera alveg fullur þegn í listinni en ég hef fengið þrisvar sinnum þrjá mánuði og einu sinni sex mánuði þannig að núna sótti ég um og ég var svo viss um að ég fengi laun því ég var búin leggja alla þessa vinnu bara frá því ég var barn. […] og ég er að vinna í góðum sýningum.“ En í janúar verður sett upp stór sýning með Huldu á Listasafni Akureyrar og svo önnur stór sýning í Vínarborg seinna á árinu. Þá tekur hún þátt í fjölmörgum samsýningum. Hulda er mikilsvirt myndlistakona og hefur verið tilnefnd til fjölda verðlauna á sínum ferli.Vísir/Sigurjón „Þannig að ég var svolítið svekkt að fá nei, mér fannst ég vera alvöru listamaður og mér fannst ég hafa staðið mig og ætti það skilið að fá bara 12 mánuði. Ég var svolítið niðurbrotin, ég var búin að leggja mikla peninga í þessa sýningu á Akureyri svo þetta var sjokk fyrir mig.“ Hulda segist ekki biðja um mikið, bara nóg til að hún geti haldið áfram í myndlistinni. Nú blasi við afkomuótti sem hún vill ekki að dóttir sín upplifi. „Mér finnst ég þurfa að tjá mig, fyrir dóttur mína sem langar að fara í listnám og fyrir ungt fólk. Við eigum að styðja við nýsköpun. Það er fjárfesting. Við vitum ekkert hvað við fáum að lifa lengi.“ Hulda vill búa listamönnum framtíðarinnar betra líf. „Þú hringir í mig og ég þakka þér fyrir að bjóða mér að tala. Fyrir tíu árum hefði ég grátið bara og spurt mig: „Hvað er ég að gera, til hvers og fyrir hvern? En köllunin er mikið andleg.“ Það getur enginn tekið hana frá þér. „Það getur enginn tekið hana frá mér og það er það dýrmætasta.“
Listamannalaun Menning Myndlist Tengdar fréttir Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu „Mér hefur verið hafnað sem rithöfundi, af stjórn listamannalauna, í 33 ár þrátt fyrir að hafa 9 sinnum hlotið bókmenntaverðlaun. Og notið vinsælda. Höfnunin er mér hvatning, enda er ég keppnismaður. Enginn brotsjór.“ 3. desember 2024 18:17 „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Umsækjendur um ritlaun hafa fengið svar frá stjórn listamannalauna um hvort þeir fái laun eða ekki en allur listinn verður birtur á fimmtudag. Formaður Rithöfundasambands Íslands segir að það sé fullkomlega galin fjárhagsleg ákvörðun að gerast rithöfundur á Íslandi í núverandi kerfi. Á örmarkaði og með örtungu þurfi að fjárfesta betur í rithöfundum. 3. desember 2024 12:58 „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Umsækjendur um ritlaun hafa fengið svar frá stjórn listamannalauna um hvort þeir fái laun eða ekki en allur listinn verður birtur á fimmtudag. Formaður Rithöfundasambands Íslands segir að það sé fullkomlega galin fjárhagsleg ákvörðun að gerast rithöfundur á Íslandi í núverandi kerfi. Á örmarkaði og með örtungu þurfi að fjárfesta betur í rithöfundum. 3. desember 2024 12:58 Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Menningarmálaráðuneytið mun ekki gefa út um formlega úthlutun listamannalauna 2025 fyrr en næstkomandi fimmtudag. En bréf hafa hins vegar verið send til umsækjenda – hvort þeir hafi fengið eða ekki. 3. desember 2024 11:00 Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Sjá meira
Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu „Mér hefur verið hafnað sem rithöfundi, af stjórn listamannalauna, í 33 ár þrátt fyrir að hafa 9 sinnum hlotið bókmenntaverðlaun. Og notið vinsælda. Höfnunin er mér hvatning, enda er ég keppnismaður. Enginn brotsjór.“ 3. desember 2024 18:17
„Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Umsækjendur um ritlaun hafa fengið svar frá stjórn listamannalauna um hvort þeir fái laun eða ekki en allur listinn verður birtur á fimmtudag. Formaður Rithöfundasambands Íslands segir að það sé fullkomlega galin fjárhagsleg ákvörðun að gerast rithöfundur á Íslandi í núverandi kerfi. Á örmarkaði og með örtungu þurfi að fjárfesta betur í rithöfundum. 3. desember 2024 12:58
„Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Umsækjendur um ritlaun hafa fengið svar frá stjórn listamannalauna um hvort þeir fái laun eða ekki en allur listinn verður birtur á fimmtudag. Formaður Rithöfundasambands Íslands segir að það sé fullkomlega galin fjárhagsleg ákvörðun að gerast rithöfundur á Íslandi í núverandi kerfi. Á örmarkaði og með örtungu þurfi að fjárfesta betur í rithöfundum. 3. desember 2024 12:58
Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Menningarmálaráðuneytið mun ekki gefa út um formlega úthlutun listamannalauna 2025 fyrr en næstkomandi fimmtudag. En bréf hafa hins vegar verið send til umsækjenda – hvort þeir hafi fengið eða ekki. 3. desember 2024 11:00