Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.
Í yfirlýsingunni, sem birt var klukkan 8:30 í morgun, sagði að fjármálakerfið hér á landi stæði traustum fótum og væri eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun gott. Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa gæti skapað áskoranir fyrir fjármálakerfið á næstu misserum og þá væru einnig viðsjárverðir tímar á alþjóðavettvangi sem gætu haft ófyrirséð áhrif.
Nánar má lesa um yfirlýsinguna hér en fylgjast má með fundinum í spilaranum að neðan.