Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2024 09:36 Perla Ruth Albertsdóttir fagnar einu marka sinna á EM en hún varð markahæsti leikmaður íslenska liðsins á mótinu með 21 mark í þremur leikjum. Getty/Henk Seppen Íslenska kvennalandsliðið í handbolta endaði í sextánda sæti á EM og á fyrir vikið meiri möguleika á því að komast inn á þriðja stórmótið sitt í röð. Ísland verður nefnilega í efri styrkleikaflokki þegar dregið verið í umspil um sæti á næsta HM en þar munu 22 þjóðir keppa um ellefu laus sæti á næsta heimsmeistaramóti. Íslensku stelpurnar losna þar með við það að spila við bestu þjóðirnar í Evrópu sem eru í efri styrkleikaflokknum með Íslandi. Þessu náðu stelpurnar okkar með því að tryggja sér sextánda sætið á Evrópumótinu en liðið lauk keppni í gær. Stelpurnar komust ekki í milliriðil en sögulegi sigurinn á Úkraínu vóg þungt þegar upp var staðið. Það eru því auknar líkur á því að íslenska liðinu takist að tryggja sér sæti á næsta heimsmeistaramóti sem fer fram í Þýskalandi og Hollandi frá 27. nóvember til 14. desember 2025. Það mun koma í ljós sunnudaginn 15. desember næstkomandi hver mótherji íslenska liðsins verður en þá verður dregið í umspilið í Vínarborg. Þetta verður í fyrsta sinn sem Ísland á sæti í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspilsleiki HM. Færeyingar eru í efri flokknum en þeir hreppa síðasta sætið af efstu ellefu. Færeysku stelpurnar enduðu í sautjánda sæti á EM sem var fyrsta stórmót þeirra frá upphafi. Ísland er öruggt með að mæta ekki þeim þjóðum sem komust í milliriðlana á Evrópumótinu. Þær þjóðir sem voru næstar því að komast í efri styrkleikaflokkinn voru Norður-Makedónía, Króatía, Tyrkland, Serbía, Portúgal, Úkraína og Slóvakía en ein af þeim verður mögulega mótherji íslenska liðsins í vor. Ísrael, Kósóvó, Litháen og Ítalía eru hinar þjóðirnar sem íslenska liðið getur mætt. Íslenska liðið var með á síðasta heimsmeistaramóti í fyrra, þær voru svo með á Evrópumótinu í ár og gæti því farið inn á sitt þriðja stórmót í röð klári stelpurnar þessa mikilvægu umspilsleiki. EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Íslenska kvennalandsliðið hefur lokið leik á EM eftir að hafa lent á þýskum varnarmúr í kvöld. Kaflaskiptu móti lokið en vegferðin fræga heldur áfram. 3. desember 2024 22:46 „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Líkt og aðrir leikmenn íslenska landsliðsins var Steinunn Björnsdóttir svekkt með leik liðsins í kvöld gegn sterku liði Þýskalands. Tapaðist leikurinn með ellefu mörkum þar sem Steinunn fékk úr litlu úr að moða á línunni. 3. desember 2024 22:20 Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði Elín Rósa Magnúsdóttir var að vonum svekkt eftir að íslenska landsliðið féll úr leik í kvöld gegn Þýskalandi. Lokatölur 19-30, en Elín Rósa lítur þó björtum augum á mótið í heild og á framtíð landsliðsins. 3. desember 2024 21:53 „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd. Þessu greindi hún frá í samtali við íþróttadeild. 3. desember 2024 21:33 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Sjá meira
Ísland verður nefnilega í efri styrkleikaflokki þegar dregið verið í umspil um sæti á næsta HM en þar munu 22 þjóðir keppa um ellefu laus sæti á næsta heimsmeistaramóti. Íslensku stelpurnar losna þar með við það að spila við bestu þjóðirnar í Evrópu sem eru í efri styrkleikaflokknum með Íslandi. Þessu náðu stelpurnar okkar með því að tryggja sér sextánda sætið á Evrópumótinu en liðið lauk keppni í gær. Stelpurnar komust ekki í milliriðil en sögulegi sigurinn á Úkraínu vóg þungt þegar upp var staðið. Það eru því auknar líkur á því að íslenska liðinu takist að tryggja sér sæti á næsta heimsmeistaramóti sem fer fram í Þýskalandi og Hollandi frá 27. nóvember til 14. desember 2025. Það mun koma í ljós sunnudaginn 15. desember næstkomandi hver mótherji íslenska liðsins verður en þá verður dregið í umspilið í Vínarborg. Þetta verður í fyrsta sinn sem Ísland á sæti í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspilsleiki HM. Færeyingar eru í efri flokknum en þeir hreppa síðasta sætið af efstu ellefu. Færeysku stelpurnar enduðu í sautjánda sæti á EM sem var fyrsta stórmót þeirra frá upphafi. Ísland er öruggt með að mæta ekki þeim þjóðum sem komust í milliriðlana á Evrópumótinu. Þær þjóðir sem voru næstar því að komast í efri styrkleikaflokkinn voru Norður-Makedónía, Króatía, Tyrkland, Serbía, Portúgal, Úkraína og Slóvakía en ein af þeim verður mögulega mótherji íslenska liðsins í vor. Ísrael, Kósóvó, Litháen og Ítalía eru hinar þjóðirnar sem íslenska liðið getur mætt. Íslenska liðið var með á síðasta heimsmeistaramóti í fyrra, þær voru svo með á Evrópumótinu í ár og gæti því farið inn á sitt þriðja stórmót í röð klári stelpurnar þessa mikilvægu umspilsleiki.
EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Íslenska kvennalandsliðið hefur lokið leik á EM eftir að hafa lent á þýskum varnarmúr í kvöld. Kaflaskiptu móti lokið en vegferðin fræga heldur áfram. 3. desember 2024 22:46 „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Líkt og aðrir leikmenn íslenska landsliðsins var Steinunn Björnsdóttir svekkt með leik liðsins í kvöld gegn sterku liði Þýskalands. Tapaðist leikurinn með ellefu mörkum þar sem Steinunn fékk úr litlu úr að moða á línunni. 3. desember 2024 22:20 Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði Elín Rósa Magnúsdóttir var að vonum svekkt eftir að íslenska landsliðið féll úr leik í kvöld gegn Þýskalandi. Lokatölur 19-30, en Elín Rósa lítur þó björtum augum á mótið í heild og á framtíð landsliðsins. 3. desember 2024 21:53 „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd. Þessu greindi hún frá í samtali við íþróttadeild. 3. desember 2024 21:33 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Sjá meira
Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Íslenska kvennalandsliðið hefur lokið leik á EM eftir að hafa lent á þýskum varnarmúr í kvöld. Kaflaskiptu móti lokið en vegferðin fræga heldur áfram. 3. desember 2024 22:46
„Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Líkt og aðrir leikmenn íslenska landsliðsins var Steinunn Björnsdóttir svekkt með leik liðsins í kvöld gegn sterku liði Þýskalands. Tapaðist leikurinn með ellefu mörkum þar sem Steinunn fékk úr litlu úr að moða á línunni. 3. desember 2024 22:20
Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði Elín Rósa Magnúsdóttir var að vonum svekkt eftir að íslenska landsliðið féll úr leik í kvöld gegn Þýskalandi. Lokatölur 19-30, en Elín Rósa lítur þó björtum augum á mótið í heild og á framtíð landsliðsins. 3. desember 2024 21:53
„Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd. Þessu greindi hún frá í samtali við íþróttadeild. 3. desember 2024 21:33
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn