Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Sindri Sverrisson skrifar 4. desember 2024 13:02 Perla Ruth Albertsdóttir var markahæst Íslands á EM. Getty/Christina Pahnke Perla Ruth Albertsdóttir var ein af markahæstu leikmönnum allrar riðlakeppninnar á EM í handbolta, og hún skoraði úr flestum vítum allra í þeim hluta mótsins. Riðlakeppninni lauk í gær og þar með lauk einnig þátttöku Íslands sem tapaði fyrir Þýskalandi og komst því ekki áfram í milliriðla. Liðin 24 á mótinu hafa þar með leikið þrjá leiki hvert um sig en nú hefur helmingur þeirra lokið keppni og hin tólf skiptast í tvo sex liða milliriðla. Í riðlakeppninni skoraði Perla 21 mark úr 26 skotum, og var því með tæplega 81% nýtingu. Það er jafnframt besta nýtingin á meðal tuttugu markahæstu leikmanna mótsins til þessa. Aðeins þrír leikmenn hafa skorað fleiri mörk en Perla, en markahæst er Stanko Tjasa frá Slóveníu með 24 mörk. Hún er með 68,6% nýtingu. Durdina Jaukovic frá Svartfjallalandi hefur skorað 23 mörk og Nathalie Hagman frá Svíþjóð hefur skorað 22 mörk. Perla Rut Albertsdóttir var afar örugg á vítalínunni fyrir Ísland.Getty/Marco Wolf Þrír leikmenn eru svo jafnir Perlu í 4. sætinu en það eru Tabea Schmid frá Sviss, Pernille Brandenborg frá Færeyjum og Andjela Janjusevic frá Serbíu. Perla var eins og fyrr segir öryggið uppmálað á vítalínunni og hún skoraði þar flest mörk allra eða tólf, úr aðeins þrettán tilraunum. Byrjaði sautján ára í handbolta Eins og fram kom í viðtali við Perlu á RÚV var þessi kraftmikla hornakona orðin 17 ára þegar hún byrjaði að æfa handbolta. Hún er úr Hrútafirði en flutti á Selfoss eftir að hafa kynnst ástinni sinni á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Maðurinn hennar er Örn Þrastarson, handboltaþjálfari og nú íþróttastjóri Selfoss, sem þjálfaði Perlu. Örn er eldri bróðir Hauks Þrastarsonar landsliðsmanns, Hrafnhildar Hönnu fyrrverandi landsliðskonu, og Huldu Dísar sem er liðsfélagi Perlu hjá Selfossi. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Sjá meira
Riðlakeppninni lauk í gær og þar með lauk einnig þátttöku Íslands sem tapaði fyrir Þýskalandi og komst því ekki áfram í milliriðla. Liðin 24 á mótinu hafa þar með leikið þrjá leiki hvert um sig en nú hefur helmingur þeirra lokið keppni og hin tólf skiptast í tvo sex liða milliriðla. Í riðlakeppninni skoraði Perla 21 mark úr 26 skotum, og var því með tæplega 81% nýtingu. Það er jafnframt besta nýtingin á meðal tuttugu markahæstu leikmanna mótsins til þessa. Aðeins þrír leikmenn hafa skorað fleiri mörk en Perla, en markahæst er Stanko Tjasa frá Slóveníu með 24 mörk. Hún er með 68,6% nýtingu. Durdina Jaukovic frá Svartfjallalandi hefur skorað 23 mörk og Nathalie Hagman frá Svíþjóð hefur skorað 22 mörk. Perla Rut Albertsdóttir var afar örugg á vítalínunni fyrir Ísland.Getty/Marco Wolf Þrír leikmenn eru svo jafnir Perlu í 4. sætinu en það eru Tabea Schmid frá Sviss, Pernille Brandenborg frá Færeyjum og Andjela Janjusevic frá Serbíu. Perla var eins og fyrr segir öryggið uppmálað á vítalínunni og hún skoraði þar flest mörk allra eða tólf, úr aðeins þrettán tilraunum. Byrjaði sautján ára í handbolta Eins og fram kom í viðtali við Perlu á RÚV var þessi kraftmikla hornakona orðin 17 ára þegar hún byrjaði að æfa handbolta. Hún er úr Hrútafirði en flutti á Selfoss eftir að hafa kynnst ástinni sinni á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Maðurinn hennar er Örn Þrastarson, handboltaþjálfari og nú íþróttastjóri Selfoss, sem þjálfaði Perlu. Örn er eldri bróðir Hauks Þrastarsonar landsliðsmanns, Hrafnhildar Hönnu fyrrverandi landsliðskonu, og Huldu Dísar sem er liðsfélagi Perlu hjá Selfossi.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Sjá meira