Flatur strúktúr gekk ekki upp Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2024 13:57 Ný stjórn WIFT á Íslandi. WIFT á Íslandi María Sigríður Halldórsdóttir hefur tekið formennsku WIFT á Íslandi eftir að stjórnin starfaði með flötum strúktúr án formanns í eitt ár. Fyrirkomulagið þótti ekki ganga upp. WIFT er alþjóðlegt félag kvenna í kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð og myndbandsmiðlum, hvort sem það er bak við myndavélina eða fyrir framan hana. WIFT á Ísland var stofnað árið 2006 og er ekki rekið í hagnaðarskyni. „Í félaginu eru einstaklingar sem eru með ástríðu fyrir faginu og vill WIFT leggja áherslu á þátttöku og valdeflingu meðlima á öllum stigum ferils þeirra innan fagsins. WIFT vilja styðja við konur og kvár í kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð á Íslandi og hvetjum öll að ganga í félagið,“ segir í tilkynningu. „Markmið WIFT er að íslensk kvikmynda-og sjónvarpsgerð, bæði fyrir framan og aftan myndavélina endurspegli samfélagið okkar með öllum sínum fjölbreytileika. Það mun veita sterkari frásagnir ásamt fjölbreytt blæbrigði í sjónarhornum, hvetjandi fyrirmyndir og eflir lýðræði og samheldni í samfélaginu okkar. WIFT á Íslandi vill skapa samfélag þar sem er sanngjarnt og aðgengilegt fyrir öll.“ Á aðalfundi WIFT á Íslandi þann 15. nóvember síðastliðinn var María Sigríður kjörin formaður. Aðrir í stjórn eru gjaldkerinn Ylfa Þöll Ólafsdóttir, stjórnarmeðlimirnir Ingibjörg Jenný Jóhannesdóttir, Ágústa Margrét Jóhannsdóttir, Lína Thoroddsen og Ríkey Konráðs, og varakonurnar Guðrún Daníelsdóttir og Rebekka A. Ingimundardóttir. „Í lok síðasta árs kynnti WIFT á Íslandi nýja stjórn með flötum strúktúr sem tilraun til eins árs. Tilraunin var að hafa ekki einn formann heldur stjórn með forystu sem starfar sem ein heild. Þetta stjórnarform náði ekki tilætluðum árangri.“ Á aðalfundinum var einnig farið yfir síðasta starfsár WIFT. Í samstarfi við Stockfish Film Festival var WIFT móttaka í Bíó Paradís. Fólki af öllum „kynjum var boðið að koma til þess að skála fyrir 18 ára starfsemi WIFT á Íslandi og virkja tengslanet sín. „Viðburðurinn gekk vonum framar og var betri mæting en von var um. WIFT varð aðstandandi Kvennaárs 2025 en aðstandendur Kvennaárs 2025 eru á fjórða tug samtaka femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks. Tilgangur þess er að leggja fram og fylgja eftir kröfum í þremur flokkum um launajafnrétti, ólaunaða vinnu og kynbundið ofbeldi, ásamt því að flétta saman baráttu fjölbreyttra félaga. WIFT er búið að skuldbinda sig til þess að taka þátt í dagskrá Kvennaárs 2025 með einhverjum hætti, með viðburði eða herferð á næsta ári undir formerkjum Kvennaárs ásamt því að vera með fulltrúa í stjórn Kvennaárs,“ segir í tilkynningu. Stjórn WIFT á Íslandi sendi frá sér eftirfarandi grein en hún var einnig send inn sem athugasemd við fjárlagafrumvarpið og bréf til Lilju Alfreðsdóttur. „Það má nefna að á aðalfundi fögnuðu fundargestir því að breytingu á niðurskurð á fjárlögum til kvikmyndasjóðs og var rætt hvort greinin og athugasemdir um niðurskurð haft áhrif.“ Kvikmyndagerð á Íslandi Jafnréttismál Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
WIFT er alþjóðlegt félag kvenna í kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð og myndbandsmiðlum, hvort sem það er bak við myndavélina eða fyrir framan hana. WIFT á Ísland var stofnað árið 2006 og er ekki rekið í hagnaðarskyni. „Í félaginu eru einstaklingar sem eru með ástríðu fyrir faginu og vill WIFT leggja áherslu á þátttöku og valdeflingu meðlima á öllum stigum ferils þeirra innan fagsins. WIFT vilja styðja við konur og kvár í kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð á Íslandi og hvetjum öll að ganga í félagið,“ segir í tilkynningu. „Markmið WIFT er að íslensk kvikmynda-og sjónvarpsgerð, bæði fyrir framan og aftan myndavélina endurspegli samfélagið okkar með öllum sínum fjölbreytileika. Það mun veita sterkari frásagnir ásamt fjölbreytt blæbrigði í sjónarhornum, hvetjandi fyrirmyndir og eflir lýðræði og samheldni í samfélaginu okkar. WIFT á Íslandi vill skapa samfélag þar sem er sanngjarnt og aðgengilegt fyrir öll.“ Á aðalfundi WIFT á Íslandi þann 15. nóvember síðastliðinn var María Sigríður kjörin formaður. Aðrir í stjórn eru gjaldkerinn Ylfa Þöll Ólafsdóttir, stjórnarmeðlimirnir Ingibjörg Jenný Jóhannesdóttir, Ágústa Margrét Jóhannsdóttir, Lína Thoroddsen og Ríkey Konráðs, og varakonurnar Guðrún Daníelsdóttir og Rebekka A. Ingimundardóttir. „Í lok síðasta árs kynnti WIFT á Íslandi nýja stjórn með flötum strúktúr sem tilraun til eins árs. Tilraunin var að hafa ekki einn formann heldur stjórn með forystu sem starfar sem ein heild. Þetta stjórnarform náði ekki tilætluðum árangri.“ Á aðalfundinum var einnig farið yfir síðasta starfsár WIFT. Í samstarfi við Stockfish Film Festival var WIFT móttaka í Bíó Paradís. Fólki af öllum „kynjum var boðið að koma til þess að skála fyrir 18 ára starfsemi WIFT á Íslandi og virkja tengslanet sín. „Viðburðurinn gekk vonum framar og var betri mæting en von var um. WIFT varð aðstandandi Kvennaárs 2025 en aðstandendur Kvennaárs 2025 eru á fjórða tug samtaka femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks. Tilgangur þess er að leggja fram og fylgja eftir kröfum í þremur flokkum um launajafnrétti, ólaunaða vinnu og kynbundið ofbeldi, ásamt því að flétta saman baráttu fjölbreyttra félaga. WIFT er búið að skuldbinda sig til þess að taka þátt í dagskrá Kvennaárs 2025 með einhverjum hætti, með viðburði eða herferð á næsta ári undir formerkjum Kvennaárs ásamt því að vera með fulltrúa í stjórn Kvennaárs,“ segir í tilkynningu. Stjórn WIFT á Íslandi sendi frá sér eftirfarandi grein en hún var einnig send inn sem athugasemd við fjárlagafrumvarpið og bréf til Lilju Alfreðsdóttur. „Það má nefna að á aðalfundi fögnuðu fundargestir því að breytingu á niðurskurð á fjárlögum til kvikmyndasjóðs og var rætt hvort greinin og athugasemdir um niðurskurð haft áhrif.“
Kvikmyndagerð á Íslandi Jafnréttismál Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira