Starfskona í frystihúsi greiðir þrefalt hærri vexti en eigandi frystihússins Heimir Már Pétursson skrifar 5. desember 2024 12:20 Þorsteinn Pálsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eru bjartsýn á að Samfylkingunni, Viðreisn og Flokki fólksins takist að mynda saman ríkisstjórn. Stöð 2/Einar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og einn stofnenda Viðreisnar eru bjartsýn á að flokkunum takist að mynda ríkisstjórn með Flokki fólksins. Eftir kosningarnar blasti við gjörbreytt staða á Alþingi sem staðfesti breytingar á íslenska flokkakerfinu. Í Samtalinu með Heimi Má strax að loknum fréttum og Íslandi í dag ræða þau meðal annars nauðsyn þess að ný stjórn setji evrópumálin í ferli. Þorsteinn segir stöðu efnahagsmála mun verri en fráfarandi ríkisstjórn hafi látið í veðri vaka. Aðild að Evrópusambandinu yrði liður í að leiðrétta mikið kerfisvandamál á Íslandi þar sem eyða þyrfti stórum fjármunum til að halda uppi gengi krónunnar. „Vextir verða að vera mun hærri hér en í grannlöndunum til að halda uppi gengi krónunnar. Það veldur ekki bara erfiðleikum hjá þeim sem þurfa að borga þessa vexti, það veldur líka miklu misrétti í samfélaginu,“ segir Þorsteinn og ber saman kjör almennings á innlendum lánamarkaði og fyrirtækja í sjávarútvegi sem geri upp í evrum. „Verkakona í frystihúsi þarf að borga þrefalt hærri vexti af íbúðinni sinni en en eigandi frystihússins þegar hann fjárfestir. Það er tímaspursmál hversu lengi þjóðin þolir þessa mismunun,“ sagði Þorsteinn í Samtalinu. Ingibjörg Sólrún sagði mikilvægt að hefja skipulagða umræðu um evrópumálin áður en farið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um að taka aðildarviðræðurnar upp að nýju. Aðild myndi hins vegar verða lyftistöng fyrir samfélagið. „Því skyldi aðild að Evrópusambandinu ekki verða lyftistöng fyrir íslenskt samfélag rétt eins og fyrir önnur samfélög sem hafa gengið í Evrópusambandið? Það hefur verið lyftistöng fyrir þau öll. Við skulum ekki horfa framhjá því. Ekki ætla ég að fara að líkja Íslandi saman við lönd austur Evrópu en það er nú þar sem átakapunkturinn er. Hvort sem það var Úkraína eða Georgía núna. Það er af því að þau líta til Evrópu og bera sig saman við ríki sem eru við hliðina sem hafa auðvitað hagnast mjög mikið af evrópusambandsaðild,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í Samtalinu. Hér má sjá Samtalið í heild sinni: Samtalið Alþingiskosningar 2024 Evrópusambandið Efnahagsmál Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Sjá meira
Í Samtalinu með Heimi Má strax að loknum fréttum og Íslandi í dag ræða þau meðal annars nauðsyn þess að ný stjórn setji evrópumálin í ferli. Þorsteinn segir stöðu efnahagsmála mun verri en fráfarandi ríkisstjórn hafi látið í veðri vaka. Aðild að Evrópusambandinu yrði liður í að leiðrétta mikið kerfisvandamál á Íslandi þar sem eyða þyrfti stórum fjármunum til að halda uppi gengi krónunnar. „Vextir verða að vera mun hærri hér en í grannlöndunum til að halda uppi gengi krónunnar. Það veldur ekki bara erfiðleikum hjá þeim sem þurfa að borga þessa vexti, það veldur líka miklu misrétti í samfélaginu,“ segir Þorsteinn og ber saman kjör almennings á innlendum lánamarkaði og fyrirtækja í sjávarútvegi sem geri upp í evrum. „Verkakona í frystihúsi þarf að borga þrefalt hærri vexti af íbúðinni sinni en en eigandi frystihússins þegar hann fjárfestir. Það er tímaspursmál hversu lengi þjóðin þolir þessa mismunun,“ sagði Þorsteinn í Samtalinu. Ingibjörg Sólrún sagði mikilvægt að hefja skipulagða umræðu um evrópumálin áður en farið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um að taka aðildarviðræðurnar upp að nýju. Aðild myndi hins vegar verða lyftistöng fyrir samfélagið. „Því skyldi aðild að Evrópusambandinu ekki verða lyftistöng fyrir íslenskt samfélag rétt eins og fyrir önnur samfélög sem hafa gengið í Evrópusambandið? Það hefur verið lyftistöng fyrir þau öll. Við skulum ekki horfa framhjá því. Ekki ætla ég að fara að líkja Íslandi saman við lönd austur Evrópu en það er nú þar sem átakapunkturinn er. Hvort sem það var Úkraína eða Georgía núna. Það er af því að þau líta til Evrópu og bera sig saman við ríki sem eru við hliðina sem hafa auðvitað hagnast mjög mikið af evrópusambandsaðild,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í Samtalinu. Hér má sjá Samtalið í heild sinni:
Samtalið Alþingiskosningar 2024 Evrópusambandið Efnahagsmál Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Sjá meira