Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2024 17:52 Nýjar myndir af manni sem talinn er vera morðinginn voru birtar í dag. Lögreglan í New York Maðurinn sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á götum New York í gær, er sagður hafa skilið eftir skilaboð á patrónum, eða skothylkjum, skota sem hann skaut Brian Thompson með. Þá hafa verið birtar nýjar myndir af manninum, þær fyrstu þar sem andlit hans sést, en maðurinn gengur enn laus. Thompson var skotinn til bana fyrir utan hótel á Manhattan í gær, þar sem hann var að halda árlega fjárfestaráðstefnu. Svo virðist sem morðinginn hafi beðið sérstaklega eftir Thompson og skaut hann í bakið með skammbyssu með hljóðdeyfi. Morðið náðist á mynd úr öryggismyndavél og sést þar hvernig byssan stóð á sér milli skota og að launmorðinginn brást mjög hratt við því. Sagt var frá því í dag að morðinginn hefði skrifað á patrónur sem urðu eftir á vettvangi morðsins. Á meðal þess sem hann hafði skrifað voru orðin „Defend“, „delay“ og „deny“ eða „Verja“, „tefja“ og „neita“. Í grein New York Times segir mögulegt að með því sé morðinginn að vísa til þess hvernig tryggingafélög eiga það til að reyna að komast hjá því að greiða veiku fólki út sjúkratryggingar. Fyrirtækið UnitedHealthcare, sem Thompson stýrði, hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir slíka háttsemi á undanförnum árum. Sagt var frá því í gær að Thompson hefði borist nokkrar hótanir að undanförnu en hversu alvarlegar þær voru liggur ekki fyrir. Thompson sjálfur var ekki með nokkurs konar öryggisgæslu. Var á gistiheimili Nýju myndirnar af manninum sem birtar voru í dag voru teknar á gistiheimili þar sem maðurinn er talinn hafa gist í aðdraganda morðsins. Ekki er vitað hvað hann heitir en NYT segir rannsakendur hafa nokkrar vísbendingar til að rannsaka. Eric Adams, umdeildur borgarstjóri New York, sagði í dag að lögreglan væri á réttri slóð og að morðinginn yrði handsamaður. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Tengdar fréttir Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Lögreglan í New York-borg í Bandaríkjunum leitar enn logandi ljósi að vísbendingum um mann sem skaut annan til bana fyrir utan hótel á Manhattan í gær. 5. desember 2024 06:33 Launmorð á götum New York Umfangsmikil leit stendur yfir í New York í Bandaríkjunum að manni sem skaut mann til bana fyrir utan hótel á Manhattan. Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, var skotinn ítrekað þar sem hann var að halda fjárfestaráðstefnu. 4. desember 2024 17:50 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Thompson var skotinn til bana fyrir utan hótel á Manhattan í gær, þar sem hann var að halda árlega fjárfestaráðstefnu. Svo virðist sem morðinginn hafi beðið sérstaklega eftir Thompson og skaut hann í bakið með skammbyssu með hljóðdeyfi. Morðið náðist á mynd úr öryggismyndavél og sést þar hvernig byssan stóð á sér milli skota og að launmorðinginn brást mjög hratt við því. Sagt var frá því í dag að morðinginn hefði skrifað á patrónur sem urðu eftir á vettvangi morðsins. Á meðal þess sem hann hafði skrifað voru orðin „Defend“, „delay“ og „deny“ eða „Verja“, „tefja“ og „neita“. Í grein New York Times segir mögulegt að með því sé morðinginn að vísa til þess hvernig tryggingafélög eiga það til að reyna að komast hjá því að greiða veiku fólki út sjúkratryggingar. Fyrirtækið UnitedHealthcare, sem Thompson stýrði, hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir slíka háttsemi á undanförnum árum. Sagt var frá því í gær að Thompson hefði borist nokkrar hótanir að undanförnu en hversu alvarlegar þær voru liggur ekki fyrir. Thompson sjálfur var ekki með nokkurs konar öryggisgæslu. Var á gistiheimili Nýju myndirnar af manninum sem birtar voru í dag voru teknar á gistiheimili þar sem maðurinn er talinn hafa gist í aðdraganda morðsins. Ekki er vitað hvað hann heitir en NYT segir rannsakendur hafa nokkrar vísbendingar til að rannsaka. Eric Adams, umdeildur borgarstjóri New York, sagði í dag að lögreglan væri á réttri slóð og að morðinginn yrði handsamaður.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Tengdar fréttir Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Lögreglan í New York-borg í Bandaríkjunum leitar enn logandi ljósi að vísbendingum um mann sem skaut annan til bana fyrir utan hótel á Manhattan í gær. 5. desember 2024 06:33 Launmorð á götum New York Umfangsmikil leit stendur yfir í New York í Bandaríkjunum að manni sem skaut mann til bana fyrir utan hótel á Manhattan. Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, var skotinn ítrekað þar sem hann var að halda fjárfestaráðstefnu. 4. desember 2024 17:50 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Lögreglan í New York-borg í Bandaríkjunum leitar enn logandi ljósi að vísbendingum um mann sem skaut annan til bana fyrir utan hótel á Manhattan í gær. 5. desember 2024 06:33
Launmorð á götum New York Umfangsmikil leit stendur yfir í New York í Bandaríkjunum að manni sem skaut mann til bana fyrir utan hótel á Manhattan. Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, var skotinn ítrekað þar sem hann var að halda fjárfestaráðstefnu. 4. desember 2024 17:50