Námslán og ný ríkisstjórn Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 6. desember 2024 11:33 Í aðdraganda nýafstaðinna Alþingiskosninga sendi BHM fjórar spurningar til stjórnmálaflokka um málefni námslánakerfisins. Svör bárust frá átta flokkum, meðal þeirra voru þeir þrír flokkar sem hyggjast nú láta reyna á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Nú er spurningin; mun ný ríkisstjórn taka á vanda námslánakerfisins? Ný ríkisstjórn endurskoði kerfið með BHM og LÍS BHM og LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta, hafa undanfarið bent stjórnvöldum á ýmsa alvarlega ágalla á námslánakerfinu, eftir að Lánasjóður íslenskra námsmanna var lagður niður og ný lög um Menntasjóð námsmanna voru sett. Alvarlegustu gallarnir varða mun hærri vaxtabyrði en í gamla kerfinu og önnur óaðgengileg lánaskilyrði. Afleiðingarnar hafa þegar komið í ljós; mun færri stúdentar nýta sér námslánakerfið eftir breytinguna og íslenskir námsmenn halda áfram að setja heimsmet í atvinnuþátttöku. Niðurfellingin á hluta höfuðstóls lána, sem átti að vega á móti hærri vöxtum í nýju kerfi, hefur ekki hraðað námsframvindu eins og til stóð. Eitt af þeim mikilvægu verkefnum sem bíður nýrrar ríkisstjórnar er að ljúka endurskoðun á lögum um Menntasjóð námsmanna. BHM og LÍS þurfa að vera virkir þátttakendur í þeirri vinnu. Ein mánaðarlaun í afborganir og sum greiða til dauðadags Háskólamenntað fólk á vinnumarkaði, sem tók sín námslán í gamla kerfinu, er langþreytt á skeytingarleysi stjórnvalda hvað varðar greiðslubyrði námslána. Algengt er að árlega greiði lántaki sem nemur einum mánaðarlaunum í afborganir og vexti. Dæmi eru um enn hærra greiðsluhlutfall lána af árslaunum og þá sérstaklega hjá langskólagengnum í heilbrigðiskerfi og háskólum. Mörg greiða af námslánum langt fram á eftirlaunaaldur og allt til dauðadags. Orsök þessarar þungu greiðslubyrði er ekki hvað síst sú að námslán frá LÍN fengu ekki þá „leiðréttingu“ sem önnur verðtryggð lán fengu í kjölfar bankahrunsins 2007.Í aðdraganda kjaraviðræðna sl. vor viðurkenndu stjórnvöld mikilvægi þess að takast á við að leiðrétta þessa þungu greiðslubyrði og undirrituðu yfirlýsingu um að stofna starfshóp með BHM. Honum er ætlað að finna lausn á því ójafnræði sem ríkir í kerfinu. Enn hefur þessum starfshópi ekki verið komið á, þrátt fyrir þrýsting frá BHM. Nú er að efna loforðin Í samtölum BHM við frambjóðendur til Alþingis var spurt um sýn flokkanna varðandi vanda námslánakerfisins, um seinaganginn við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna og hvernig flokkarnir hyggðust koma til móts við kröfur um léttari greiðslubyrði. Það er gagnlegt að skoða svör þeirra þriggja flokka sem nú ræða möguleikann á myndun nýrrar ríkisstjórnar, Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Inntak þeirra er eftirfarandi: Flokkur fólksins telur að vextir námslána þurfi að lækka og styður endurskoðun greiðslufyrirkomulags LÍN-lánanna, auk þess sem flokkurinn vill afnema verðtryggingu námslána. Samfylkingin telur háa breytilega vexti og þunga greiðslubyrði námslána vera ágalla á kerfinu og viðurkennir að endurgreiðslubyrði LÍN-lánanna sé íþyngjandi. Þá vill flokkurinn að námslánakerfið gegni félagslegu framfærsluhlutverki sínu með fullnægjandi hætti. Viðreisn vill efla styrkja- og lágvaxtalánakerfi námslána. Flokkurinn vill draga úr vægi lána og auka hlut styrkja, ásamt því að endurskoða grunnframfæslu námsmanna og greiðslukjör lánanna, með áherslu á jöfn tækifæri til háskólanáms, óháð efnahag og búsetu. Það er ánægjulegt að sjá þennan einhug hjá flokkunum um mikilvægi þess að breyta þurfi núverandi námslánakerfi. Og þó svörin varðandi ósanngjarna endurgreiðslubyrði LÍN-lánanna séu ekki jafn afdráttarlaus, sýndu frambjóðendurnir sem mættu til samtalsins skilning á mikilvægi þess að þau mál þyrfti að taka til gaumgæfilegrar skoðunar. Skýr skilaboð til stjórnvalda Grunnstoðir velferðarsamfélaga byggja á menntun, háskólamenntun og iðn- og tæknimenntun. Það er verkefni stjórnvalda að tryggja gæði menntunar og jafnt aðgengi óháð efnahag. BHM treystir því að fulltrúar þeirra þriggja flokka sem nú sitja við stjórnarmyndunarborðið standi við gefin fyrirheit, og takist ætlunarverk þeirra, að mynda ríkisstjórn, þá verði í stjórnarsáttmála kveðið skýrt á um breytingar á núverandi námslánakerfi, greiðslubyrði verði sanngjarnari, horft verði til blöndu af vaxtaniðurgreiðslu og styrkjafyrirkomulags og að ungu fólki verði sannarlega tryggt jafnt aðgengi að æðri menntun óháð efnahag. Höfundur er formaður BHM Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Námslán Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda nýafstaðinna Alþingiskosninga sendi BHM fjórar spurningar til stjórnmálaflokka um málefni námslánakerfisins. Svör bárust frá átta flokkum, meðal þeirra voru þeir þrír flokkar sem hyggjast nú láta reyna á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Nú er spurningin; mun ný ríkisstjórn taka á vanda námslánakerfisins? Ný ríkisstjórn endurskoði kerfið með BHM og LÍS BHM og LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta, hafa undanfarið bent stjórnvöldum á ýmsa alvarlega ágalla á námslánakerfinu, eftir að Lánasjóður íslenskra námsmanna var lagður niður og ný lög um Menntasjóð námsmanna voru sett. Alvarlegustu gallarnir varða mun hærri vaxtabyrði en í gamla kerfinu og önnur óaðgengileg lánaskilyrði. Afleiðingarnar hafa þegar komið í ljós; mun færri stúdentar nýta sér námslánakerfið eftir breytinguna og íslenskir námsmenn halda áfram að setja heimsmet í atvinnuþátttöku. Niðurfellingin á hluta höfuðstóls lána, sem átti að vega á móti hærri vöxtum í nýju kerfi, hefur ekki hraðað námsframvindu eins og til stóð. Eitt af þeim mikilvægu verkefnum sem bíður nýrrar ríkisstjórnar er að ljúka endurskoðun á lögum um Menntasjóð námsmanna. BHM og LÍS þurfa að vera virkir þátttakendur í þeirri vinnu. Ein mánaðarlaun í afborganir og sum greiða til dauðadags Háskólamenntað fólk á vinnumarkaði, sem tók sín námslán í gamla kerfinu, er langþreytt á skeytingarleysi stjórnvalda hvað varðar greiðslubyrði námslána. Algengt er að árlega greiði lántaki sem nemur einum mánaðarlaunum í afborganir og vexti. Dæmi eru um enn hærra greiðsluhlutfall lána af árslaunum og þá sérstaklega hjá langskólagengnum í heilbrigðiskerfi og háskólum. Mörg greiða af námslánum langt fram á eftirlaunaaldur og allt til dauðadags. Orsök þessarar þungu greiðslubyrði er ekki hvað síst sú að námslán frá LÍN fengu ekki þá „leiðréttingu“ sem önnur verðtryggð lán fengu í kjölfar bankahrunsins 2007.Í aðdraganda kjaraviðræðna sl. vor viðurkenndu stjórnvöld mikilvægi þess að takast á við að leiðrétta þessa þungu greiðslubyrði og undirrituðu yfirlýsingu um að stofna starfshóp með BHM. Honum er ætlað að finna lausn á því ójafnræði sem ríkir í kerfinu. Enn hefur þessum starfshópi ekki verið komið á, þrátt fyrir þrýsting frá BHM. Nú er að efna loforðin Í samtölum BHM við frambjóðendur til Alþingis var spurt um sýn flokkanna varðandi vanda námslánakerfisins, um seinaganginn við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna og hvernig flokkarnir hyggðust koma til móts við kröfur um léttari greiðslubyrði. Það er gagnlegt að skoða svör þeirra þriggja flokka sem nú ræða möguleikann á myndun nýrrar ríkisstjórnar, Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Inntak þeirra er eftirfarandi: Flokkur fólksins telur að vextir námslána þurfi að lækka og styður endurskoðun greiðslufyrirkomulags LÍN-lánanna, auk þess sem flokkurinn vill afnema verðtryggingu námslána. Samfylkingin telur háa breytilega vexti og þunga greiðslubyrði námslána vera ágalla á kerfinu og viðurkennir að endurgreiðslubyrði LÍN-lánanna sé íþyngjandi. Þá vill flokkurinn að námslánakerfið gegni félagslegu framfærsluhlutverki sínu með fullnægjandi hætti. Viðreisn vill efla styrkja- og lágvaxtalánakerfi námslána. Flokkurinn vill draga úr vægi lána og auka hlut styrkja, ásamt því að endurskoða grunnframfæslu námsmanna og greiðslukjör lánanna, með áherslu á jöfn tækifæri til háskólanáms, óháð efnahag og búsetu. Það er ánægjulegt að sjá þennan einhug hjá flokkunum um mikilvægi þess að breyta þurfi núverandi námslánakerfi. Og þó svörin varðandi ósanngjarna endurgreiðslubyrði LÍN-lánanna séu ekki jafn afdráttarlaus, sýndu frambjóðendurnir sem mættu til samtalsins skilning á mikilvægi þess að þau mál þyrfti að taka til gaumgæfilegrar skoðunar. Skýr skilaboð til stjórnvalda Grunnstoðir velferðarsamfélaga byggja á menntun, háskólamenntun og iðn- og tæknimenntun. Það er verkefni stjórnvalda að tryggja gæði menntunar og jafnt aðgengi óháð efnahag. BHM treystir því að fulltrúar þeirra þriggja flokka sem nú sitja við stjórnarmyndunarborðið standi við gefin fyrirheit, og takist ætlunarverk þeirra, að mynda ríkisstjórn, þá verði í stjórnarsáttmála kveðið skýrt á um breytingar á núverandi námslánakerfi, greiðslubyrði verði sanngjarnari, horft verði til blöndu af vaxtaniðurgreiðslu og styrkjafyrirkomulags og að ungu fólki verði sannarlega tryggt jafnt aðgengi að æðri menntun óháð efnahag. Höfundur er formaður BHM
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun