Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. desember 2024 23:41 TikTok hefur notið gífurlega vinsælda víðast hvar. Getty/Asanka Ratnayake TikTok hefur tapað dómsmáli sínu í Bandaríkjunum varðandi lög sem voru sett til að loka miðlinum vestanhafs. Stefnir því allt í að lokað verður fyrir miðilinn í Bandaríkjunum og virðist fátt geta komið í veg fyrir það. Fréttastofa BBC greinir frá. ins og greint hefur verið frá skrifaði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, undir lög á þessu ári sem snúast um það að verði TikTok ekki selt af kínverskum eigendum þess fyrir 19. janúar næstkomandi, verði samfélagsmiðillinn bannaður í Bandaríkjunum. Frumvarpið flaug í gegnum báðar deildir Bandaríkjaþings með miklum stuðningi frá þingmönnum beggja flokka. TikTok, sem er í eigu kínverska fyrirtækisins ByteDance, kærði lögin á sínum tíma. TikTok hélt því fram að það að loka fyrir miðilinn í landinu myndi hamla tjáningarfrelsi Bandaríkjamanna. Dómurinn féllst ekki á það og sagði lögin vera góð og gild og því standa. 170 milljón manns nota TikTok í Bandaríkjunum. TikTok segir þetta þó ekki vera endastöð fyrir miðilinn og ætla forsvarsmenn samfélagsmiðilsins að halda áfram að leita leiða til að koma í veg fyrir að lokað verði fyrir miðilinn. Talsmaður TikTok sagði í yfirlýsingu að þau hygðust áfrýja málinu til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Einnig er vonast til þess að kjör Donald Trump í forsetaembættið muni koma til með að bjarga veru miðilsins í Bandaríkjunum. Prófessor í lögfræði við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum telur ólíklegt að Hæstiréttur taki málið fyrir. Trump reyndi á sínum tíma að banna TikTok árið 2020 án árangurs en tók fram í kosningabaráttunni í ár að hann myndi ekki leyfa banninu gegn miðlinum að taka gildi. Trump verður settur í embætti 20. janúar, einum degi eftir að TikTok á að vera lokað að því gefnu að ekki verður búið að selja hlut kínverskra fjárfesta í fyrirtækinu fyrir það. TikTok Bandaríkin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Fréttastofa BBC greinir frá. ins og greint hefur verið frá skrifaði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, undir lög á þessu ári sem snúast um það að verði TikTok ekki selt af kínverskum eigendum þess fyrir 19. janúar næstkomandi, verði samfélagsmiðillinn bannaður í Bandaríkjunum. Frumvarpið flaug í gegnum báðar deildir Bandaríkjaþings með miklum stuðningi frá þingmönnum beggja flokka. TikTok, sem er í eigu kínverska fyrirtækisins ByteDance, kærði lögin á sínum tíma. TikTok hélt því fram að það að loka fyrir miðilinn í landinu myndi hamla tjáningarfrelsi Bandaríkjamanna. Dómurinn féllst ekki á það og sagði lögin vera góð og gild og því standa. 170 milljón manns nota TikTok í Bandaríkjunum. TikTok segir þetta þó ekki vera endastöð fyrir miðilinn og ætla forsvarsmenn samfélagsmiðilsins að halda áfram að leita leiða til að koma í veg fyrir að lokað verði fyrir miðilinn. Talsmaður TikTok sagði í yfirlýsingu að þau hygðust áfrýja málinu til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Einnig er vonast til þess að kjör Donald Trump í forsetaembættið muni koma til með að bjarga veru miðilsins í Bandaríkjunum. Prófessor í lögfræði við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum telur ólíklegt að Hæstiréttur taki málið fyrir. Trump reyndi á sínum tíma að banna TikTok árið 2020 án árangurs en tók fram í kosningabaráttunni í ár að hann myndi ekki leyfa banninu gegn miðlinum að taka gildi. Trump verður settur í embætti 20. janúar, einum degi eftir að TikTok á að vera lokað að því gefnu að ekki verður búið að selja hlut kínverskra fjárfesta í fyrirtækinu fyrir það.
TikTok Bandaríkin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira