Amanda skoraði þegar Twente vann stórsigur á Heerenveen, 0-4, í hollensku úrvalsdeildinni. Þetta var fyrsta deildarmark Amöndu á tímabilinu en hún hefur skorað tvö mörk í Meistaradeild Evrópu.
Twente er í 4. sæti deildarinnar með sautján stig, fimm stigum á eftir toppliði Ajax. Amanda kom til liðsins frá Val í sumar.
Glódís var á sínum stað í vörn Bayern München sem vann 0-2 útisigur á Essen í þýsku úrvalsdeildinni.
Með sigrinum komst Bayern á topp deildarinnar. Liðið er með jafnmörg stig og Bayer Leverkusen sem fór tímabundið á toppinn með því að vinna Wolfsburg í gær.
Bayern hefur unnið tvo leiki í röð eftir að hafa gert tvö jafntefli í röð þar á undan. Pernille Harder og Georgia Staway skoruðu mörk þýsku meistaranna í dag.