Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar 9. desember 2024 07:03 Tilgangslausu fimm vikna verkfalli Kennarasambandsins var frestað daginn fyrir kosningar. Sú frétt var fljót að drukkna undan stjórnmálaþrefinu. Forysta kennara gat því læðst á brott án þess að standa fyrir máli sínu. Fimm vikna gíslataka Í fimm vikur hélt kennaraforystan litlum hluta af skólum landsins í gíslingu í gagnslausu, ótímabæru og skammarlegu tilraunaverkfalli. Sérstaklega kom verkfallið á fjórum völdum leikskólum illa við börnin, foreldra og aðstandendur. Börn á leikskólaaldri þurfa stöðuga gæslu og umönnun, sem eldri börn þurfa miklu síður. Fyrir þau 600 leikskólabörn sem voru án leikskóla í fimm vikur voru jafn margir fullorðnir frá vinnu eða öðrum verkefnum í fullu starfi að sinna litlu börnunum, oftast án launa eða með því að taka út frídaga næsta árs. Til viðbótar við veikindaforföll barnanna Álagið af leikskólaverkfallinu bættist ofan á þann veruleika foreldra að á þessum árum eru börnin mjög oft veik heima meðan þau taka út helstu smitsjúkdóma og herða ónæmiskerfið. Það var því hreinn og klár skepnuskapur af forystu kennarasambandsins að láta sér yfirleitt detta í hug að leggja niður störf á leikskólum. Reyndar virðist eitthvað hafa rofað til í kollinum á forystunni þegar hún bauðst til að hætta verkfallinu á leikskólunum gegn greiðslu lausnargjalds. Verkfallsboðunin var ótímabær Gagnrýni á vinnubrögð kennaraforystunnar hefur ekkert að gera með óskir kennara um bætt kjör vegna rýrnunar lífeyrisréttar. Kennarar eiga allt gott skilið, þar á meðal að fá nýjan kjarasamning. Það var hins vegar ljóst frá fyrsta degi að boðun tilraunaverkfalla í hluta skóla landsins var fullkomlega ótímabært frumhlaup. Enda skilaði þetta verkfall engu. Kennarar mættu ekki í tíma Í apríl síðastliðnum undirrituðu Kennarsambandið og sveitarfélögin viðræðuáætlun um kjarasamningsgerð. Engin niðurstaða fékkst í þær viðræður og sögðu kennarar sig einhliða frá samningsgerðinni. Í september vísuðu sveitarfélögin kjaradeilunni til sáttameðferðar hjá ríkissáttasemjara. Samninganefnd sveitarfélaganna taldi útilokað að árangur yrði af frekari viðræðum um „jöfnun launa“ vegna þess að kennarar hafi ekki lagt fram skýrar kröfur sem væru þó forsenda fyrir eiginlegum kjaraviðræðum. En strax eftir fyrsta fund hjá ríkissáttasemjara ákváðu kennarar að hefja atkvæðagreiðslu um boðun verkfalla í tilteknum skólum. Slappur Félagsdómur Samninganefnd sveitarfélaganna fór fram á að Félagsdómur úrskurðaði verkfallsboðun kennara ólöglega. Aðeins ætti að boða til verkfalla eftir að sáttasemjari hefði gert sitt ítrasta til að miðla málum, eftir atvikum með miðlunartillögu. Þá taldi samninganefndin að kennarasambandið hefði ekki lagt fram kröfugerð sem hægt væri að taka afstöðu til. Ekki væri minnst einu orði á eiginlegar útfærslur á kröfunni eða hvað hún myndi kosta launagreiðendur. Benti samninganefndin á að samkvæmt lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna þyrfti kröfugerðin að liggja fyrir til að samningaviðræður gætu átt sér stað. Þrátt fyrir þessa miklu galla á kröfugerðinni féllst Félagsdómur á sjónarmið kennara um að verkföll gætu þjónað þeim lögmæta tilgangi að stuðla að framgangi krafna þeirra. Þar skaut Félagsdómur sig rækilega í fótinn, því eftir 5 vikna verkfall voru kennarar og sveitarfélögin litlu nær um samningsgrundvöllinn. Dómarar Félagsdóms horfðu algjörlega framhjá forsögunni og skeyttu engu um það hversu ótímabært var að boða til verkfalla. Enda kom það á daginn, kennarar sáu sitt óvænna og frestuðu verkföllum. Vaðið út í vitleysuna Forysta kennarasambandsins sýndi ótrúlega grunnhyggni með því að vaða í verkföll án þess að vera með kröfugerðina á hreinu. Lýsandi fyrir tilgangsleysið er að þrjár af fimm verkfallsvikum fóru í að reyna að finna viðræðugrundvöll. Á meðan áttu engar samningaviðræður sér stað. Bara ef það hentar mér Kennarar vilja miða kjör sín við sérfræðinga á almennum vinnumarkaði. Hvergi hefur komið fram hjá hvaða fyrirtækjum eigi að finna þessa samanburðarsérfræðinga, hvort þeir eru til og hvort það myndi yfirleitt bæta kjör kennara. En þar sem kennarar eru opinberir starfsmenn, þá þurfa þeir ekki að fara eftir lögum um vinnudeilur á þeim almennum vinnumarkaði sem þeir þó vilja miða sig við. Samkvæmt þeim lögum er það skilyrði verkfallsboðunar að viðræður um framlagðar kröfur hafi reynst árangurslausar þrátt fyrir milligöngu sáttasemjara. Úr því kennarar vilja samsama sig við almenna vinnumarkaðinn, þá hefðu þeir að skaðlausu mátt haga kjaradeilu sinni í samræmi við það. Þá hefðu þeir rætt málin til þrautar hjá ríkissáttasemjara frekar en stinga af eftir fyrsta fund og æsa til verkfallboðunar. Höfundur er afi leikskólabarns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Ólafur Hauksson Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Tilgangslausu fimm vikna verkfalli Kennarasambandsins var frestað daginn fyrir kosningar. Sú frétt var fljót að drukkna undan stjórnmálaþrefinu. Forysta kennara gat því læðst á brott án þess að standa fyrir máli sínu. Fimm vikna gíslataka Í fimm vikur hélt kennaraforystan litlum hluta af skólum landsins í gíslingu í gagnslausu, ótímabæru og skammarlegu tilraunaverkfalli. Sérstaklega kom verkfallið á fjórum völdum leikskólum illa við börnin, foreldra og aðstandendur. Börn á leikskólaaldri þurfa stöðuga gæslu og umönnun, sem eldri börn þurfa miklu síður. Fyrir þau 600 leikskólabörn sem voru án leikskóla í fimm vikur voru jafn margir fullorðnir frá vinnu eða öðrum verkefnum í fullu starfi að sinna litlu börnunum, oftast án launa eða með því að taka út frídaga næsta árs. Til viðbótar við veikindaforföll barnanna Álagið af leikskólaverkfallinu bættist ofan á þann veruleika foreldra að á þessum árum eru börnin mjög oft veik heima meðan þau taka út helstu smitsjúkdóma og herða ónæmiskerfið. Það var því hreinn og klár skepnuskapur af forystu kennarasambandsins að láta sér yfirleitt detta í hug að leggja niður störf á leikskólum. Reyndar virðist eitthvað hafa rofað til í kollinum á forystunni þegar hún bauðst til að hætta verkfallinu á leikskólunum gegn greiðslu lausnargjalds. Verkfallsboðunin var ótímabær Gagnrýni á vinnubrögð kennaraforystunnar hefur ekkert að gera með óskir kennara um bætt kjör vegna rýrnunar lífeyrisréttar. Kennarar eiga allt gott skilið, þar á meðal að fá nýjan kjarasamning. Það var hins vegar ljóst frá fyrsta degi að boðun tilraunaverkfalla í hluta skóla landsins var fullkomlega ótímabært frumhlaup. Enda skilaði þetta verkfall engu. Kennarar mættu ekki í tíma Í apríl síðastliðnum undirrituðu Kennarsambandið og sveitarfélögin viðræðuáætlun um kjarasamningsgerð. Engin niðurstaða fékkst í þær viðræður og sögðu kennarar sig einhliða frá samningsgerðinni. Í september vísuðu sveitarfélögin kjaradeilunni til sáttameðferðar hjá ríkissáttasemjara. Samninganefnd sveitarfélaganna taldi útilokað að árangur yrði af frekari viðræðum um „jöfnun launa“ vegna þess að kennarar hafi ekki lagt fram skýrar kröfur sem væru þó forsenda fyrir eiginlegum kjaraviðræðum. En strax eftir fyrsta fund hjá ríkissáttasemjara ákváðu kennarar að hefja atkvæðagreiðslu um boðun verkfalla í tilteknum skólum. Slappur Félagsdómur Samninganefnd sveitarfélaganna fór fram á að Félagsdómur úrskurðaði verkfallsboðun kennara ólöglega. Aðeins ætti að boða til verkfalla eftir að sáttasemjari hefði gert sitt ítrasta til að miðla málum, eftir atvikum með miðlunartillögu. Þá taldi samninganefndin að kennarasambandið hefði ekki lagt fram kröfugerð sem hægt væri að taka afstöðu til. Ekki væri minnst einu orði á eiginlegar útfærslur á kröfunni eða hvað hún myndi kosta launagreiðendur. Benti samninganefndin á að samkvæmt lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna þyrfti kröfugerðin að liggja fyrir til að samningaviðræður gætu átt sér stað. Þrátt fyrir þessa miklu galla á kröfugerðinni féllst Félagsdómur á sjónarmið kennara um að verkföll gætu þjónað þeim lögmæta tilgangi að stuðla að framgangi krafna þeirra. Þar skaut Félagsdómur sig rækilega í fótinn, því eftir 5 vikna verkfall voru kennarar og sveitarfélögin litlu nær um samningsgrundvöllinn. Dómarar Félagsdóms horfðu algjörlega framhjá forsögunni og skeyttu engu um það hversu ótímabært var að boða til verkfalla. Enda kom það á daginn, kennarar sáu sitt óvænna og frestuðu verkföllum. Vaðið út í vitleysuna Forysta kennarasambandsins sýndi ótrúlega grunnhyggni með því að vaða í verkföll án þess að vera með kröfugerðina á hreinu. Lýsandi fyrir tilgangsleysið er að þrjár af fimm verkfallsvikum fóru í að reyna að finna viðræðugrundvöll. Á meðan áttu engar samningaviðræður sér stað. Bara ef það hentar mér Kennarar vilja miða kjör sín við sérfræðinga á almennum vinnumarkaði. Hvergi hefur komið fram hjá hvaða fyrirtækjum eigi að finna þessa samanburðarsérfræðinga, hvort þeir eru til og hvort það myndi yfirleitt bæta kjör kennara. En þar sem kennarar eru opinberir starfsmenn, þá þurfa þeir ekki að fara eftir lögum um vinnudeilur á þeim almennum vinnumarkaði sem þeir þó vilja miða sig við. Samkvæmt þeim lögum er það skilyrði verkfallsboðunar að viðræður um framlagðar kröfur hafi reynst árangurslausar þrátt fyrir milligöngu sáttasemjara. Úr því kennarar vilja samsama sig við almenna vinnumarkaðinn, þá hefðu þeir að skaðlausu mátt haga kjaradeilu sinni í samræmi við það. Þá hefðu þeir rætt málin til þrautar hjá ríkissáttasemjara frekar en stinga af eftir fyrsta fund og æsa til verkfallboðunar. Höfundur er afi leikskólabarns.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun