Þessu greinir lögreglan á Vestfjörðum frá á Facebook-síðu sinni þar sem segir að veginum um Eyrarhlíð sé nú lokað. Vegurinn liggur á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur
„Verið er að meta aðstæður með Ofanflóðaeftirliti Veðurstofu Íslands, hvort óhætt sé að hafa veginn opinn í nótt. Búast má við grjóthruni úr bröttum hlíðum í þessum veðuraðstæðum og grjóthruni á vegi sem liggja þar um.“
Lögreglan biðlar til vegfarenda að fara með aðgát ef nauðsynlegt er að fara um slíka vegi í kvöld.