„Kane minnir mig stundum á Brynjar Þór Björnsson“ Andri Már Eggertsson skrifar 8. desember 2024 22:14 Finnur Freyr Stefánsson var ánægður eftir leik Vísir/Pawel Valur vann ellefu stiga sigur gegn Grindavík 88-77. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var afar ánægður með að hafa komist áfram í bikarnum. „Við vorum líkari sjálfum okkur en oft áður. Eftir að Adam Ramstedt kom í liðið þá lítum við út eins og körfuboltalið. Við gerðum vel í að halda plani og einbeitingu allan tímann, “ sagði Finnur Freyr í samtali við Vísi eftir leik. Finnur var ánægður með vörn Vals sem gerði það að verkum að Grindavík gerði ekki stig í tæplega sex mínútur. „Mér fannst við gera vel á þessum kafla. Það var ekki eitthvað eitt sem við vorum að gera vel heldur vorum við að stýra þeim á þá staði sem við vildum fá þá á. Strákarnir lögðu mikið á sig og voru að spila fyrir hvorn annan.“ „Mér fannst þessi leikur mikið fram og til baka. Það var ekki hægt að áætla eitt augnablik í þessum leik en mér fannst þó stórt augnablik þegar Sherif Ali Kenney stal boltanum og stöðvaði hraðaupphlaup og það drap leikinn.“ Þegar nokkrar sekúndur voru eftir og úrslitin ráðin leit út fyrir að Grindvíkingar væru að fara að drippla leikinn út enda leikur í VÍS bikarnum en þá fór Deandre Kane í sniðskot þegar að allir voru hættir sem pirraði marga Valsmenn enda óheiðarlegt en Finnur gaf þó lítið fyrir það. „Við vitum hvernig Kane er og hann er skemmtilegur karakter. Það er gaman af þessu og hann minnir mig stundum á Brynjar Þór Björnsson. Hann er aðeins beittari útgáfa af honum en hann er skemmtilegur karakter sem litar leikinn og ég hef mjög gaman af honum og hef átt góð samskipti við hann að undanförnu og hann var eðlilega fúll að hafa tapað.“ Finnur var afar ánægður með nýjasta leikmann Vals Adam Ramstedt sem spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið í kvöld. „Hann gerði ótrúlega vel miðað við tvær æfingar. Þetta er leikmaður sem kann körfubolta og kann sitt hlutverk og hann á eftir að komast betur inn í þetta og ég á eftir að læra á hann líka. Hann hitti strákana á föstudagskvöldið og hann er búinn að þekkja þá í 48 klukkutíma.“ Eru frekari breytingar í vændum hjá Val? „Ekki að svo stöddu,“ sagði Finnur að lokum Valur VÍS-bikarinn Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sjá meira
„Við vorum líkari sjálfum okkur en oft áður. Eftir að Adam Ramstedt kom í liðið þá lítum við út eins og körfuboltalið. Við gerðum vel í að halda plani og einbeitingu allan tímann, “ sagði Finnur Freyr í samtali við Vísi eftir leik. Finnur var ánægður með vörn Vals sem gerði það að verkum að Grindavík gerði ekki stig í tæplega sex mínútur. „Mér fannst við gera vel á þessum kafla. Það var ekki eitthvað eitt sem við vorum að gera vel heldur vorum við að stýra þeim á þá staði sem við vildum fá þá á. Strákarnir lögðu mikið á sig og voru að spila fyrir hvorn annan.“ „Mér fannst þessi leikur mikið fram og til baka. Það var ekki hægt að áætla eitt augnablik í þessum leik en mér fannst þó stórt augnablik þegar Sherif Ali Kenney stal boltanum og stöðvaði hraðaupphlaup og það drap leikinn.“ Þegar nokkrar sekúndur voru eftir og úrslitin ráðin leit út fyrir að Grindvíkingar væru að fara að drippla leikinn út enda leikur í VÍS bikarnum en þá fór Deandre Kane í sniðskot þegar að allir voru hættir sem pirraði marga Valsmenn enda óheiðarlegt en Finnur gaf þó lítið fyrir það. „Við vitum hvernig Kane er og hann er skemmtilegur karakter. Það er gaman af þessu og hann minnir mig stundum á Brynjar Þór Björnsson. Hann er aðeins beittari útgáfa af honum en hann er skemmtilegur karakter sem litar leikinn og ég hef mjög gaman af honum og hef átt góð samskipti við hann að undanförnu og hann var eðlilega fúll að hafa tapað.“ Finnur var afar ánægður með nýjasta leikmann Vals Adam Ramstedt sem spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið í kvöld. „Hann gerði ótrúlega vel miðað við tvær æfingar. Þetta er leikmaður sem kann körfubolta og kann sitt hlutverk og hann á eftir að komast betur inn í þetta og ég á eftir að læra á hann líka. Hann hitti strákana á föstudagskvöldið og hann er búinn að þekkja þá í 48 klukkutíma.“ Eru frekari breytingar í vændum hjá Val? „Ekki að svo stöddu,“ sagði Finnur að lokum
Valur VÍS-bikarinn Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sjá meira