Aron Leó með mikla yfirburði og tryggði sér beltið Aron Guðmundsson skrifar 9. desember 2024 10:02 Aron Leó tryggði sér veltivigtarbeltið á bardagakvöldi Caged Steel í Doncaster um nýliðna helgi. Samsett mynd Fimm bardagamenn frá Reykjavík MMA tóku þátt á bardagakvöldinu Cage Steel 38 um nýliðna helgi í Doncaster Bardagakvöldið einkenndist af áskorunum en einnig sigrum þar sem að Aron Leó Jóhannsson tryggði sér meistarabeltið í veltivigtarflokki. Upphaflega stóð til að aðeins fjórir keppendur myndu berjast á kvöldinu frá Reykjavík MMA. Þeir Hákoni Örn Arnórsson, Yonatan Francisco Romero Cruz, Jhoan Salinas og Aron Leó Jóhannsson. Skömmu fyrir bardagakvöldið bættist hins vegar Aron Kevinson í hópinn og tók þátt með aðeins klukkustundarfyrirvara eftir að einn bardagakappi kvöldsins dró sig frá keppni. View this post on Instagram A post shared by Reykjavík MMA (@rvkmma) Sterkt upphaf kvöldsins Ekki er hægt að segja annað en að kvöldið hafi byrjað á bombu fyrir Reykjavík MMA þegar að Hákön Örn steig fyrstur í hringinn og rotaði Alex Tamas eftir einungis um hálfa mínútu í fyrstu lotu. „Hákon sýndi gríðarlega áræðni og nákvæmni í sínum fyrstu höggum, sem lofar góðu fyrir framtíð hans í íþróttinni,“ segir í tilkynningu Reykjavík MMA um frammistöðu Hákonar. View this post on Instagram A post shared by Caged Steel® (MMA Promotion) (@caged_steel) Erfitt kvöld fyrir Yonatan Yonatan var næstur í hringinn og varði Bantam-belti sitt í áhugamannaflokki gegn Arnan Oliphant. Þrátt fyrir sterka byrjun á fyrstu lotu, þar sem hann reyndi að stjórna bardaganum með glímutökum, tókst Oliphant að halda honum í skefjum og sigra tvær fyrstu loturnar. Í þriðju lotu jók Yonatan ákefð sína og reyndi að snúa bardaganum sér í vil, en Oliphant hélt yfirhöndinni og sigraði með einróma dómaraákvörðun. Stökk inn með skömmum fyrirvara Þá var röðin komin að Aroni Kevinson sem sló til og mætti Ryan Shaw í búrinu með skömmum fyrirvara. Fyrstu tvær loturnar voru rólegar þar sem Shaw sýndi gott box og hélt Aroni á varfærnum nótum. Í þriðju lotu kom Aron þó sterkur inn og reyndi að ná rothöggi, en Shaw hélt út og vann bardagann á stigum. View this post on Instagram A post shared by Reykjavík MMA (@rvkmma) Vonbrigði hjá Jhoan Salinas Jhoan Salinas mætti Mason Yarrow og stóð sig frábærlega framan af bardaga. Hann sýndi mikla ákefð og átti yfirhöndina þar til Yarrow náði að festa hann í þríhyrningsuppgjafartaki. Þrátt fyrir góða frammistöðu endaði bardaginn með ósigri fyrir Salinas, sem var svekkjandi niðurstaða. View this post on Instagram A post shared by Reykjavík MMA (@rvkmma) Stórsigur hjá Aroni Leó Síðasti bardagi kvöldsins af hálfu Reykjavík MMA var bardagi Arons Leós Jóhannssonar, sem barðist um veltivigtartitilinn í atvinnumannaflokki og mætti þar reynsluboltanum Jonny Brocklesby. Sá átti hins vegar lítið í Aron sem var með yfirburði allt kvöldið. Aron sýndi mikla yfirvegun og stjórn, bæði standandi og í gólfinu, og kláraði bardagann með uppgjafartaki í annarri lotu. „Með þessum sigri undirstrikar Aron Leó stöðu sína sem einn efnilegasti bardagamaður Íslands og er spennandi að fylgjast með hversu langt hann getur náð,“ segir í tilkynningu Reykjavík MMA en þetta var þriðji atvinnumannabardagi Arons í MMA. Hann hefur unnið alla þrjá til þessa. MMA Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir „Var í raun bara verið að yfirspila okkurv“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Leik lokið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Sjá meira
Upphaflega stóð til að aðeins fjórir keppendur myndu berjast á kvöldinu frá Reykjavík MMA. Þeir Hákoni Örn Arnórsson, Yonatan Francisco Romero Cruz, Jhoan Salinas og Aron Leó Jóhannsson. Skömmu fyrir bardagakvöldið bættist hins vegar Aron Kevinson í hópinn og tók þátt með aðeins klukkustundarfyrirvara eftir að einn bardagakappi kvöldsins dró sig frá keppni. View this post on Instagram A post shared by Reykjavík MMA (@rvkmma) Sterkt upphaf kvöldsins Ekki er hægt að segja annað en að kvöldið hafi byrjað á bombu fyrir Reykjavík MMA þegar að Hákön Örn steig fyrstur í hringinn og rotaði Alex Tamas eftir einungis um hálfa mínútu í fyrstu lotu. „Hákon sýndi gríðarlega áræðni og nákvæmni í sínum fyrstu höggum, sem lofar góðu fyrir framtíð hans í íþróttinni,“ segir í tilkynningu Reykjavík MMA um frammistöðu Hákonar. View this post on Instagram A post shared by Caged Steel® (MMA Promotion) (@caged_steel) Erfitt kvöld fyrir Yonatan Yonatan var næstur í hringinn og varði Bantam-belti sitt í áhugamannaflokki gegn Arnan Oliphant. Þrátt fyrir sterka byrjun á fyrstu lotu, þar sem hann reyndi að stjórna bardaganum með glímutökum, tókst Oliphant að halda honum í skefjum og sigra tvær fyrstu loturnar. Í þriðju lotu jók Yonatan ákefð sína og reyndi að snúa bardaganum sér í vil, en Oliphant hélt yfirhöndinni og sigraði með einróma dómaraákvörðun. Stökk inn með skömmum fyrirvara Þá var röðin komin að Aroni Kevinson sem sló til og mætti Ryan Shaw í búrinu með skömmum fyrirvara. Fyrstu tvær loturnar voru rólegar þar sem Shaw sýndi gott box og hélt Aroni á varfærnum nótum. Í þriðju lotu kom Aron þó sterkur inn og reyndi að ná rothöggi, en Shaw hélt út og vann bardagann á stigum. View this post on Instagram A post shared by Reykjavík MMA (@rvkmma) Vonbrigði hjá Jhoan Salinas Jhoan Salinas mætti Mason Yarrow og stóð sig frábærlega framan af bardaga. Hann sýndi mikla ákefð og átti yfirhöndina þar til Yarrow náði að festa hann í þríhyrningsuppgjafartaki. Þrátt fyrir góða frammistöðu endaði bardaginn með ósigri fyrir Salinas, sem var svekkjandi niðurstaða. View this post on Instagram A post shared by Reykjavík MMA (@rvkmma) Stórsigur hjá Aroni Leó Síðasti bardagi kvöldsins af hálfu Reykjavík MMA var bardagi Arons Leós Jóhannssonar, sem barðist um veltivigtartitilinn í atvinnumannaflokki og mætti þar reynsluboltanum Jonny Brocklesby. Sá átti hins vegar lítið í Aron sem var með yfirburði allt kvöldið. Aron sýndi mikla yfirvegun og stjórn, bæði standandi og í gólfinu, og kláraði bardagann með uppgjafartaki í annarri lotu. „Með þessum sigri undirstrikar Aron Leó stöðu sína sem einn efnilegasti bardagamaður Íslands og er spennandi að fylgjast með hversu langt hann getur náð,“ segir í tilkynningu Reykjavík MMA en þetta var þriðji atvinnumannabardagi Arons í MMA. Hann hefur unnið alla þrjá til þessa.
MMA Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir „Var í raun bara verið að yfirspila okkurv“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Leik lokið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Sjá meira