Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2024 14:50 Stjórnlagadómstóll ógilti fyrri umferð forsetakosninga sem Calin Georgescu, óháður hægriöfgasinnaður frambjóðandi, vann í síðustu viku. AP/Vadim Ghirda Rúmenska lögreglan stöðvaði för um tuttugu manna til Búkarest um helgina, þar á meðal vopnaðan leiðtoga málaliðahóps. Talið er að hópurinn hafi ætlað að ógna stjórnmálamönnum og hleypa upp mótmælum eftir umdeildar forsetakosningar. Mikil spenna ríkir í Rúmeníu eftir að stjórnlagadómstóll ógilti fyrstu umferð forsetakosninganna þar vegna áhrifaherferðar Rússa. Calin Georgescu, öfgahægrimaður sem er hallur undir stjórnvöld í Kreml, hlaut flest atkvæði og stefndi í að hann etti kappi við Elenu Lasconi í seinni umferð kosninganna. Mennirnir sem voru stöðvaðir á leið til höfuðborgarinnar um helgina eru sagðir hafa átt bókaða gistingu nærri Háskólatorginu þar og að fyrir þeim hafi vakað að trufla mótmæli gegn Georgescu. Á meðal þeirra var Horatiu Potra, fyrrverandi leiðtogi málaliðasveitar sem hefur starfað í Afríku, að sögn blaðsins Politico. Potra þessi var stöðvaður í Mercedez Benz bifreið en í henni fannst byssa, hnífur, ýmis önnur vopn og reiðufé í fimm gjaldmiðlum. Þá fannst á meðlimum hópsins listi með nöfnum stjórnmála- og blaðamanna sem átti að ógna. Lögmaður Potra segir hann hafa verið handtekinn vegna vopnalagabrota og undirróðurs. Hafnaði hann því að hann ynni fyrir Georgescu. Frambjóðandinn sjálfur sagðist kannast við Potra en fullyrti að þeir hefðu aldrei hist. Hann hefði sannarlega ekki boðað hann til Búkarestar til þess að hleypa upp mótmælum gegn sér. Rúmenía Rússland Tengdar fréttir Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Mikil spenna ríkir í Rúmeníu eftir að stjórnlagadómstóll ógilti fyrstu umferð forsetakosninganna þar vegna áhrifaherferðar Rússa. Calin Georgescu, öfgahægrimaður sem er hallur undir stjórnvöld í Kreml, hlaut flest atkvæði og stefndi í að hann etti kappi við Elenu Lasconi í seinni umferð kosninganna. Mennirnir sem voru stöðvaðir á leið til höfuðborgarinnar um helgina eru sagðir hafa átt bókaða gistingu nærri Háskólatorginu þar og að fyrir þeim hafi vakað að trufla mótmæli gegn Georgescu. Á meðal þeirra var Horatiu Potra, fyrrverandi leiðtogi málaliðasveitar sem hefur starfað í Afríku, að sögn blaðsins Politico. Potra þessi var stöðvaður í Mercedez Benz bifreið en í henni fannst byssa, hnífur, ýmis önnur vopn og reiðufé í fimm gjaldmiðlum. Þá fannst á meðlimum hópsins listi með nöfnum stjórnmála- og blaðamanna sem átti að ógna. Lögmaður Potra segir hann hafa verið handtekinn vegna vopnalagabrota og undirróðurs. Hafnaði hann því að hann ynni fyrir Georgescu. Frambjóðandinn sjálfur sagðist kannast við Potra en fullyrti að þeir hefðu aldrei hist. Hann hefði sannarlega ekki boðað hann til Búkarestar til þess að hleypa upp mótmælum gegn sér.
Rúmenía Rússland Tengdar fréttir Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52