„Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ Aron Guðmundsson skrifar 9. desember 2024 17:01 Það var nóg um að ræða í nýjasta þætti Lögmáls leiksins Farið var yfir stöðu Los Angeles Lakers í NBA deildinni í nýjasta þætti af Lögmáli leiksins sem verður frumsýndur á Stöð 2 Sport 2 klukkan átta í kvöld. Lakers kom sér aftur á réttan kjöl með sigri á Portland í nótt en hafði fyrir þann leik tapað þremur leikjum í röð og hefur í heildina unnið þrettán leiki en tapað ellefu á tímabilinu í NBA deildinni og er sem stendur í áttunda sæti vesturdeildarinnar. JJ Redick, þjálfari Lakers, vakti athygli í viðtali sem hann fór eftir þungt tap gegn Miami Heat þann 5. desember og gagnrýndi samstöðu sinna manna. Þeir væru ekki í þessum slag saman og sköpuðust umræður um það í settinu í Lögmáli leiksins og þá einna helst í tengslum við stjörnur liðsins, Lebron James og Anthony Davis. „Það vissu allir fyrir tímabilið að Lebron er að fara hvíla sig, bara að fara stefna á úrslitakeppnina,“ sagði Leifur Steinn Árnason einn af sérfræðingum Lögmálsins um Lakers. „Þegar að hann vill getur Lebron verið frábær varnarmaður en hann er bara að hvíla sig í vörninni. Síðan þegar að Anthony Davis er ekki 100% varnarlega, eins og hann byrjaði fyrstu vikurnar, það vantar eitthvað. Lebron er eiginlega með boltann allan tímann í sókninni. Lebron og Davis taka eiginlega öll skotin. Maður sér það bara á aukaleikurunum í þessu liði að mórallinn hjá þeim er að fara svolítið niður. Tómas Steindórsson segir ekkert nýtt undir sólinni hjá liðinu frá Los Angeles. „Þetta er sama sagan með Lakers núna fimmta árið í röð. Síðan að þeir tóku Covid titilinn. Þetta er alltaf bara Lebron og Anthony Davis. Ekkert annað.“ „Reddick verður þá að taka smá ábyrgð á því,“ svaraði Leifur. „Það hlýtur að vera svolítið á honum að virkja hina leikmennina. Erum við ekki sammála um það? Hann er bara þarna að kenna leikmönnunum um allt. Bara allt leikmönnunum að kenna. Heiðar Snær Magnússon sem einnig var í settinu furðaði sig á viðhorfi þjálfarans. „Mér leið bara eins og þetta viðtal væri við mann sem væri að falla úr deild. „Ég hef bara sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann.“ Þetta og annað í nýjasta þættinum í Lögmáli leiksins má sjá á Stöð 2 Sport 2 klukkan átta í kvöld NBA Lögmál leiksins Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Lakers kom sér aftur á réttan kjöl með sigri á Portland í nótt en hafði fyrir þann leik tapað þremur leikjum í röð og hefur í heildina unnið þrettán leiki en tapað ellefu á tímabilinu í NBA deildinni og er sem stendur í áttunda sæti vesturdeildarinnar. JJ Redick, þjálfari Lakers, vakti athygli í viðtali sem hann fór eftir þungt tap gegn Miami Heat þann 5. desember og gagnrýndi samstöðu sinna manna. Þeir væru ekki í þessum slag saman og sköpuðust umræður um það í settinu í Lögmáli leiksins og þá einna helst í tengslum við stjörnur liðsins, Lebron James og Anthony Davis. „Það vissu allir fyrir tímabilið að Lebron er að fara hvíla sig, bara að fara stefna á úrslitakeppnina,“ sagði Leifur Steinn Árnason einn af sérfræðingum Lögmálsins um Lakers. „Þegar að hann vill getur Lebron verið frábær varnarmaður en hann er bara að hvíla sig í vörninni. Síðan þegar að Anthony Davis er ekki 100% varnarlega, eins og hann byrjaði fyrstu vikurnar, það vantar eitthvað. Lebron er eiginlega með boltann allan tímann í sókninni. Lebron og Davis taka eiginlega öll skotin. Maður sér það bara á aukaleikurunum í þessu liði að mórallinn hjá þeim er að fara svolítið niður. Tómas Steindórsson segir ekkert nýtt undir sólinni hjá liðinu frá Los Angeles. „Þetta er sama sagan með Lakers núna fimmta árið í röð. Síðan að þeir tóku Covid titilinn. Þetta er alltaf bara Lebron og Anthony Davis. Ekkert annað.“ „Reddick verður þá að taka smá ábyrgð á því,“ svaraði Leifur. „Það hlýtur að vera svolítið á honum að virkja hina leikmennina. Erum við ekki sammála um það? Hann er bara þarna að kenna leikmönnunum um allt. Bara allt leikmönnunum að kenna. Heiðar Snær Magnússon sem einnig var í settinu furðaði sig á viðhorfi þjálfarans. „Mér leið bara eins og þetta viðtal væri við mann sem væri að falla úr deild. „Ég hef bara sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann.“ Þetta og annað í nýjasta þættinum í Lögmáli leiksins má sjá á Stöð 2 Sport 2 klukkan átta í kvöld
NBA Lögmál leiksins Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum