Ögurstund í Þorlákshöfn í kvöld Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. desember 2024 16:53 Elliði Vignisson er bæjarstjóri í Ölfusi. Vísir/Egill Íbúakosningu í Ölfusi um hvort Heidelberg fái að byggja mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn lauk formlega klukkan fjögur síðdegis. Íbúakosning hófst þann 25. nóvember en íbúum gafst þá einnig kostur á að greiða atkvæði um málið samhliða kosningum til Alþingis 30. nóvember. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir að kjörsókn hafi verið mjög góð í íbúakosningunni, einhvers staðar á bilinu 65-70%. „Sem þykir mjög góð kjörsókn í íbúakosningum og það skiptir okkur mjög miklu. Núna hefur kjörnefnd komið saman og lokið kosningum formlega og eru bara að hefjast handa við að telja, fyrir opnum dyrum.“ Og hvenær getið þið vænst þess að fá niðurstöðu í málið? „Ég hugsa að ef ekkert óvænt kemur upp á þá gæti það verið einhvern tímann á milli sjö og átta. Það verður allavega fyrir klukkan níu í kvöld sem við ættum að geta upplýst um niðurstöðu kosninga,“ segir Elliði en á heimasíðu Ölfuss verður íbúum tilkynnt um niðurstöðuna. „Og mikið hlakka ég til af því að þá veit ég hver minn vilji verður. Hann verður sá hinn sami og íbúa,“ segir Elliði. Hefurðu einhverja tilfinningu hvernig þetta fer? „Nei, í raun og veru hef ég ekki neina sterka tilfinningu fyrir því. Mestu skiptir fyrir mig er að kosningarnar fóru vel fram og voru vel sóttar af íbúum. Þeir hafa látið að sér kveða í þessari framkvæmd með því að mæta á kjörstað og umræðan hefur verið, hér heima fyrir, mjög hófstillt og íbúar sýnt mikinn þroska í allri framkomu og það var það sem skipti mann meiru heldur en akkúrat hver niðurstaðan verður, því eins og ég segi að ég sem bæjarstjóri mun alltaf gera vilja bæjarbúa að mínum vilja.“ Elliði segir að mál sem þessi henti vel til íbúakosningu. „Ég held þetta sé mjög góð leið og einmitt í svona stórum málum sem ekki eru á neinn máta pólitísk, þetta er stórt hagsmunamál fyrir sveitarfélagið, þetta eru annars vegar umhverfisáhrif og auðvitað verður fólk vart við, ef af þessu verður, framkvæmdina og starfsemina á sama tíma eru þetta mörg störf og mörg tækifæri sem þessu fylgja og það er langbest að íbúar hafi beina og milliliðalausa aðkomu að ákvörðunum sem þessum og okkur finnst mjög vel hafa tekist til hvað þetta varðar og erum mjög stolt af íbúum. “ Deilur um iðnað í Ölfusi Ölfus Tengdar fréttir Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Jón Hjörleifur Stefánsson aðventisti segir hóp aðventista hafa kært leynisamning sem stjórnin gerði við Eden Mining, millilið sem hefur gert samning um efnissölu til Heidelberg. Þetta hljóti að setja yfirstandandi íbúakosningu um hvort Heidelberg fái að reisa verksmiðju í Þorlákshöfn í uppnám. 25. nóvember 2024 16:25 Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í Þorlákshöfn hefur ritað grein þar sem hún finnur fyrirhugaðri mölunarverksmiðju Heidelberg í nágrenni landeldisstöðva í Ölfusi flest til foráttu. 21. nóvember 2024 15:20 Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Mikill hasar er nú í sveitarfélaginu Ölfusi en þar er nú yfirstandandi íbúakosning þar sem kosið er um það hvort Heidelberg Materials fái starfsleyfi í Þorlákshöfn fyrir mölunarverksmiðju sína. Meðal annars hefur verið dreift nafnlausum bæklingum þar sem verkefninu er fundið flest til foráttu. 27. nóvember 2024 11:35 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir að kjörsókn hafi verið mjög góð í íbúakosningunni, einhvers staðar á bilinu 65-70%. „Sem þykir mjög góð kjörsókn í íbúakosningum og það skiptir okkur mjög miklu. Núna hefur kjörnefnd komið saman og lokið kosningum formlega og eru bara að hefjast handa við að telja, fyrir opnum dyrum.“ Og hvenær getið þið vænst þess að fá niðurstöðu í málið? „Ég hugsa að ef ekkert óvænt kemur upp á þá gæti það verið einhvern tímann á milli sjö og átta. Það verður allavega fyrir klukkan níu í kvöld sem við ættum að geta upplýst um niðurstöðu kosninga,“ segir Elliði en á heimasíðu Ölfuss verður íbúum tilkynnt um niðurstöðuna. „Og mikið hlakka ég til af því að þá veit ég hver minn vilji verður. Hann verður sá hinn sami og íbúa,“ segir Elliði. Hefurðu einhverja tilfinningu hvernig þetta fer? „Nei, í raun og veru hef ég ekki neina sterka tilfinningu fyrir því. Mestu skiptir fyrir mig er að kosningarnar fóru vel fram og voru vel sóttar af íbúum. Þeir hafa látið að sér kveða í þessari framkvæmd með því að mæta á kjörstað og umræðan hefur verið, hér heima fyrir, mjög hófstillt og íbúar sýnt mikinn þroska í allri framkomu og það var það sem skipti mann meiru heldur en akkúrat hver niðurstaðan verður, því eins og ég segi að ég sem bæjarstjóri mun alltaf gera vilja bæjarbúa að mínum vilja.“ Elliði segir að mál sem þessi henti vel til íbúakosningu. „Ég held þetta sé mjög góð leið og einmitt í svona stórum málum sem ekki eru á neinn máta pólitísk, þetta er stórt hagsmunamál fyrir sveitarfélagið, þetta eru annars vegar umhverfisáhrif og auðvitað verður fólk vart við, ef af þessu verður, framkvæmdina og starfsemina á sama tíma eru þetta mörg störf og mörg tækifæri sem þessu fylgja og það er langbest að íbúar hafi beina og milliliðalausa aðkomu að ákvörðunum sem þessum og okkur finnst mjög vel hafa tekist til hvað þetta varðar og erum mjög stolt af íbúum. “
Deilur um iðnað í Ölfusi Ölfus Tengdar fréttir Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Jón Hjörleifur Stefánsson aðventisti segir hóp aðventista hafa kært leynisamning sem stjórnin gerði við Eden Mining, millilið sem hefur gert samning um efnissölu til Heidelberg. Þetta hljóti að setja yfirstandandi íbúakosningu um hvort Heidelberg fái að reisa verksmiðju í Þorlákshöfn í uppnám. 25. nóvember 2024 16:25 Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í Þorlákshöfn hefur ritað grein þar sem hún finnur fyrirhugaðri mölunarverksmiðju Heidelberg í nágrenni landeldisstöðva í Ölfusi flest til foráttu. 21. nóvember 2024 15:20 Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Mikill hasar er nú í sveitarfélaginu Ölfusi en þar er nú yfirstandandi íbúakosning þar sem kosið er um það hvort Heidelberg Materials fái starfsleyfi í Þorlákshöfn fyrir mölunarverksmiðju sína. Meðal annars hefur verið dreift nafnlausum bæklingum þar sem verkefninu er fundið flest til foráttu. 27. nóvember 2024 11:35 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Jón Hjörleifur Stefánsson aðventisti segir hóp aðventista hafa kært leynisamning sem stjórnin gerði við Eden Mining, millilið sem hefur gert samning um efnissölu til Heidelberg. Þetta hljóti að setja yfirstandandi íbúakosningu um hvort Heidelberg fái að reisa verksmiðju í Þorlákshöfn í uppnám. 25. nóvember 2024 16:25
Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í Þorlákshöfn hefur ritað grein þar sem hún finnur fyrirhugaðri mölunarverksmiðju Heidelberg í nágrenni landeldisstöðva í Ölfusi flest til foráttu. 21. nóvember 2024 15:20
Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Mikill hasar er nú í sveitarfélaginu Ölfusi en þar er nú yfirstandandi íbúakosning þar sem kosið er um það hvort Heidelberg Materials fái starfsleyfi í Þorlákshöfn fyrir mölunarverksmiðju sína. Meðal annars hefur verið dreift nafnlausum bæklingum þar sem verkefninu er fundið flest til foráttu. 27. nóvember 2024 11:35
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent