„Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Jón Þór Stefánsson skrifar 10. desember 2024 19:31 Luigi Mangione er 26 ára gamall. EPA Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, leit á morðið sem táknræna athöfn til að ógna og ögra meintri spillingu og valdatafli. Þetta kemur fram í lögregluskýrslu sem New York Times hefur undir höndum. Manigone var handtekinn í gærkvöld eftir umfangsmikla leit í nokkurra daga. Hann er talinn hafa myrt Brian Thompson, einn forstjóra UnitedHealthcare eins stærsta sjúkratryggingafélags Bandaríkjanna, verið á flótta þangað til hann var handtekinn í útibúi McDonalds í Pennsylvaníu-ríki. „Miðað við viðbrögð við skotárásinni á netinu, þar sem drápi á yfirmanni sjúkratryggingafyrirtækis er fagnað, er hætta á að margir öfgamenn muni líta á Manigone sem píslarvott, fordæmi sem hægt verði að fylgja eftir,“ segir í lögregluskýrslunni. Lítur líkleg á sig sem hetju Manigone var með í fórum sínum nokkurra blaðsíðna stefnuyfirlýsingu. Að mati lögreglunnar gefur yfirlýsingin til kynna að hann „líti líklega á sjálfan sig sem eins konar hetju sem ákvað loksins að bregðast við ósanngirninni.“ Mangione er kominn af auðugri fjölskyldu frá Baltimore í Maryland sem hefur verið viðloðin fasteignaviðskipti um árabil. Hann dúxaði í einkaskóla á barnsaldri og útskrifaðist úr Háskólanum í Pennsylvaníu árið 2020 með BA og meistaragráðu í tölvunar- og upplýsingafræðum. Útibú McDonalds í Pennsylvaníu þar sem Mangione fannst eftir nokkurra daga leit.EPA Að loknu h´askólanámi fór hann í starfsnám hjá John Hopkins-háskólanum og tölvuleikjaframleiðandanum Firaxis Games. Þar á eftir starfaði hann hjá bílasöluvefsíðunni TrueCar. Grunaði hann alls ekki New York Times segir hann hafa verið í reglulegu sambandi við fjölskyldu sína þar til fyrir sex mánuðum þegar hann hætti þeim samskiptum skyndilega. Luigi Mangione er grunaður um að hafa orðið Brian Thompson, einum forstjóra UnitedHealthcare, að bana.EPA „Hann var síðasta manneskjan sem nokkurn myndi nokkuru sinni gruna,“ hefur New York Times eftir Thomas J. Maronick lögmanni og útvarpsmanni sem þekkir til Mangione-fjölskyldunnar. „Þessi fjölskylda er mikils virt. Hún hefur verið framarlega í Baltimore.“ Jafnramt var rætt við vin Mangione, Aaron Cranston, sem stundaði nám með honum í Gilman-skólanum, sem þykir einn fremsti einkaskólinn í Baltimore. Hann sagði Mangione hafa verið sérstaklega gáfaðan, jafnvel þann klárasta í þessum virta skóla. Mangione hefði verið félagslyndur, vinalegur og ekki sérlega pólitískur. Bakveikindi tekið mikið á Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum vestanhafs að í aðdraganda árásarinnar í síðustu viku hafi Mangione glímt við mikinn verk í baki. R.J. Martin, sem kynntist Mangione í Honolulu í Hawaii, þar sem hann hefur dvalið mikið síðustu ár, sagði að bakveikindi hafi háð honum verulega. „Hann vissi að það væri erfitt að fara á stefnumót og vera líkamlega náin einhverjum með bakið í þessu ástandi,“ sagði Martin. „Ég man eftir því þegar hann sagði mér það, og ég greindi djúpria sorg í honum.“ Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Tengdar fréttir Ákærður fyrir morð í New York Hinn tuttugu og sex ára gamli Luigi Mangione, sem var handtekinn í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum í gær hefur nú verið formlega ákærður fyrir morð í New York á dögunum. Hann er grunaður um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, á götu úti í New York. 10. desember 2024 09:15 Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. 7. desember 2024 15:07 Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Maðurinn sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á götum New York í gær, er sagður hafa skilið eftir skilaboð á patrónum, eða skothylkjum, skota sem hann skaut Brian Thompson með. Þá hafa verið birtar nýjar myndir af manninum, þær fyrstu þar sem andlit hans sést, en maðurinn gengur enn laus. 5. desember 2024 17:52 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira
Manigone var handtekinn í gærkvöld eftir umfangsmikla leit í nokkurra daga. Hann er talinn hafa myrt Brian Thompson, einn forstjóra UnitedHealthcare eins stærsta sjúkratryggingafélags Bandaríkjanna, verið á flótta þangað til hann var handtekinn í útibúi McDonalds í Pennsylvaníu-ríki. „Miðað við viðbrögð við skotárásinni á netinu, þar sem drápi á yfirmanni sjúkratryggingafyrirtækis er fagnað, er hætta á að margir öfgamenn muni líta á Manigone sem píslarvott, fordæmi sem hægt verði að fylgja eftir,“ segir í lögregluskýrslunni. Lítur líkleg á sig sem hetju Manigone var með í fórum sínum nokkurra blaðsíðna stefnuyfirlýsingu. Að mati lögreglunnar gefur yfirlýsingin til kynna að hann „líti líklega á sjálfan sig sem eins konar hetju sem ákvað loksins að bregðast við ósanngirninni.“ Mangione er kominn af auðugri fjölskyldu frá Baltimore í Maryland sem hefur verið viðloðin fasteignaviðskipti um árabil. Hann dúxaði í einkaskóla á barnsaldri og útskrifaðist úr Háskólanum í Pennsylvaníu árið 2020 með BA og meistaragráðu í tölvunar- og upplýsingafræðum. Útibú McDonalds í Pennsylvaníu þar sem Mangione fannst eftir nokkurra daga leit.EPA Að loknu h´askólanámi fór hann í starfsnám hjá John Hopkins-háskólanum og tölvuleikjaframleiðandanum Firaxis Games. Þar á eftir starfaði hann hjá bílasöluvefsíðunni TrueCar. Grunaði hann alls ekki New York Times segir hann hafa verið í reglulegu sambandi við fjölskyldu sína þar til fyrir sex mánuðum þegar hann hætti þeim samskiptum skyndilega. Luigi Mangione er grunaður um að hafa orðið Brian Thompson, einum forstjóra UnitedHealthcare, að bana.EPA „Hann var síðasta manneskjan sem nokkurn myndi nokkuru sinni gruna,“ hefur New York Times eftir Thomas J. Maronick lögmanni og útvarpsmanni sem þekkir til Mangione-fjölskyldunnar. „Þessi fjölskylda er mikils virt. Hún hefur verið framarlega í Baltimore.“ Jafnramt var rætt við vin Mangione, Aaron Cranston, sem stundaði nám með honum í Gilman-skólanum, sem þykir einn fremsti einkaskólinn í Baltimore. Hann sagði Mangione hafa verið sérstaklega gáfaðan, jafnvel þann klárasta í þessum virta skóla. Mangione hefði verið félagslyndur, vinalegur og ekki sérlega pólitískur. Bakveikindi tekið mikið á Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum vestanhafs að í aðdraganda árásarinnar í síðustu viku hafi Mangione glímt við mikinn verk í baki. R.J. Martin, sem kynntist Mangione í Honolulu í Hawaii, þar sem hann hefur dvalið mikið síðustu ár, sagði að bakveikindi hafi háð honum verulega. „Hann vissi að það væri erfitt að fara á stefnumót og vera líkamlega náin einhverjum með bakið í þessu ástandi,“ sagði Martin. „Ég man eftir því þegar hann sagði mér það, og ég greindi djúpria sorg í honum.“
Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Tengdar fréttir Ákærður fyrir morð í New York Hinn tuttugu og sex ára gamli Luigi Mangione, sem var handtekinn í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum í gær hefur nú verið formlega ákærður fyrir morð í New York á dögunum. Hann er grunaður um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, á götu úti í New York. 10. desember 2024 09:15 Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. 7. desember 2024 15:07 Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Maðurinn sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á götum New York í gær, er sagður hafa skilið eftir skilaboð á patrónum, eða skothylkjum, skota sem hann skaut Brian Thompson með. Þá hafa verið birtar nýjar myndir af manninum, þær fyrstu þar sem andlit hans sést, en maðurinn gengur enn laus. 5. desember 2024 17:52 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira
Ákærður fyrir morð í New York Hinn tuttugu og sex ára gamli Luigi Mangione, sem var handtekinn í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum í gær hefur nú verið formlega ákærður fyrir morð í New York á dögunum. Hann er grunaður um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, á götu úti í New York. 10. desember 2024 09:15
Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. 7. desember 2024 15:07
Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Maðurinn sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á götum New York í gær, er sagður hafa skilið eftir skilaboð á patrónum, eða skothylkjum, skota sem hann skaut Brian Thompson með. Þá hafa verið birtar nýjar myndir af manninum, þær fyrstu þar sem andlit hans sést, en maðurinn gengur enn laus. 5. desember 2024 17:52