Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2024 22:11 Ross Barkley fagnar hér sigurmarki sínu fyrir Aston Villa í kvöld. Getty/Maja Hitij Aston Villa vann dramatískan 3-2 sigur á þýska liðinu RB Leipzig í Meistaradeildinni í kvöld og ensku liðin héldu því áfram að vinna þau þýsku í Evrópu í vetur. Ross Barkley skoraði sigurmark Villa manna fimm mínútum fyrir leikslok en hin mörkin skoruðu John McGinn á þriðju mínútu og John Duran á 52. mínútu. Ikoma Lois Openda og Christoph Baumgartner jöfnuðu báðir en það dugði ekki þýska liðinu til að halda sér á lífi í keppninni. Tapið þýðir að RB Leipzig á ekki lengur möguleika á því að komast í útsláttarkeppnina enda stigalaust við botninn. Seinna markið kom eftir skelfileg mistök Emiliano Martinez, markvarðar Aston Villa, en hann slapp með skrekkinn á endanum. Þetta var betra kvöld fyrir þýsku liðin Bayern München og Bayer Leverkusen. Nordi Mukiele tryggði Leverkusen 1-0 sigur á Internazionale með marki á 90. mínútu. Það var fyrsta markið sem Inter menn fá á sig í keppninni í vetur. Leverkusen komst fyrir vikið upp í annað sætið. Þeir deila því með Aston Villa, Inter og Brest sem vann 1-0 sigur á PSV Eindhoven í kvöld. Öll eru með þrettán stig, fimm stigum á eftir toppliði Liverpool. Bayern München er í áttunda sætinu eftir 5-1 stórsigur á Shakhtar Donetsk. Michael Olise skoraði tvö mörk en hin mörkin skoruðu þeir Konrad Laimer, Thomas Müller og Jamal Musiala. Club Brugge vann 2-1 sigur á portúgalska félaginu Sporting Lissabon sem gengur illa eftir að liðið missti þjálfarann Ruben Amorin til Manchester United. Paris Saint-Germain vann líka mikilvægan sigur í kvöld en liðið sótti þrjú stig til Salzburg eftir 3-0 sigur. Goncalo Ramos, Nuno Mendes og Désiré Doué skoruðu mörkin en Achraf Hakimi lagði upp tvö þeirra. PSG er í 24. sæti eftir sigurinn. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Fótbolti Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Fleiri fréttir Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Sjá meira
Ross Barkley skoraði sigurmark Villa manna fimm mínútum fyrir leikslok en hin mörkin skoruðu John McGinn á þriðju mínútu og John Duran á 52. mínútu. Ikoma Lois Openda og Christoph Baumgartner jöfnuðu báðir en það dugði ekki þýska liðinu til að halda sér á lífi í keppninni. Tapið þýðir að RB Leipzig á ekki lengur möguleika á því að komast í útsláttarkeppnina enda stigalaust við botninn. Seinna markið kom eftir skelfileg mistök Emiliano Martinez, markvarðar Aston Villa, en hann slapp með skrekkinn á endanum. Þetta var betra kvöld fyrir þýsku liðin Bayern München og Bayer Leverkusen. Nordi Mukiele tryggði Leverkusen 1-0 sigur á Internazionale með marki á 90. mínútu. Það var fyrsta markið sem Inter menn fá á sig í keppninni í vetur. Leverkusen komst fyrir vikið upp í annað sætið. Þeir deila því með Aston Villa, Inter og Brest sem vann 1-0 sigur á PSV Eindhoven í kvöld. Öll eru með þrettán stig, fimm stigum á eftir toppliði Liverpool. Bayern München er í áttunda sætinu eftir 5-1 stórsigur á Shakhtar Donetsk. Michael Olise skoraði tvö mörk en hin mörkin skoruðu þeir Konrad Laimer, Thomas Müller og Jamal Musiala. Club Brugge vann 2-1 sigur á portúgalska félaginu Sporting Lissabon sem gengur illa eftir að liðið missti þjálfarann Ruben Amorin til Manchester United. Paris Saint-Germain vann líka mikilvægan sigur í kvöld en liðið sótti þrjú stig til Salzburg eftir 3-0 sigur. Goncalo Ramos, Nuno Mendes og Désiré Doué skoruðu mörkin en Achraf Hakimi lagði upp tvö þeirra. PSG er í 24. sæti eftir sigurinn.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Fótbolti Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Fleiri fréttir Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Sjá meira