„Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 11. desember 2024 13:48 Hannes Þór hefur svo margt fyrir stafni að Leynilögga 2 hefur þurft að bíða en nú stefnir í að verkefnið fari af stað fyrir alvöru. Vísir Hannes Þór Halldórsson leikstjóri segist lengi hafa haft þann draum um að gera leikna heimildarþætti um gerð bíómyndarinnar Leynilöggu 2 og fara svo beint í að gera Leynilöggu 3. Líklega verði það ekki raunin enda hefur Hannes í nógu að snúast en stefnan er samt sett á að gera framhald af vinsælu myndinni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í kvikmynda- og sjónvarpshlaðvarpinu Tveir á toppnum. Hannes er einn öflugasti kvikmyndagerðarmaður landsins en hann stendur að baki tveimur vinsælustu þáttum landsins þessa dagana, þáttunum um strákasveitina Iceguys og Bannað að hlæja með Auðunni Blöndal. Innblásturinn frá Klovn og Curb your Enthusiasm Í þættinum ræðir Hannes meðal annars aðdáun sína á leiknum þáttum í heimildarþáttastíl, líkt og Klovn og Curb your Enthusiasm. Hann hafi sótt mikið þangað þegar hann leikstýrði Iceguys en líkt og alþjóð veit leikstýrði Hannes kvikmyndinni Leynilöggu sem sló í gegn þegar hún kom út árið 2021. „Stóra planið eftir Leynilöggu var að gera sjónvarpsseríu sem héti Leynilögga 2 þar sem væri verið að skjóta Leynilöggu 2 og við sæjum hana svona óbeint í gegnum behind the scenes tökur og svo yrði Leynilöggu 2 hent og svo myndum við fara og gera Leynilöggu 3 þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3 og svo sjónvarpsþættir á milli um gerð Leynilöggu 2.“ Ekki fékkst fjármagn í verkið auk þess sem Hannes hefur haft nægum hnöppum að hneppa vegna Iceguys, Bannað að hlæja og annarra verkefna. Hann segir að nú standi til að gera Leynilöggu 2 og er verkefnið komið eitthvað áleiðis. „Við erum komnir aðeins áleiðis og þetta er á to-do listanum. Það er alltaf eitthvað að þvælast fyrir, nú er ég búinn að gera tvær seríur af Iceguys sem ég var ekki að reikna með, það tekur bara tíma. Egill er alltaf að pressa á mig, við ætlum að taka helgi þar sem við lokum okkur af og klárum handritið. Það er á to-do listanum. Það verður þá bíómynd.“ Hannes segist þó sjá eftir heimildaþáttahugmyndinni. „Hversu kúl hefði verið ef það væru bara til tvær myndir? Bara Leynilögga 1 og 3 og í miðjunni gerðist fullt af einhverju dóti en við skautum bara yfir það, byrjum bara á 3 þar sem 2 hafði endað. Mér fannst þetta alveg stórkostlegt.“ Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Áður óséð efni frá gerð Leynilöggu Kvikmyndin Leynilögga er tilnefnd sem besta gamanmyndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sem fram fara í Hörpu í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd er tilnefnd í þessum flokki. 10. desember 2022 14:52 „Þegar ég stoppa bílinn hélt ég að hann væri dáinn“ Hannes Þór Halldórsson er líklega besti markvörður Íslandssögunnar. Hannes leikstýrir kvikmyndinni Leynilögga sem frumsýnd var á dögunum og er það fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem hann leikstýrir. 4. nóvember 2021 11:30 Byrjaðir að vinna að Leynilöggu 2 Leynilögga 2 gæti orðið jólamynd ársins 2024. Aðstandendur myndarinnar hafa sest niður og hafið vinnslu á verkefninu. 22. nóvember 2022 21:39 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í kvikmynda- og sjónvarpshlaðvarpinu Tveir á toppnum. Hannes er einn öflugasti kvikmyndagerðarmaður landsins en hann stendur að baki tveimur vinsælustu þáttum landsins þessa dagana, þáttunum um strákasveitina Iceguys og Bannað að hlæja með Auðunni Blöndal. Innblásturinn frá Klovn og Curb your Enthusiasm Í þættinum ræðir Hannes meðal annars aðdáun sína á leiknum þáttum í heimildarþáttastíl, líkt og Klovn og Curb your Enthusiasm. Hann hafi sótt mikið þangað þegar hann leikstýrði Iceguys en líkt og alþjóð veit leikstýrði Hannes kvikmyndinni Leynilöggu sem sló í gegn þegar hún kom út árið 2021. „Stóra planið eftir Leynilöggu var að gera sjónvarpsseríu sem héti Leynilögga 2 þar sem væri verið að skjóta Leynilöggu 2 og við sæjum hana svona óbeint í gegnum behind the scenes tökur og svo yrði Leynilöggu 2 hent og svo myndum við fara og gera Leynilöggu 3 þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3 og svo sjónvarpsþættir á milli um gerð Leynilöggu 2.“ Ekki fékkst fjármagn í verkið auk þess sem Hannes hefur haft nægum hnöppum að hneppa vegna Iceguys, Bannað að hlæja og annarra verkefna. Hann segir að nú standi til að gera Leynilöggu 2 og er verkefnið komið eitthvað áleiðis. „Við erum komnir aðeins áleiðis og þetta er á to-do listanum. Það er alltaf eitthvað að þvælast fyrir, nú er ég búinn að gera tvær seríur af Iceguys sem ég var ekki að reikna með, það tekur bara tíma. Egill er alltaf að pressa á mig, við ætlum að taka helgi þar sem við lokum okkur af og klárum handritið. Það er á to-do listanum. Það verður þá bíómynd.“ Hannes segist þó sjá eftir heimildaþáttahugmyndinni. „Hversu kúl hefði verið ef það væru bara til tvær myndir? Bara Leynilögga 1 og 3 og í miðjunni gerðist fullt af einhverju dóti en við skautum bara yfir það, byrjum bara á 3 þar sem 2 hafði endað. Mér fannst þetta alveg stórkostlegt.“
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Áður óséð efni frá gerð Leynilöggu Kvikmyndin Leynilögga er tilnefnd sem besta gamanmyndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sem fram fara í Hörpu í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd er tilnefnd í þessum flokki. 10. desember 2022 14:52 „Þegar ég stoppa bílinn hélt ég að hann væri dáinn“ Hannes Þór Halldórsson er líklega besti markvörður Íslandssögunnar. Hannes leikstýrir kvikmyndinni Leynilögga sem frumsýnd var á dögunum og er það fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem hann leikstýrir. 4. nóvember 2021 11:30 Byrjaðir að vinna að Leynilöggu 2 Leynilögga 2 gæti orðið jólamynd ársins 2024. Aðstandendur myndarinnar hafa sest niður og hafið vinnslu á verkefninu. 22. nóvember 2022 21:39 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Áður óséð efni frá gerð Leynilöggu Kvikmyndin Leynilögga er tilnefnd sem besta gamanmyndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sem fram fara í Hörpu í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd er tilnefnd í þessum flokki. 10. desember 2022 14:52
„Þegar ég stoppa bílinn hélt ég að hann væri dáinn“ Hannes Þór Halldórsson er líklega besti markvörður Íslandssögunnar. Hannes leikstýrir kvikmyndinni Leynilögga sem frumsýnd var á dögunum og er það fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem hann leikstýrir. 4. nóvember 2021 11:30
Byrjaðir að vinna að Leynilöggu 2 Leynilögga 2 gæti orðið jólamynd ársins 2024. Aðstandendur myndarinnar hafa sest niður og hafið vinnslu á verkefninu. 22. nóvember 2022 21:39