KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Atli Ísleifsson skrifar 11. desember 2024 14:21 Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, og Egill Lýðvíksson, forstjóra Íveru, við undirritun samninga fyrr í dag. KEA Ívera íbúðafélag, áður Heimstaden, hefur gengið frá samningum við dótturfélag KEA um kaup hins síðarnefnda á um 120 íbúðum Íveru á Akureyri. Kaupverð eignanna er rúmir 5 milljarðar króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KEA. Þar segir að Ívera hafi nýverið gefið út áform um tvöföldun á eignasafni sínu sem sé í dag um 1.600 íbúðir. Sala eignanna á Akureyri er liður í endurskipulagningu eignasafnsins og styrkir undirstöður félagsins fyrir frekari vöxt. Í viðræðunum lögðu Ívera og KEA áherslu á áframhaldandi húsnæðisöryggi fyrir leigutaka íbúðanna en stefna KEA er að reka íbúðasafnið til langs tíma og stefnir félagið á frekari vöxt á þessu sviði. Því munu viðskiptin ekki að hafa neikvæð áhrif á núverandi leigutaka. Viðskiptin marka brotthvarf Íveru af íbúðamarkaði á Akureyri og félagið stefnir ekki á frekari umsvif þar í náinni framtíð. Stefnt er að afhendingu eignanna fyrir jól,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Agli Lúðvíkssyni, forstjóra Íveru, að það sé ánægjulegt að skerpa á rekstri félagsins með þessari endurskipulagningu í rekstri og horfa á eftir eignunum á Akureyri í hendur trausts aðila með metnaðarfull langtímaáform. „Eignirnar eru vel staðsettar og hafa verið eftirsóttar á leigumarkaði. KEA er rótgróinn fjárfestir í sínu nærumhverfi og gildi þeirra fara vel saman við okkar. Ég trúi að leigutakarnir verði ánægðir með þessi viðskipti.“ Þá er haft eftir Halldóri Jóhannssyni, framkvæmdastjóra KEA, að kaupin séu fyrsta skref KEA inn á íbúðaleigumarkaðinn hér á nærsvæði félagins en í gegnum dótturfélagið Skálabrún ætli KEA sér að byggja upp til lengri tíma safn íbúða til almennrar útleigu. „Það er ekkert stórt sérhæft og staðbundið félag um leigu íbúða á almennum markaði hér á þessu svæði og við erum að breyta þeirri umgjörð með þessum kaupum. Það hefur skort félag eins og þetta á þessum markaði og þessi fjárfesting muni til lengri tíma styrkja almennan íbúðaleigumarkað á svæðinu. Þetta er ein stærsta fjárfesting KEA í nokkurn tíma en hún er liður í þeim breyttu áherslum hjá félaginu að auka verulega vægi fasteignatengdra verkefna á efnahagsreikningi sínum ásamt því að fækka og stækka þau verkefni sem eru á höndum félagsins. Ásamt því að reka íbúðaleigufélag stefnum við á að taka þátt í þróunarverkefnum ýmiskonar á fasteigna- og íbúðamarkaði á okkar nærsvæði“. Leigumarkaður Fasteignamarkaður Akureyri Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Stjórnendur telja hagvaxtarhorfur hafa versnað umtalsvert Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá KEA. Þar segir að Ívera hafi nýverið gefið út áform um tvöföldun á eignasafni sínu sem sé í dag um 1.600 íbúðir. Sala eignanna á Akureyri er liður í endurskipulagningu eignasafnsins og styrkir undirstöður félagsins fyrir frekari vöxt. Í viðræðunum lögðu Ívera og KEA áherslu á áframhaldandi húsnæðisöryggi fyrir leigutaka íbúðanna en stefna KEA er að reka íbúðasafnið til langs tíma og stefnir félagið á frekari vöxt á þessu sviði. Því munu viðskiptin ekki að hafa neikvæð áhrif á núverandi leigutaka. Viðskiptin marka brotthvarf Íveru af íbúðamarkaði á Akureyri og félagið stefnir ekki á frekari umsvif þar í náinni framtíð. Stefnt er að afhendingu eignanna fyrir jól,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Agli Lúðvíkssyni, forstjóra Íveru, að það sé ánægjulegt að skerpa á rekstri félagsins með þessari endurskipulagningu í rekstri og horfa á eftir eignunum á Akureyri í hendur trausts aðila með metnaðarfull langtímaáform. „Eignirnar eru vel staðsettar og hafa verið eftirsóttar á leigumarkaði. KEA er rótgróinn fjárfestir í sínu nærumhverfi og gildi þeirra fara vel saman við okkar. Ég trúi að leigutakarnir verði ánægðir með þessi viðskipti.“ Þá er haft eftir Halldóri Jóhannssyni, framkvæmdastjóra KEA, að kaupin séu fyrsta skref KEA inn á íbúðaleigumarkaðinn hér á nærsvæði félagins en í gegnum dótturfélagið Skálabrún ætli KEA sér að byggja upp til lengri tíma safn íbúða til almennrar útleigu. „Það er ekkert stórt sérhæft og staðbundið félag um leigu íbúða á almennum markaði hér á þessu svæði og við erum að breyta þeirri umgjörð með þessum kaupum. Það hefur skort félag eins og þetta á þessum markaði og þessi fjárfesting muni til lengri tíma styrkja almennan íbúðaleigumarkað á svæðinu. Þetta er ein stærsta fjárfesting KEA í nokkurn tíma en hún er liður í þeim breyttu áherslum hjá félaginu að auka verulega vægi fasteignatengdra verkefna á efnahagsreikningi sínum ásamt því að fækka og stækka þau verkefni sem eru á höndum félagsins. Ásamt því að reka íbúðaleigufélag stefnum við á að taka þátt í þróunarverkefnum ýmiskonar á fasteigna- og íbúðamarkaði á okkar nærsvæði“.
Leigumarkaður Fasteignamarkaður Akureyri Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Stjórnendur telja hagvaxtarhorfur hafa versnað umtalsvert Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Sjá meira