GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Sindri Sverrisson skrifar 12. desember 2024 11:31 Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon spáðu í spilin fyrir leik Tindastóls og Njarðvíkur, tveggja af þremur efstu liðum Bónus-deildarinnar. Stöð 2 Sport „Það var svo gaman síðast að við ákváðum að endurtaka þetta,“ segir Pavel Ermolinskij um þá ákvörðun GAZ-manna að beina sjónum sínum að Sauðárkróki í kvöld, á leik Tindastóls og Njarðvíkur. Pavel og Helgi Már Magnússon hafa tekið einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur og munu lýsa leiknum á Króknum í kvöld með sínum hætti, á Stöð 2 BD. „Tindastóll er að koma úr erfiðri ferð suður í Reykjanesbæ, tveir tapleikir á þremur dögum, á meðan að Njarðvíkingar hafa verið að vinna leiki endalaust. Lið sem þú hefur ekki haft mikla trú á,“ baunaði Pavel á Helga: „Það er alveg rétt. Njarðvíkingar eru búnir að þagga niður í mér og koma mér svakalega á óvart, sérstaklega til dæmis í síðasta leik. Mögulega hefur það eitthvað með vonbrigði mín með Grindavík að gera líka, en Njarðvíkingar eru búnir að vera ótrúlega flottir. Njarðvík hefur sýnt okkur að þeir geta alveg spilað þó að það vanti einn leikmann. Þeir halda alveg sínu, spila sinn bolta og geta alltaf haldið sínu striki.“ Klippa: GAZ-upphitun fyrir leik Tindastóls og Njarðvíkur Njarðvík kynnir til leiks nýjan leikmann, Evans Ganapamo, sem þeir Helgi og Pavel bíða spenntir eftir að sjá en þar er á ferðinni landsliðsmaður Mið-Afríkulýðveldisins. Stólarnir verða hins vegar án Adomas Drungilas vegna leikbanns, og virtust illa mega við því að Sadio Doucoure skyldi meiðast: „Við sáum Tindastól um helgina missa Sadio út, vegna puttameiðsla. Hann spilaði einhverjar mínútur í báðum leikjum við Keflavík en augljóslega ekki á fullri getu, og núna verður Drungilas ekki með. Stólarnir hafa ekki sýnt okkur að þeir geti aðlagað sig að þessu,“ sagði Helgi. Þeir Pavel voru sammála um að lið Tindastóls yrði mögulega of lágvaxið í kvöld fyrir baráttu við menn á borð við Dominykas Mikla og Mario Matasovic. „Þetta verður krefjandi fyrir lágvaxið lið Tindastóls. Njarðvík getur leikið sér með þetta og það verður alltaf annar þeirra inni á vellinum, og oft báðir,“ sagði Helgi en umræðuna alla má sjá í spilaranum hér að ofan. Bónus-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Sjá meira
Pavel og Helgi Már Magnússon hafa tekið einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur og munu lýsa leiknum á Króknum í kvöld með sínum hætti, á Stöð 2 BD. „Tindastóll er að koma úr erfiðri ferð suður í Reykjanesbæ, tveir tapleikir á þremur dögum, á meðan að Njarðvíkingar hafa verið að vinna leiki endalaust. Lið sem þú hefur ekki haft mikla trú á,“ baunaði Pavel á Helga: „Það er alveg rétt. Njarðvíkingar eru búnir að þagga niður í mér og koma mér svakalega á óvart, sérstaklega til dæmis í síðasta leik. Mögulega hefur það eitthvað með vonbrigði mín með Grindavík að gera líka, en Njarðvíkingar eru búnir að vera ótrúlega flottir. Njarðvík hefur sýnt okkur að þeir geta alveg spilað þó að það vanti einn leikmann. Þeir halda alveg sínu, spila sinn bolta og geta alltaf haldið sínu striki.“ Klippa: GAZ-upphitun fyrir leik Tindastóls og Njarðvíkur Njarðvík kynnir til leiks nýjan leikmann, Evans Ganapamo, sem þeir Helgi og Pavel bíða spenntir eftir að sjá en þar er á ferðinni landsliðsmaður Mið-Afríkulýðveldisins. Stólarnir verða hins vegar án Adomas Drungilas vegna leikbanns, og virtust illa mega við því að Sadio Doucoure skyldi meiðast: „Við sáum Tindastól um helgina missa Sadio út, vegna puttameiðsla. Hann spilaði einhverjar mínútur í báðum leikjum við Keflavík en augljóslega ekki á fullri getu, og núna verður Drungilas ekki með. Stólarnir hafa ekki sýnt okkur að þeir geti aðlagað sig að þessu,“ sagði Helgi. Þeir Pavel voru sammála um að lið Tindastóls yrði mögulega of lágvaxið í kvöld fyrir baráttu við menn á borð við Dominykas Mikla og Mario Matasovic. „Þetta verður krefjandi fyrir lágvaxið lið Tindastóls. Njarðvík getur leikið sér með þetta og það verður alltaf annar þeirra inni á vellinum, og oft báðir,“ sagði Helgi en umræðuna alla má sjá í spilaranum hér að ofan.
Bónus-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum