Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2024 13:43 Án hulduorku ætti massi vetrarbrauta og þyrpinga þeirra að hægja á útþenslu alheimsins og valda því að hann skryppi saman á endanum. Alheimurinn þenst hins vegar út á meiri hraða en áður. Vetrarbrautaþyrpingin MACS-J0417.5-1154 á mynd James Webb. NASA, ESA, CSA, STScI, V. Estrada-Carpenter (Saint Mary's Univer Athuganir öflugasta geimsjónauka sögunnar staðfesta enn á ný að alheimurinn þens út hraðar en staðallíkan eðlisfræðinnar getur útskýrt. Eftir sitja stjarneðlisfræðingar í súpunni, engu nær um hvers vegna herðir á útþenslunni. Vísindamenn hafa vitað í tæpa öld að alheimurinn þenst út, allt frá því að Edwin Hubble sá að vetrarbrautir færðust frá jörðinni á hraða sem var í beinu hlutfalli við fjarlægð þeirra. Útþensluhraði alheimsins hefur verið nefndur Hubble-fastinn. Málin flæktust undir lok 20. aldarinnar þegar mælingar Hubble-geimsjónaukans, sem kenndur er við téðan Hubble, bentu til þess að alheimurinn þendist út hraðar nú en fyrr í sögu hans þrátt fyrir að þyngdaráhrif efnisins í honum ættu að hægja á henni og snúa henni við. Til þess að skýra þetta misræmi hafa vísindamenn byggt á þeirri tilgátu að sýnilegt efni sé aðeins lítill hluti af efnisinnihaldi alheimsins. Meginuppistaða hans, um 95 prósent, sé svonefnd hulduorka og efni. Hulduorkan knýi áfram útþensluna en hulduefnið valdi því að vetrarbrautir og vetrarbrautarþyrpingar tolla saman. Útilokar að Hubble hafi mælt skakkt James Webb-geimsjónaukinn, stærsti og öflugasti sjónauki sögunnar, hefur nú verið að störfum í að nálgast tvö og hálft ár. Fyrstu niðurstöður athugana hans á fjarlægum vetrarbrautum virðast útiloka að niðurstöður Hubble hafi grundvallast á einhvers konar mæliskekkju, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Alheimurinn reyndist þenjast út átta prósent hraðar en búast ætti við samkvæmt athugunum Webb á svonefndum sefítum í fjarlægum vetrarbrautum, stjörnum með reglulega birtusveiflu sem nýtast sem svonefnd staðalkerti, fyrirbæri með þekkt birtustig sem gera vísindamönnum kleift að mæla fjarlægðir til þeirra með nákvæmum hætti. Adam Riess, stjarneðlisfræðingur og aðalhöfundur greinar um rannsóknina frá Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum, segir frekari gagna þörf til þess að leysa gátuna um útþensluhraðann. „Hversu mikið er misræmið? Er það á lægri enda skalans, fjögur til fimm prósent eða hærri endanum, tíu til tólf prósent, af þeim gögnum sem eru til staðar? Yfir hvaða tímabil alheimssögunnar er það til staðar? Á þessu munu tilgátur framtíðarinnar byggja,“ segir Riess sem hlaut Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði ásamt öðrum fyrir uppgötvunina á því að útþensluhraði alheimsins ykist árið 2011. Siyang Li, doktorsnemi við Johns Hopkins og meðhöfundur að greininni, segir niðurstöðu Webb mögulega þýða að breyta þurfi staðarlíkani vísindamanna af alheiminum. Afar erfitt sér þó að átta sig á hvernig á þessari stundu. „Það eru margar tilgátur sem snúast um hulduefni, hulduorku, huldugeislun, til dæmis fiseindir, eða að þyngdaraflið sjálft hafi einhverja framandi eiginleika sem gæti verið skýringin,“ segir Riess. Evrópska geimstofnunin skaut á loft geimsjónaukanum Evklíð í fyrra. Hann á að skapa stærsta þrívíða kortið af alheiminum til þessa. Með því vonast vísindamenn til þess að skilja betur eðli hulduorku og hulduefnis. Vísindi Geimurinn James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Alheimurinn er ekki allur þar sem hann er séður Forstjóri Max Planck-stofnunarinnar í stjarneðlisfræði vonast til að vísindamönnum takist að finna hulduefni á næstu áratugum. 13. nóvember 2017 09:15 Evklíð ætlað að afhjúpa hulduöfl alheimsins Nýr evrópskur geimsjónauki sem verður skotið á loft í dag á að hjálpa vísindamönnum að skilja dulin og leyndardómsfull öfl sem halda vetrabrautum saman og valda sívaxandi útþenslu alheimsins. Athuganir hans gætu varpað ljósi á ýmsar brýnustu spurningar heimsfræðinnar. 1. júlí 2023 13:00 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Vísindamenn hafa vitað í tæpa öld að alheimurinn þenst út, allt frá því að Edwin Hubble sá að vetrarbrautir færðust frá jörðinni á hraða sem var í beinu hlutfalli við fjarlægð þeirra. Útþensluhraði alheimsins hefur verið nefndur Hubble-fastinn. Málin flæktust undir lok 20. aldarinnar þegar mælingar Hubble-geimsjónaukans, sem kenndur er við téðan Hubble, bentu til þess að alheimurinn þendist út hraðar nú en fyrr í sögu hans þrátt fyrir að þyngdaráhrif efnisins í honum ættu að hægja á henni og snúa henni við. Til þess að skýra þetta misræmi hafa vísindamenn byggt á þeirri tilgátu að sýnilegt efni sé aðeins lítill hluti af efnisinnihaldi alheimsins. Meginuppistaða hans, um 95 prósent, sé svonefnd hulduorka og efni. Hulduorkan knýi áfram útþensluna en hulduefnið valdi því að vetrarbrautir og vetrarbrautarþyrpingar tolla saman. Útilokar að Hubble hafi mælt skakkt James Webb-geimsjónaukinn, stærsti og öflugasti sjónauki sögunnar, hefur nú verið að störfum í að nálgast tvö og hálft ár. Fyrstu niðurstöður athugana hans á fjarlægum vetrarbrautum virðast útiloka að niðurstöður Hubble hafi grundvallast á einhvers konar mæliskekkju, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Alheimurinn reyndist þenjast út átta prósent hraðar en búast ætti við samkvæmt athugunum Webb á svonefndum sefítum í fjarlægum vetrarbrautum, stjörnum með reglulega birtusveiflu sem nýtast sem svonefnd staðalkerti, fyrirbæri með þekkt birtustig sem gera vísindamönnum kleift að mæla fjarlægðir til þeirra með nákvæmum hætti. Adam Riess, stjarneðlisfræðingur og aðalhöfundur greinar um rannsóknina frá Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum, segir frekari gagna þörf til þess að leysa gátuna um útþensluhraðann. „Hversu mikið er misræmið? Er það á lægri enda skalans, fjögur til fimm prósent eða hærri endanum, tíu til tólf prósent, af þeim gögnum sem eru til staðar? Yfir hvaða tímabil alheimssögunnar er það til staðar? Á þessu munu tilgátur framtíðarinnar byggja,“ segir Riess sem hlaut Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði ásamt öðrum fyrir uppgötvunina á því að útþensluhraði alheimsins ykist árið 2011. Siyang Li, doktorsnemi við Johns Hopkins og meðhöfundur að greininni, segir niðurstöðu Webb mögulega þýða að breyta þurfi staðarlíkani vísindamanna af alheiminum. Afar erfitt sér þó að átta sig á hvernig á þessari stundu. „Það eru margar tilgátur sem snúast um hulduefni, hulduorku, huldugeislun, til dæmis fiseindir, eða að þyngdaraflið sjálft hafi einhverja framandi eiginleika sem gæti verið skýringin,“ segir Riess. Evrópska geimstofnunin skaut á loft geimsjónaukanum Evklíð í fyrra. Hann á að skapa stærsta þrívíða kortið af alheiminum til þessa. Með því vonast vísindamenn til þess að skilja betur eðli hulduorku og hulduefnis.
Vísindi Geimurinn James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Alheimurinn er ekki allur þar sem hann er séður Forstjóri Max Planck-stofnunarinnar í stjarneðlisfræði vonast til að vísindamönnum takist að finna hulduefni á næstu áratugum. 13. nóvember 2017 09:15 Evklíð ætlað að afhjúpa hulduöfl alheimsins Nýr evrópskur geimsjónauki sem verður skotið á loft í dag á að hjálpa vísindamönnum að skilja dulin og leyndardómsfull öfl sem halda vetrabrautum saman og valda sívaxandi útþenslu alheimsins. Athuganir hans gætu varpað ljósi á ýmsar brýnustu spurningar heimsfræðinnar. 1. júlí 2023 13:00 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Alheimurinn er ekki allur þar sem hann er séður Forstjóri Max Planck-stofnunarinnar í stjarneðlisfræði vonast til að vísindamönnum takist að finna hulduefni á næstu áratugum. 13. nóvember 2017 09:15
Evklíð ætlað að afhjúpa hulduöfl alheimsins Nýr evrópskur geimsjónauki sem verður skotið á loft í dag á að hjálpa vísindamönnum að skilja dulin og leyndardómsfull öfl sem halda vetrabrautum saman og valda sívaxandi útþenslu alheimsins. Athuganir hans gætu varpað ljósi á ýmsar brýnustu spurningar heimsfræðinnar. 1. júlí 2023 13:00