Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. desember 2024 13:30 Hilmar, formaður starfshópsins, Björt sem var hluti af starfshópnum og Guðlaugur ráðherra. stjórnarráðið Starfshópur um endurskoðun á rammaáætlun um orkumál leggur til að tímafestir verði innleiddir til þess að ekki þurfi að líða meira en 24 mánuðir frá því virkjunarhugmynd er send Orkustofnun og þar til ráðherra leggur þingsályktunartillögu fyrir þingið. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, stofnaði hópinn sem samanstendur af þeim Hilmari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni, Björtu Ólafsdóttur, fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra og Kolbeini Óttarssyni Proppé, fyrrverandi þingmanni VG. Hópurinn hóf störf í byrjun árs og fór meðal annars til Noregs til að kanna til hlítar hvernig Norðmenn hafa borið sig að. Björt segir að starfshópurinn hafi fengið mjög opið og vítt skipunarbréf; honum hafi verið ætlað að efla ferla, draga úr flækjum í orku og náttúruverndarmálum. „Við skoðuðum alla möguleika, þar á meðal hvort ætti að leggja rammaáætlun af, eins og sumir tala fyrir eða hvort eitthvað annað kerfi væri betur til þess falli að vinna úr þessum málum. Niðurstaða okkar var að halda okkur við rammaáætlun út af því að hún hefur reynst farsæl hvað faglega þætti varðar en að auka skilvirkni hennar svo um munar.“ Tillögur til úrbóta eru fjölmargar. „Við leggjum til að stytta frest og samnýta tímaramma þannig að það þurfi ekki að líða lengra en 24 mánuðir frá því að virkjanahugmynd er send til Orkustofnunar og þar til ráðherra leggur fram sína þingsályktunartillögu. Auk þess leggjum við til að frestir sveitarfélaga til að setja niðurstöðu Alþingis inn á sitt skipulag verði styttir allverulega og svo leggjum við líka til, því við höfum verið að miða okkur við Norðmenn - að sett verði fram heildræn kortlagning á landinu, með tilliti til verndunar fyrir orkuvinnslu; verndunar á sérstökum svæðum og við leggjum til að þetta sé unnið samhliða því að við styttum ferla í grænorkumálum,“ sagði Björt Ólafsdóttir, fulltrúi í starfshópnum. Það verður undir nýrri ríkisstjórn komið hvort hún ákveður að nýta sér tillögur starfshópsins. Orkumál Tengdar fréttir Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Starfshópur um endurskoðun rammaáætlunar mun kynna stöðu orkumála og skýrslu sína á fundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi. 12. desember 2024 09:01 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, stofnaði hópinn sem samanstendur af þeim Hilmari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni, Björtu Ólafsdóttur, fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra og Kolbeini Óttarssyni Proppé, fyrrverandi þingmanni VG. Hópurinn hóf störf í byrjun árs og fór meðal annars til Noregs til að kanna til hlítar hvernig Norðmenn hafa borið sig að. Björt segir að starfshópurinn hafi fengið mjög opið og vítt skipunarbréf; honum hafi verið ætlað að efla ferla, draga úr flækjum í orku og náttúruverndarmálum. „Við skoðuðum alla möguleika, þar á meðal hvort ætti að leggja rammaáætlun af, eins og sumir tala fyrir eða hvort eitthvað annað kerfi væri betur til þess falli að vinna úr þessum málum. Niðurstaða okkar var að halda okkur við rammaáætlun út af því að hún hefur reynst farsæl hvað faglega þætti varðar en að auka skilvirkni hennar svo um munar.“ Tillögur til úrbóta eru fjölmargar. „Við leggjum til að stytta frest og samnýta tímaramma þannig að það þurfi ekki að líða lengra en 24 mánuðir frá því að virkjanahugmynd er send til Orkustofnunar og þar til ráðherra leggur fram sína þingsályktunartillögu. Auk þess leggjum við til að frestir sveitarfélaga til að setja niðurstöðu Alþingis inn á sitt skipulag verði styttir allverulega og svo leggjum við líka til, því við höfum verið að miða okkur við Norðmenn - að sett verði fram heildræn kortlagning á landinu, með tilliti til verndunar fyrir orkuvinnslu; verndunar á sérstökum svæðum og við leggjum til að þetta sé unnið samhliða því að við styttum ferla í grænorkumálum,“ sagði Björt Ólafsdóttir, fulltrúi í starfshópnum. Það verður undir nýrri ríkisstjórn komið hvort hún ákveður að nýta sér tillögur starfshópsins.
Orkumál Tengdar fréttir Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Starfshópur um endurskoðun rammaáætlunar mun kynna stöðu orkumála og skýrslu sína á fundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi. 12. desember 2024 09:01 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira
Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Starfshópur um endurskoðun rammaáætlunar mun kynna stöðu orkumála og skýrslu sína á fundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi. 12. desember 2024 09:01