Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2024 17:49 Gukesh Dommaraju náði að tryggja sér titilinn þrátt fyrir að vera með svart í lokaskákinni. Getty/Andrzej Iwanczuk Indverski skákmaðurinn Gukesh Dommaraju sló 39 ára met Garry Kasparov í dag þegar hann tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil í skák. Dommaraju tryggði sér titilinn með því að vinna ríkjandi heimsmeistarann Ding Liren í fjórtándu og síðustu skák þeirra. Staðan var jöfn í einvíginu fyrir þessa síðustu skák, því báðir höfðu náð í sex og hálfan vinning. CONGRATULATIONS TO GUKESH, THE NEW WORLD CHAMPION 🏆The 18-year-old Indian star has defeated the reigning champion, Ding Liren, to become the youngest-ever undisputed classical chess world champion. Wow! 🇮🇳 pic.twitter.com/j0BaraUK4j— Chess.com (@chesscom) December 12, 2024 Dommaraju var með svart i lokaskákinni en nýtti sér slæm mistök Ding. „Ég var í algjöru áfalli þegar ég áttaði mig á mistökunum,“ sagði Ding Liren í viðtali við NRK. Með þessum sigri þá verður Dommaraju yngsti heimsmeistarinn í skák frá upphafi en hann er bara átján ára. Dommaraju er fæddur 29. maí árið 2006. Hann varð stórmeistari árið 2019 eða þegar hann var bara þrettán ára. Gamla metið átti Garry Kasparov þegar hann vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil árið 1985. Kasparov er fæddur árið 1963 og var 22 ára gamall þegar hann vann í fyrsta sinn. Árið 2013 var Norðmaðurinn Magnus Carlsen 23 ára þegar hann varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Carslen var þá sá næstyngsti til að vinna. Magnus Carlsen óskaði nýja heimsmeistaranum til hamingju með sigurinn á samfélagsmiðlum. Dommaraju fékk 2,5 milljónir Bandaríkjadala fyrir sigurinn sem jafngildir 350 milljónum í íslenskum krónum. The emotional moment that 18-year-old Gukesh Dommaraju became the 18th world chess champion 🥲🏆 pic.twitter.com/jRIZrYeyCF— Chess.com (@chesscom) December 12, 2024 Skák Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira
Dommaraju tryggði sér titilinn með því að vinna ríkjandi heimsmeistarann Ding Liren í fjórtándu og síðustu skák þeirra. Staðan var jöfn í einvíginu fyrir þessa síðustu skák, því báðir höfðu náð í sex og hálfan vinning. CONGRATULATIONS TO GUKESH, THE NEW WORLD CHAMPION 🏆The 18-year-old Indian star has defeated the reigning champion, Ding Liren, to become the youngest-ever undisputed classical chess world champion. Wow! 🇮🇳 pic.twitter.com/j0BaraUK4j— Chess.com (@chesscom) December 12, 2024 Dommaraju var með svart i lokaskákinni en nýtti sér slæm mistök Ding. „Ég var í algjöru áfalli þegar ég áttaði mig á mistökunum,“ sagði Ding Liren í viðtali við NRK. Með þessum sigri þá verður Dommaraju yngsti heimsmeistarinn í skák frá upphafi en hann er bara átján ára. Dommaraju er fæddur 29. maí árið 2006. Hann varð stórmeistari árið 2019 eða þegar hann var bara þrettán ára. Gamla metið átti Garry Kasparov þegar hann vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil árið 1985. Kasparov er fæddur árið 1963 og var 22 ára gamall þegar hann vann í fyrsta sinn. Árið 2013 var Norðmaðurinn Magnus Carlsen 23 ára þegar hann varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Carslen var þá sá næstyngsti til að vinna. Magnus Carlsen óskaði nýja heimsmeistaranum til hamingju með sigurinn á samfélagsmiðlum. Dommaraju fékk 2,5 milljónir Bandaríkjadala fyrir sigurinn sem jafngildir 350 milljónum í íslenskum krónum. The emotional moment that 18-year-old Gukesh Dommaraju became the 18th world chess champion 🥲🏆 pic.twitter.com/jRIZrYeyCF— Chess.com (@chesscom) December 12, 2024
Skák Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira