Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2024 09:01 Víkingar hafa verið frábærir í Sambandsdeild Evrópu en urðu að sætta sig við naumt tap í gær. vísir/Anton Víkingur er jafn Panathinaikos í 18.-19. sæti af 36 liðum Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta nú þegar aðeins lokaumferðin er eftir næsta fimmtudag. Yfirgnæfandi líkur eru taldar á því að liðið komist áfram í keppninni og spili í umspili í febrúar. Þrátt fyrir svekkjandi tap gegn Djurgården í gær eru enn taldar 92 prósent líkur á því að Víkingar komist í umspil Sambandsdeildarinnar, og myndu þannig halda áfram að skrá nýja kafla í sögu Íslands í Evrópukeppnum. Stig gegn Djurgården í gær hefði gulltryggt Víkinga áfram en þeir eru núna með sjö stig í 18.-19. sæti. Sjö stig gætu vel dugað til að komast áfram en stig í Austurríki næsta fimmtudag myndi taka af allan vafa fyrir Víkinga. Efstu átta lið deildarinnar komast beint áfram í 16-liða úrslit og er orðið útilokað að Víkingur verði í þeim hópi. En liðin í 9.-24. sæti fara í umspil í febrúar um að komast í 16-liða úrslitin. Víkingar mega því alls ekki dragast niður í 25. sæti í lokaumferðinni næsta fimmtudag, þegar þeir sækja LASK heim til Austurríkis. Hér má finna stöðuna í Sambandsdeildinni. Liðin í 25.-31. sæti eru með fjögur stig hvert og geta því enn náð Víkingi að stigum, sem og liðin í 20.-24. sæti. Á vef UFEA er hægt að setja inn möguleg úrslit í lokaumferðinni og skoða hvernig lokastaðan yrði, með því að smella hér. Twitter-síðan Football Meets Data segir að 10.000 hermanir sýni að 92 prósent líkur séu á að Víkingur endi á meðal 24 efstu liða deildarinnar. Mögulegt er að það ráðist á markatölu. Líkur hvers liðs á að enda í hópi átta efstu, eða í hópi 24 efstu liða Sambandsdeildarinnar. Efstu átta komast beint í 16-liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil. Liðin í 25.-36. sæti falla úr keppni.Twitter/@fmeetsdata Ef Víkingar komast áfram myndi langt tímabil þeirra lengjast enn og félagið þurfa að biðja Breiðablik um frekara lán á Kópavogsvelli í umspilinu, sem fram fer 13. og 20. febrúar. Dregið verður í umspilið næsta föstudag. Það gæti skipt máli fyrir Víkinga að ná góðum úrslitum í Austurríki og komast í hóp liðanna í 9.-16. sæti, því þau verða í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspilið en liðin í 17.-24. sæti í neðri flokki. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Fiorentina - Bologna | Albert og félagar í fallbaráttu Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Í beinni: Everton - Tottenham | Spurs vill halda í við toppliðin Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Sjá meira
Þrátt fyrir svekkjandi tap gegn Djurgården í gær eru enn taldar 92 prósent líkur á því að Víkingar komist í umspil Sambandsdeildarinnar, og myndu þannig halda áfram að skrá nýja kafla í sögu Íslands í Evrópukeppnum. Stig gegn Djurgården í gær hefði gulltryggt Víkinga áfram en þeir eru núna með sjö stig í 18.-19. sæti. Sjö stig gætu vel dugað til að komast áfram en stig í Austurríki næsta fimmtudag myndi taka af allan vafa fyrir Víkinga. Efstu átta lið deildarinnar komast beint áfram í 16-liða úrslit og er orðið útilokað að Víkingur verði í þeim hópi. En liðin í 9.-24. sæti fara í umspil í febrúar um að komast í 16-liða úrslitin. Víkingar mega því alls ekki dragast niður í 25. sæti í lokaumferðinni næsta fimmtudag, þegar þeir sækja LASK heim til Austurríkis. Hér má finna stöðuna í Sambandsdeildinni. Liðin í 25.-31. sæti eru með fjögur stig hvert og geta því enn náð Víkingi að stigum, sem og liðin í 20.-24. sæti. Á vef UFEA er hægt að setja inn möguleg úrslit í lokaumferðinni og skoða hvernig lokastaðan yrði, með því að smella hér. Twitter-síðan Football Meets Data segir að 10.000 hermanir sýni að 92 prósent líkur séu á að Víkingur endi á meðal 24 efstu liða deildarinnar. Mögulegt er að það ráðist á markatölu. Líkur hvers liðs á að enda í hópi átta efstu, eða í hópi 24 efstu liða Sambandsdeildarinnar. Efstu átta komast beint í 16-liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil. Liðin í 25.-36. sæti falla úr keppni.Twitter/@fmeetsdata Ef Víkingar komast áfram myndi langt tímabil þeirra lengjast enn og félagið þurfa að biðja Breiðablik um frekara lán á Kópavogsvelli í umspilinu, sem fram fer 13. og 20. febrúar. Dregið verður í umspilið næsta föstudag. Það gæti skipt máli fyrir Víkinga að ná góðum úrslitum í Austurríki og komast í hóp liðanna í 9.-16. sæti, því þau verða í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspilið en liðin í 17.-24. sæti í neðri flokki.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Fiorentina - Bologna | Albert og félagar í fallbaráttu Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Í beinni: Everton - Tottenham | Spurs vill halda í við toppliðin Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Sjá meira