Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. desember 2024 12:57 Odessa Young í hlutverki sínu í myndinni. Fyrsta stiklan úr íslensku hryllingsmyndinni The Damned er mætt á Vísi. Um er að ræða fyrstu kvikmynd Þórðar Pálssonar sem skartar Odessa Young og Joe Cole í aðalhlutverkum. Myndin er frumsýnd hér á landi 23. janúar en hún hefur þegar vakið athygli erlendis. The Damned er sálfræðileg hryllingsmynd sem gerist á nítjándu öld á Vestfjörðum og er aðalpersóna myndarinnar Eva, ekkja og erfingja afskekktar verbúðar. Þegar erlent seglskip strandar í firðinum, stendur Eva frammi fyrir erfiðu vali, á hún og vinnumenn hennar, að koma til bjargar eða forgangsraða eigin velferð. Þjökuð samviskubiti og vaxandi ótta um ómanneskjulega hefnd, takast Eva og vinnumenn hennar, á við afleiðingar gjörða sinna. Áhugavert samansafn erlendra leikara fer með hlutverk í myndinni. Þannig gerði Joe Cole sem dæmi garðinn frægan í sjónvarpsþáttunum Peaky Blinders og fer með aðalhlutverkið í Gangs of London. Þá fer Rory McCann jafnframt með hlutverk í myndinni en hann er líklega frægastur fyrir hlutverk sitt sem The Hound í Game of Thrones. Hugmyndin úr gömlum draugasögum Myndin hefur vakið töluverða athygli erlendis að sögn framleiðenda, meðal annars á kvikmyndahátíðinni Tribeca. Myndin var tekin upp síðasta vetur á Vestfjörðum. Hugmyndina hefur Þórður rekið til draugasagna sem hann heyrði á uppvaxtarárum sínum um það hvernig heimamenn reyndu viljandi að láta skip reka á land. „Síðan var allt hirt sem hægt var og passað upp á, að enginn lifði af til að segja frá. Draugur getur verið andi en einnig hræðilega vera, rotnandi líkami sem leitar þig uppi í myrkrinu. Svona sögur sátu í mér sem krakki og varð uppsprettan að The Damned,“ segir Þórður. Myndin var tekin upp á Vestfjörðum síðastliðinn vetur. Ósvör í Bolungarvík var endurlífgað og lítið kvikmyndaver sett upp á Ísafirði. The Damned er framleidd af Elation og Wild Atlantic og meðframleidd af hinu íslenska Join Motion Pictures. Protagonist sér um alþjóðlega dreifingu myndarinnar. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Íslenskur hryllingstryllir á Vestfjörðum vekur athygli í Tribeca Fyrsta kvikmynd Þórðar Pálssonar, hryllingsmyndin The Damned sem skartar Odessa Young og Joe Cole í aðalhlutverkum hefur vakið athygli og sterk viðbrögð gagnrýnanda við heimsfrumsýningu á Tribeca kvikmyndahátíðinni, að því er fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum myndarinnar. 7. júní 2024 14:00 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
The Damned er sálfræðileg hryllingsmynd sem gerist á nítjándu öld á Vestfjörðum og er aðalpersóna myndarinnar Eva, ekkja og erfingja afskekktar verbúðar. Þegar erlent seglskip strandar í firðinum, stendur Eva frammi fyrir erfiðu vali, á hún og vinnumenn hennar, að koma til bjargar eða forgangsraða eigin velferð. Þjökuð samviskubiti og vaxandi ótta um ómanneskjulega hefnd, takast Eva og vinnumenn hennar, á við afleiðingar gjörða sinna. Áhugavert samansafn erlendra leikara fer með hlutverk í myndinni. Þannig gerði Joe Cole sem dæmi garðinn frægan í sjónvarpsþáttunum Peaky Blinders og fer með aðalhlutverkið í Gangs of London. Þá fer Rory McCann jafnframt með hlutverk í myndinni en hann er líklega frægastur fyrir hlutverk sitt sem The Hound í Game of Thrones. Hugmyndin úr gömlum draugasögum Myndin hefur vakið töluverða athygli erlendis að sögn framleiðenda, meðal annars á kvikmyndahátíðinni Tribeca. Myndin var tekin upp síðasta vetur á Vestfjörðum. Hugmyndina hefur Þórður rekið til draugasagna sem hann heyrði á uppvaxtarárum sínum um það hvernig heimamenn reyndu viljandi að láta skip reka á land. „Síðan var allt hirt sem hægt var og passað upp á, að enginn lifði af til að segja frá. Draugur getur verið andi en einnig hræðilega vera, rotnandi líkami sem leitar þig uppi í myrkrinu. Svona sögur sátu í mér sem krakki og varð uppsprettan að The Damned,“ segir Þórður. Myndin var tekin upp á Vestfjörðum síðastliðinn vetur. Ósvör í Bolungarvík var endurlífgað og lítið kvikmyndaver sett upp á Ísafirði. The Damned er framleidd af Elation og Wild Atlantic og meðframleidd af hinu íslenska Join Motion Pictures. Protagonist sér um alþjóðlega dreifingu myndarinnar.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Íslenskur hryllingstryllir á Vestfjörðum vekur athygli í Tribeca Fyrsta kvikmynd Þórðar Pálssonar, hryllingsmyndin The Damned sem skartar Odessa Young og Joe Cole í aðalhlutverkum hefur vakið athygli og sterk viðbrögð gagnrýnanda við heimsfrumsýningu á Tribeca kvikmyndahátíðinni, að því er fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum myndarinnar. 7. júní 2024 14:00 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Íslenskur hryllingstryllir á Vestfjörðum vekur athygli í Tribeca Fyrsta kvikmynd Þórðar Pálssonar, hryllingsmyndin The Damned sem skartar Odessa Young og Joe Cole í aðalhlutverkum hefur vakið athygli og sterk viðbrögð gagnrýnanda við heimsfrumsýningu á Tribeca kvikmyndahátíðinni, að því er fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum myndarinnar. 7. júní 2024 14:00