Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 16. desember 2024 20:01 Danshöfundurinn, leikstjórinn og listræni stjórnandinn Stella Rósenkranz er í skýjunum eftir vel heppnaða tónleikaröð IceGuys. Kristjana Björg Þórarinsdóttir Það hefur vart farið fram hjá neinum hérlendis að strákasveitin IceGuys tryllti lýðinn með fimm stórtónleikum í Laugardalshöllinni. Danshöfundurinn, leikstjórinn og listræni stjórnandinn Stella Rósenkranz spilar veigamikið hlutverk í þessu stóra verkefni en blaðamaður náði tali af henni eftir heldur betur viðburðaríka síðustu mánuði. Mikil orka þegar hlutirnir heppnast vel Það er sjaldan lognmolla í kringum Stellu Rósenkranz sem hefur sannarlega sett sinn svip á dans- og tónlistarlífið hér heima. Hún gegndi hlutverki danshöfundar, leikstjóra og listræns stjórnanda fyrir IceGuys tónleikana. Stella hefur vart sagt skilið við Laugardalshöllina þegar athyglin er nú sett á ÍR heimilið fyrir aðra stórtónleikaseríu, Julevenner hjá Emmsjé Gauta sem fer fram næstu helgi. „Heilsan er furðu góð. Ég er ótrúlega full af orku einhvern veginn. Svona alveg öfugt við það sem maður hefði kannski haldið. Það gefur mér auka orkuskot þegar hlutirnir heppnast vel. Sérstaklega eftir svona verkefni sem er bara ein gleðisprengja með góðu fólki og frábæru teymi,“ svarar Stella aðspurð um hennar líðan. Hún segir að viðtökurnar við IceGuys tónleikunum hafi verið hreint út sagt ótrúlegar. „Það er ekki oft sem maður finnur fyrir svona sterkum viðbrögðum. Það eru að koma skilaboð, símtöl og tölvupóstar úr öllum áttum að hrósa tónleikunum. Það gleður mig mikið. Það er staðfesting á að vel hafi tekist til.“ Þá sé magnað að fá viðbrögð sem þessi. „Þakklæti er efst í huga. Það er dásamlegt að finna fyrir því að fólk fílar það sem maður er að gera. Frammistaða þessara fimm gæja sem skipa IceGuys stendur algjörlega upp úr. Að sjá þá standa þarna á sviðinu með öskrandi Höllina að uppskera alla vinnuna var geggjað.“ Stella og strákarnir baksviðs.Róbert Arnar Ólust upp saman og setja upp tónleika saman Það er ekki hlaupið að því að skipuleggja jafn stóra viðburði og þessa. „Það eru náttúrulega margar hendur sem koma að svona verkefni. Við vorum snemma árs búin að tryggja okkur þungavigtar mannskap í hvert stöðugildi. Allt frá tæknifólki til búningahönnuðar. Ég hannaði þessa tónleika með Orra Rósenkranz, ljósa- og sviðshönnuði. Hann er líka frændi minn sem er geggjað. Við erum búin að alast upp saman síðan við vorum núll og eins árs, það er eitt ár á milli okkar og við erum alveg eins og systkini. Þannig að samvinnan var frábær enda ekki fyrsta giggið okkar saman. Svo framleiddum við þetta með tónleikahaldaranum og umboðsmanninum Mána Péturs hjá Paxal. Við höfum þekkst lengi, erum öll úr Garðabænum, þannig að þetta samstarf var auðvelt og þægilegt.“ View this post on Instagram A post shared by Stella Rósenkranz (@stellarosenkranz) „Eitt stórt samvinnuverkefni“ Undirbúningsferlið hefur því verið í vinnslu frá ársbyrjun en Stella og teymið tóku fyrsta fund með IceGuys strákunum í byrjun janúar þar sem línurnar voru lagðar. „Þetta er eitt stórt samvinnuverkefni á milli okkar sem erum að framleiða og hanna tónleikana og strákanna. Þeir eru með alls konar hugmyndir og pælingar sem við síðan framkvæmum og komum í ferli. Svo vinnum við þetta saman út árið og erum í stanslausum samskiptum með alls konar nýja vinkla fyrir tónleikana. Við erum ennþá að breyta og laga og bæta inn fram á síðustu sekúndu. En það er það sem gerir gott verkefni gott. Það er aldrei orðið fullkomið, það má alltaf gera eitthvað meira, stærra og betra. Þess vegna vinnur þessi hópur svona vel saman.“ Algjör gæsahúð Stella segir að upplifunin að sjá tónleikana svo raungerast hafi verið mögnuð. Margt hafi staðið upp úr. „Sérstaklega gleðin í Höllinni og fílingurinn. Að sjá alla lifa sig inn í tónleikana og gleyma sér í því sem var að gerast á sviðinu er ómetanlegt. Ég hef fengið svo mörg myndbönd send af börnum með augun glennt upp að soga í sig orkuna frá sviðinu. Ég elska það, það er ekki hægt að biðja um meira. Svo var orkan á kvöld tónleikunum eitthvað annað. Lætin! Ég fékk gæsahúð að fylgjast með fólki syngja hvert einasta orð með öllum lögum og hoppa og dansa. Magnað.“ Stella hefur sem áður segir unnið með strákunum nánast frá upphafi sveitarinnar. Hún segir að þetta stóra verkefni hafi ekki verið erfiðara en önnur. „Nei, alls ekki. Mér finnst líka núll erfitt að vinna með strákunum. Við erum ótrúlega gott teymi og vinnum þetta allt saman. Það er svo mikil virðing og traust í hópnum sem gerir þetta einfalt.“ Hún segist elska að vera með marga bolta á lofti og sinna hlutverki danshöfundar, leikstjóra og listræns stjórnanda. „Það er geggjað. Þetta helst allt í hendur og til þess að hanna heim sem á að ná fram öllu því sem við viljum þá talar þetta allt saman. Stella segir frábært að vinna með strákunum.Kristjana Björg Þórarinsdóttir Strákarnir orðnir betri dansarar Fyrir þessa jólatónleika segist Stella svo hafa breytt alveg um áherslu. „Strákarnir eru orðnir miklu betri dansarar og fljótari að pikka upp dansspor heldur en þegar við tókum fyrstu dansæfingu IceGuys í fyrra. Þannig að ég ákvað að gefa þeim alvöru áskorun núna, gaf þeim miklu erfiðari rútínur, meiri hraða og flóknari fótavinnu. Þeir rúlluðu því upp, sem kom mér náttúrulega núll á óvart. Bara eðlilegt og þægilegt fyrir þá. En stór þáttur í því var líka aðrar áherslur í tónlistinni í nýja efninu þeirra, dansinn og tónlistin spilar auðvitað svo mikið saman. Það gerist ekkert nema það sé tónlist og við Ásgeir Orri, lagahöfundur IceGuys, erum búin að vera á speed dial hjá hvort öðru undanfarnar vikur. Við þekkjumst vel og höfum unnið mikið saman þannig að hann veit alltaf hvað ég vil og hvað ég er að reyna að ná fram með hreyfingum. Hann smíðar þar af leiðandi útsetningarnar fyrir tónleikana með það í huga, passar að hafa hljóðheiminn þannig að það nýtist mér vel í dansinn. Þannig að við erum í stanslausum samtölum fram að tónleikum með alls konar pælingar og útfærslur. Ég elska að vinna með Ásgeiri.“ View this post on Instagram A post shared by Stella Rósenkranz (@stellarosenkranz) Traustið og frelsið mikilvægt Stella segist sömuleiðis fá fullt frelsi og traust til þess að gera það sem hana langar til að gera. „Það skiptir svo miklu máli fyrir mig sem leikstjóra, listrænan stjórnanda og danshöfund að fá þetta traust. Svo vinnum við þetta mikið saman. Þeir koma með alls konar hugmyndir á æfingum sem margar fljúga í gegn. Þeir eiga hugmyndir að alls konar sporum og útfærslu og ég elska að hafa það allt inni í „show“-inu.“ Það krefst mikils utanumhalds að setja upp og bera ábyrgð á jafn stóru verkefni og þessu. Aðspurð hvað henni finnist mikilvægast að hafa að leiðarljósi segir Stella: „Að hafa karakter í verkefninu. Í þessu tilviki erum við með stærstu strákahljómsveit landsins um þessar mundir en það má ekki gleyma að þetta eru líka heimsklassa listamenn, hver og einn fyrir sig. Allir með mega framkomu og það er svo gaman að vinna verkefni með þannig fólki. Ég dýrka þá alla og elska að sjá þá vaxa. Þeir eru geggjaðir.“ Stella stýrði fimm tónleikum um helgina og sló í gegn.Kristjana Björg Þórarinsdóttir Drauma gigg fyrir dansara Stella hefur starfað sem dansari og danshöfundur í áratugi og veit hvað hún syngur þegar það kemur að bransanum. „Dans er alltaf partur af skemmtanalífinu þó það fari ekki alltaf endilega mikið fyrir því. En það er ekki oft sem dansarar fá tækifæri til þess að dansa á svona stóru sviði með svona listamönnum. Þetta er drauma gigg fyrir dansara.“ Hópur dansara kom fram með strákunum um helgina og slóu heldur betur í gegn. „Þetta eru stelpurnar mínar eða drollurnar mínar eins og ég kalla þær, dansararnir mínir úr Dansstúdíó World Class. Þetta eru stelpur sem ég hef þekkt í mörg ár og hef bæði þjálfað þær og verið svo heppin að eiga þannig samband við þær að fá stundum að leiðbeina þeim í lífinu. Það er svo dýrmætt. Þær voru stórkostlegar um helgina og það fannst öllum sem komu á tónleikana, það var mikið talað um dansarana. Ég elska að vinna með þeim og sjá þær taka mína sýn og setja sitt krydd á það. Allar með sinn persónulega stíl og ég dýrka að horfa á þær á sviðinu að gera það sem þær gera best. Það er ekki hægt að setja upp svona tónleika án þess að hafa dansara sem taka pláss og hafa karakter. Þær gerðu það svo sannarlega og ég er endalaust stolt af þeim. Ég fékk gæsahúð að horfa á þær í dansköflunum þegar strákarnir voru í hraðaskiptingum.“ Stella og dansararnir glæsilegar!Kristjana Björg Þórarinsdóttir Ómetanlegt að geta veitt börnunum innblástur Hún segir jafnframt dásamleg tilfinning að sjá börn um allt land taka IceGuys sporin. „Það að geta veitt börnunum innblástur í gegnum IceGuys með hreyfingum er ómetanlegt. Ég get ekki orðað það betur. Ég vanda mig mikið við vinnuna mína því ég veit að börnin munu læra hvert einasta spor.“ Það er sem áður segir nóg á döfinni hjá Stellu „Heyrðu ég var að koma að fundi fyrir Julevenner með Emmsjé Gauta. Við erum með fimm tónleika núna um helgina í ÍR heimilinu. Mæli mikið með að koma í algjört jólapartý. Við hjá Dansstúdíó World Class erum líka á fullu í að undirbúa vorönn sem hefst í janúar. Svo eru nokkur stór verkefni sem ég er að byrja að undirbúa sem eru á næsta ári, þannig að það er nóg í gangi,“ segir Stella brött og jákvæð að lokum. Sjaldséð stund milli stríða hjá listagyðjunni.Kristjana Björg Þórarinsdóttir Dans Tónleikar á Íslandi Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Sjá meira
Mikil orka þegar hlutirnir heppnast vel Það er sjaldan lognmolla í kringum Stellu Rósenkranz sem hefur sannarlega sett sinn svip á dans- og tónlistarlífið hér heima. Hún gegndi hlutverki danshöfundar, leikstjóra og listræns stjórnanda fyrir IceGuys tónleikana. Stella hefur vart sagt skilið við Laugardalshöllina þegar athyglin er nú sett á ÍR heimilið fyrir aðra stórtónleikaseríu, Julevenner hjá Emmsjé Gauta sem fer fram næstu helgi. „Heilsan er furðu góð. Ég er ótrúlega full af orku einhvern veginn. Svona alveg öfugt við það sem maður hefði kannski haldið. Það gefur mér auka orkuskot þegar hlutirnir heppnast vel. Sérstaklega eftir svona verkefni sem er bara ein gleðisprengja með góðu fólki og frábæru teymi,“ svarar Stella aðspurð um hennar líðan. Hún segir að viðtökurnar við IceGuys tónleikunum hafi verið hreint út sagt ótrúlegar. „Það er ekki oft sem maður finnur fyrir svona sterkum viðbrögðum. Það eru að koma skilaboð, símtöl og tölvupóstar úr öllum áttum að hrósa tónleikunum. Það gleður mig mikið. Það er staðfesting á að vel hafi tekist til.“ Þá sé magnað að fá viðbrögð sem þessi. „Þakklæti er efst í huga. Það er dásamlegt að finna fyrir því að fólk fílar það sem maður er að gera. Frammistaða þessara fimm gæja sem skipa IceGuys stendur algjörlega upp úr. Að sjá þá standa þarna á sviðinu með öskrandi Höllina að uppskera alla vinnuna var geggjað.“ Stella og strákarnir baksviðs.Róbert Arnar Ólust upp saman og setja upp tónleika saman Það er ekki hlaupið að því að skipuleggja jafn stóra viðburði og þessa. „Það eru náttúrulega margar hendur sem koma að svona verkefni. Við vorum snemma árs búin að tryggja okkur þungavigtar mannskap í hvert stöðugildi. Allt frá tæknifólki til búningahönnuðar. Ég hannaði þessa tónleika með Orra Rósenkranz, ljósa- og sviðshönnuði. Hann er líka frændi minn sem er geggjað. Við erum búin að alast upp saman síðan við vorum núll og eins árs, það er eitt ár á milli okkar og við erum alveg eins og systkini. Þannig að samvinnan var frábær enda ekki fyrsta giggið okkar saman. Svo framleiddum við þetta með tónleikahaldaranum og umboðsmanninum Mána Péturs hjá Paxal. Við höfum þekkst lengi, erum öll úr Garðabænum, þannig að þetta samstarf var auðvelt og þægilegt.“ View this post on Instagram A post shared by Stella Rósenkranz (@stellarosenkranz) „Eitt stórt samvinnuverkefni“ Undirbúningsferlið hefur því verið í vinnslu frá ársbyrjun en Stella og teymið tóku fyrsta fund með IceGuys strákunum í byrjun janúar þar sem línurnar voru lagðar. „Þetta er eitt stórt samvinnuverkefni á milli okkar sem erum að framleiða og hanna tónleikana og strákanna. Þeir eru með alls konar hugmyndir og pælingar sem við síðan framkvæmum og komum í ferli. Svo vinnum við þetta saman út árið og erum í stanslausum samskiptum með alls konar nýja vinkla fyrir tónleikana. Við erum ennþá að breyta og laga og bæta inn fram á síðustu sekúndu. En það er það sem gerir gott verkefni gott. Það er aldrei orðið fullkomið, það má alltaf gera eitthvað meira, stærra og betra. Þess vegna vinnur þessi hópur svona vel saman.“ Algjör gæsahúð Stella segir að upplifunin að sjá tónleikana svo raungerast hafi verið mögnuð. Margt hafi staðið upp úr. „Sérstaklega gleðin í Höllinni og fílingurinn. Að sjá alla lifa sig inn í tónleikana og gleyma sér í því sem var að gerast á sviðinu er ómetanlegt. Ég hef fengið svo mörg myndbönd send af börnum með augun glennt upp að soga í sig orkuna frá sviðinu. Ég elska það, það er ekki hægt að biðja um meira. Svo var orkan á kvöld tónleikunum eitthvað annað. Lætin! Ég fékk gæsahúð að fylgjast með fólki syngja hvert einasta orð með öllum lögum og hoppa og dansa. Magnað.“ Stella hefur sem áður segir unnið með strákunum nánast frá upphafi sveitarinnar. Hún segir að þetta stóra verkefni hafi ekki verið erfiðara en önnur. „Nei, alls ekki. Mér finnst líka núll erfitt að vinna með strákunum. Við erum ótrúlega gott teymi og vinnum þetta allt saman. Það er svo mikil virðing og traust í hópnum sem gerir þetta einfalt.“ Hún segist elska að vera með marga bolta á lofti og sinna hlutverki danshöfundar, leikstjóra og listræns stjórnanda. „Það er geggjað. Þetta helst allt í hendur og til þess að hanna heim sem á að ná fram öllu því sem við viljum þá talar þetta allt saman. Stella segir frábært að vinna með strákunum.Kristjana Björg Þórarinsdóttir Strákarnir orðnir betri dansarar Fyrir þessa jólatónleika segist Stella svo hafa breytt alveg um áherslu. „Strákarnir eru orðnir miklu betri dansarar og fljótari að pikka upp dansspor heldur en þegar við tókum fyrstu dansæfingu IceGuys í fyrra. Þannig að ég ákvað að gefa þeim alvöru áskorun núna, gaf þeim miklu erfiðari rútínur, meiri hraða og flóknari fótavinnu. Þeir rúlluðu því upp, sem kom mér náttúrulega núll á óvart. Bara eðlilegt og þægilegt fyrir þá. En stór þáttur í því var líka aðrar áherslur í tónlistinni í nýja efninu þeirra, dansinn og tónlistin spilar auðvitað svo mikið saman. Það gerist ekkert nema það sé tónlist og við Ásgeir Orri, lagahöfundur IceGuys, erum búin að vera á speed dial hjá hvort öðru undanfarnar vikur. Við þekkjumst vel og höfum unnið mikið saman þannig að hann veit alltaf hvað ég vil og hvað ég er að reyna að ná fram með hreyfingum. Hann smíðar þar af leiðandi útsetningarnar fyrir tónleikana með það í huga, passar að hafa hljóðheiminn þannig að það nýtist mér vel í dansinn. Þannig að við erum í stanslausum samtölum fram að tónleikum með alls konar pælingar og útfærslur. Ég elska að vinna með Ásgeiri.“ View this post on Instagram A post shared by Stella Rósenkranz (@stellarosenkranz) Traustið og frelsið mikilvægt Stella segist sömuleiðis fá fullt frelsi og traust til þess að gera það sem hana langar til að gera. „Það skiptir svo miklu máli fyrir mig sem leikstjóra, listrænan stjórnanda og danshöfund að fá þetta traust. Svo vinnum við þetta mikið saman. Þeir koma með alls konar hugmyndir á æfingum sem margar fljúga í gegn. Þeir eiga hugmyndir að alls konar sporum og útfærslu og ég elska að hafa það allt inni í „show“-inu.“ Það krefst mikils utanumhalds að setja upp og bera ábyrgð á jafn stóru verkefni og þessu. Aðspurð hvað henni finnist mikilvægast að hafa að leiðarljósi segir Stella: „Að hafa karakter í verkefninu. Í þessu tilviki erum við með stærstu strákahljómsveit landsins um þessar mundir en það má ekki gleyma að þetta eru líka heimsklassa listamenn, hver og einn fyrir sig. Allir með mega framkomu og það er svo gaman að vinna verkefni með þannig fólki. Ég dýrka þá alla og elska að sjá þá vaxa. Þeir eru geggjaðir.“ Stella stýrði fimm tónleikum um helgina og sló í gegn.Kristjana Björg Þórarinsdóttir Drauma gigg fyrir dansara Stella hefur starfað sem dansari og danshöfundur í áratugi og veit hvað hún syngur þegar það kemur að bransanum. „Dans er alltaf partur af skemmtanalífinu þó það fari ekki alltaf endilega mikið fyrir því. En það er ekki oft sem dansarar fá tækifæri til þess að dansa á svona stóru sviði með svona listamönnum. Þetta er drauma gigg fyrir dansara.“ Hópur dansara kom fram með strákunum um helgina og slóu heldur betur í gegn. „Þetta eru stelpurnar mínar eða drollurnar mínar eins og ég kalla þær, dansararnir mínir úr Dansstúdíó World Class. Þetta eru stelpur sem ég hef þekkt í mörg ár og hef bæði þjálfað þær og verið svo heppin að eiga þannig samband við þær að fá stundum að leiðbeina þeim í lífinu. Það er svo dýrmætt. Þær voru stórkostlegar um helgina og það fannst öllum sem komu á tónleikana, það var mikið talað um dansarana. Ég elska að vinna með þeim og sjá þær taka mína sýn og setja sitt krydd á það. Allar með sinn persónulega stíl og ég dýrka að horfa á þær á sviðinu að gera það sem þær gera best. Það er ekki hægt að setja upp svona tónleika án þess að hafa dansara sem taka pláss og hafa karakter. Þær gerðu það svo sannarlega og ég er endalaust stolt af þeim. Ég fékk gæsahúð að horfa á þær í dansköflunum þegar strákarnir voru í hraðaskiptingum.“ Stella og dansararnir glæsilegar!Kristjana Björg Þórarinsdóttir Ómetanlegt að geta veitt börnunum innblástur Hún segir jafnframt dásamleg tilfinning að sjá börn um allt land taka IceGuys sporin. „Það að geta veitt börnunum innblástur í gegnum IceGuys með hreyfingum er ómetanlegt. Ég get ekki orðað það betur. Ég vanda mig mikið við vinnuna mína því ég veit að börnin munu læra hvert einasta spor.“ Það er sem áður segir nóg á döfinni hjá Stellu „Heyrðu ég var að koma að fundi fyrir Julevenner með Emmsjé Gauta. Við erum með fimm tónleika núna um helgina í ÍR heimilinu. Mæli mikið með að koma í algjört jólapartý. Við hjá Dansstúdíó World Class erum líka á fullu í að undirbúa vorönn sem hefst í janúar. Svo eru nokkur stór verkefni sem ég er að byrja að undirbúa sem eru á næsta ári, þannig að það er nóg í gangi,“ segir Stella brött og jákvæð að lokum. Sjaldséð stund milli stríða hjá listagyðjunni.Kristjana Björg Þórarinsdóttir
Dans Tónleikar á Íslandi Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Sjá meira