Klopp slapp við að reka fyrrum aðstoðarmanninn Valur Páll Eiríksson skrifar 16. desember 2024 18:01 Klopp og Lijnders (t.h.) þegar allt lék í lyndi. Klopp slapp við að eiga erfitt samtal við fyrrum aðstoðarmann sinn, en hann tekur til starfa hjá Red Bull um áramótin. Mike Hewitt/Getty Images Hollendingurinn Pep Lijnders hefur verið rekinn úr starfi þjálfara Red Bull Salzburg eftir slakt gengi. Lijnders entist aðeins örfáa mánuði í starfi. Lijnders fékk sénsinn hjá Salzburg eftir að hafa sagt upp samhliða Klopp hjá Liverpool í sumar. Þetta er annað aðalþjálfarastarf Hollendingsins en honum gekk ekki vel sem stjóri NEC Nijmegen í Hollandi árið 2018. Hann var aðstoðarþjálfari Klopp frá 2015 til 2018. Í janúar 2018 tók hann við NEC en mistókst að stýra liðinu upp í efstu deild og rekinn í maí sama ár. Hann var endurráðinn í teymi Klopps sumarið 2018 og var aðstoðarþjálfari hans við góðar orðstír þar til í sumar. OFFICIAL: FC Red Bull Salzburg and Pepijn Lijnders are parting ways, the 41-year-old Dutchman was released from his duties today. Thank you for your commitment and all the best for the future, Pep!— FC Red Bull Salzburg EN (@FCRBS_en) December 16, 2024 Þónokkur lið eru sögð hafa falast eftir kröftum þessa 41 árs Hollendings en öðru sinni gekk illa sem aðalþjálfari. Salzburg hafði unnið deildina austurrísku 10 ár í röð þar til Sturm Graz varð meistari síðasta vor. Gengið hefur verið brösuglegt á miðað við það sem menn hjá Salzburg eru vanir. Liðið situr í fimmta sæti með 26 stig, tíu stigum frá toppnum. Þá hefur Salzburg tapað fimm af sex leikjum í Meistaradeild Evrópu. Lijnders var því sagt upp störfum í dag. Klopp slapp við að segja fyrrum starfsfélaga sínum upp en hann tekur til starfa sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull-samsteypunni um áramótin. Red Bull rekur knattspyrnulið í Leipzig, New York og Brasilíu auk Salzburgar. Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Lijnders fékk sénsinn hjá Salzburg eftir að hafa sagt upp samhliða Klopp hjá Liverpool í sumar. Þetta er annað aðalþjálfarastarf Hollendingsins en honum gekk ekki vel sem stjóri NEC Nijmegen í Hollandi árið 2018. Hann var aðstoðarþjálfari Klopp frá 2015 til 2018. Í janúar 2018 tók hann við NEC en mistókst að stýra liðinu upp í efstu deild og rekinn í maí sama ár. Hann var endurráðinn í teymi Klopps sumarið 2018 og var aðstoðarþjálfari hans við góðar orðstír þar til í sumar. OFFICIAL: FC Red Bull Salzburg and Pepijn Lijnders are parting ways, the 41-year-old Dutchman was released from his duties today. Thank you for your commitment and all the best for the future, Pep!— FC Red Bull Salzburg EN (@FCRBS_en) December 16, 2024 Þónokkur lið eru sögð hafa falast eftir kröftum þessa 41 árs Hollendings en öðru sinni gekk illa sem aðalþjálfari. Salzburg hafði unnið deildina austurrísku 10 ár í röð þar til Sturm Graz varð meistari síðasta vor. Gengið hefur verið brösuglegt á miðað við það sem menn hjá Salzburg eru vanir. Liðið situr í fimmta sæti með 26 stig, tíu stigum frá toppnum. Þá hefur Salzburg tapað fimm af sex leikjum í Meistaradeild Evrópu. Lijnders var því sagt upp störfum í dag. Klopp slapp við að segja fyrrum starfsfélaga sínum upp en hann tekur til starfa sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull-samsteypunni um áramótin. Red Bull rekur knattspyrnulið í Leipzig, New York og Brasilíu auk Salzburgar.
Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira