Klopp slapp við að reka fyrrum aðstoðarmanninn Valur Páll Eiríksson skrifar 16. desember 2024 18:01 Klopp og Lijnders (t.h.) þegar allt lék í lyndi. Klopp slapp við að eiga erfitt samtal við fyrrum aðstoðarmann sinn, en hann tekur til starfa hjá Red Bull um áramótin. Mike Hewitt/Getty Images Hollendingurinn Pep Lijnders hefur verið rekinn úr starfi þjálfara Red Bull Salzburg eftir slakt gengi. Lijnders entist aðeins örfáa mánuði í starfi. Lijnders fékk sénsinn hjá Salzburg eftir að hafa sagt upp samhliða Klopp hjá Liverpool í sumar. Þetta er annað aðalþjálfarastarf Hollendingsins en honum gekk ekki vel sem stjóri NEC Nijmegen í Hollandi árið 2018. Hann var aðstoðarþjálfari Klopp frá 2015 til 2018. Í janúar 2018 tók hann við NEC en mistókst að stýra liðinu upp í efstu deild og rekinn í maí sama ár. Hann var endurráðinn í teymi Klopps sumarið 2018 og var aðstoðarþjálfari hans við góðar orðstír þar til í sumar. OFFICIAL: FC Red Bull Salzburg and Pepijn Lijnders are parting ways, the 41-year-old Dutchman was released from his duties today. Thank you for your commitment and all the best for the future, Pep!— FC Red Bull Salzburg EN (@FCRBS_en) December 16, 2024 Þónokkur lið eru sögð hafa falast eftir kröftum þessa 41 árs Hollendings en öðru sinni gekk illa sem aðalþjálfari. Salzburg hafði unnið deildina austurrísku 10 ár í röð þar til Sturm Graz varð meistari síðasta vor. Gengið hefur verið brösuglegt á miðað við það sem menn hjá Salzburg eru vanir. Liðið situr í fimmta sæti með 26 stig, tíu stigum frá toppnum. Þá hefur Salzburg tapað fimm af sex leikjum í Meistaradeild Evrópu. Lijnders var því sagt upp störfum í dag. Klopp slapp við að segja fyrrum starfsfélaga sínum upp en hann tekur til starfa sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull-samsteypunni um áramótin. Red Bull rekur knattspyrnulið í Leipzig, New York og Brasilíu auk Salzburgar. Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Sjá meira
Lijnders fékk sénsinn hjá Salzburg eftir að hafa sagt upp samhliða Klopp hjá Liverpool í sumar. Þetta er annað aðalþjálfarastarf Hollendingsins en honum gekk ekki vel sem stjóri NEC Nijmegen í Hollandi árið 2018. Hann var aðstoðarþjálfari Klopp frá 2015 til 2018. Í janúar 2018 tók hann við NEC en mistókst að stýra liðinu upp í efstu deild og rekinn í maí sama ár. Hann var endurráðinn í teymi Klopps sumarið 2018 og var aðstoðarþjálfari hans við góðar orðstír þar til í sumar. OFFICIAL: FC Red Bull Salzburg and Pepijn Lijnders are parting ways, the 41-year-old Dutchman was released from his duties today. Thank you for your commitment and all the best for the future, Pep!— FC Red Bull Salzburg EN (@FCRBS_en) December 16, 2024 Þónokkur lið eru sögð hafa falast eftir kröftum þessa 41 árs Hollendings en öðru sinni gekk illa sem aðalþjálfari. Salzburg hafði unnið deildina austurrísku 10 ár í röð þar til Sturm Graz varð meistari síðasta vor. Gengið hefur verið brösuglegt á miðað við það sem menn hjá Salzburg eru vanir. Liðið situr í fimmta sæti með 26 stig, tíu stigum frá toppnum. Þá hefur Salzburg tapað fimm af sex leikjum í Meistaradeild Evrópu. Lijnders var því sagt upp störfum í dag. Klopp slapp við að segja fyrrum starfsfélaga sínum upp en hann tekur til starfa sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull-samsteypunni um áramótin. Red Bull rekur knattspyrnulið í Leipzig, New York og Brasilíu auk Salzburgar.
Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Sjá meira