Heimsmeistaramótið í pílukasti er farið af stað í Ally Pally [Alexandra Palace] í London og verður mótið í beinni allan desembermánuð.
Við krýnum líka fyrsta meistara NBA tímabilsins í nótt þegar Milwaukee Bucks og Oklahoma City Thunder spila til úrslita í deildabikar NBA og það í Las Vegas.
Kvennakarfan er að spila síðustu umferðina fyrir jól og í kvöld verða þrír leikir í beinni. Umferðin klárast síðan með lokaleiknum á morgun.
Lokasóknin mun gera upp viðburðaríka helgi í NFL deildinni og Extra þáttur Bónus deildarinnar fer yfir síðustu viku í karlakörfunni og léttan og skemmtilegan hátt.
Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.
Stöð 2 Sport
Klukkan 18.35 hefst Extra þáttur Bónus deildar karla í körfubolta þar sem er farið yfir síðustu umferð á léttan og líflegan hátt.
Klukkan 19.05 hefst útsending frá leik Aþenu og Hauka í Bónus deild kvenna í körfubolta.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 20.00 hefst Lokasóknin þar sem er farið yfir viðburðaríka helgi í NFL deildinni.
Klukkan 01.30 hefst útsending frá úrslitaleik Milwaukee Bucks og Oklahoma City Thunder í deildarbikar NBA í körfubolta.
Vodafone Sport
Klukkan 12.25 hefst fyrri útsending dagsins frá leikjum á heimsmeistaramótinu í pílukasti.
Klukkan 17.25 hefst útsending frá leik FC Köln og RB Leipzig í þýsku kvennadeildinni í fótbolta.
Klukkan 18.55 hefst seinni útsending dagsins frá leikjum á heimsmeistaramótinu í pílukasti.
Klukkan 00.05 hefst útsending frá leik Montreal Canadiens og Buffalo Sabres í NHL deildinni í íshokkí.
Bónus deildar rásin
Klukkan 18.10 hefst útsending frá leik Stjörnunnar og Tindastóls í Bónus deild kvenna í körfubolta.
Bónus deildar rás 2
Klukkan 19.10 hefst útsending frá leik Þóra Akureyrar og Hamars/Þórs í Bónus deild kvenna í körfubolta.