Við tökum einnig stöðuna á stjórnarmyndunarviðræðum og ræðum í beinni við yfirlækni á Barnaspítalanum. Þar hefur staðan verið þung og mikið um innlagnir vegna RS-veirunnar sem herjar nú á börn.
Fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun segir fulla ástæðu til að ætla að loðnuvertíð geti orðið í vetur. Við kynnum okkur málið en fyrsta leitarleiðangri vetrarins lauk í morgun.
Auk þess förum við yfir jólaveðrið í beinni og hittum sautján ára stúlku sem elskar ekkert heitar en íslensku sauðkindina.
Í Sportpakkanum verður rýnt í dráttinn fyrir komandi Evrópumót kvenna í knattspyrnu og í Íslandi í dag fer Sindri Sindrason í fyrsta farþegaflug Airbus-vélar Icelandair.
Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan.