Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar 17. desember 2024 08:02 Gerðu það sem þú getur, með það sem þú hefur, hér og nú. Og þegar þú getur betur, gerðu þá betur. Þessi orð, sem má rekja til tveggja snillinga – bandaríska forsetans Theodore Roosevelt og rithöfundarins Mayu Angelou – mynda heildstæða hugsun sem getur verið leiðarljós í flóknu og síbreytilegu umhverfi nútímans. Roosevelt hvatti fólk til að nýta núverandi aðstæður og þau úrræði sem það hefur til að gera sitt besta. Angelou bætti við að þegar við lærum meira og skiljum betur beri okkur að haga okkur samkvæmt því og gera enn betur. Saman gefa þessi sjónarmið okkur praktíska nálgun: Byrjaðu þar sem þú ert hér og nú, nýttu það sem þú hefur og þegar þekkingin eykst, bættu það sem betur má fara. Ný tækni, ný tækifæri Í heimi hraðra tækniframfara, þar sem gervigreind og stafrænar lausnir breyta landslaginu dag hvern, stöndum við frammi fyrir nýjum tækifærum. Við höfum aðgang að áður óhugsanlegu magni upplýsinga og verkfæra. Spurningin er: Hvernig nýtum við þau skynsamlega til að ná árangri og þróast sem einstaklingar? Nýttu það sem þú hefur í dag Fyrsta skrefið er að nýta þá burði sem þegar eru fyrir hendi. Þú þarft ekki að bíða eftir fullkomnum aðstæðum eða tækifærum til að hefjast handa. Hvort sem um ræðir verkefni í vinnu, námi eða einkalífi, getur þú byrjað strax að breyta og bæta. Tæknilausnir eins og gervigreind geta hjálpað til við að leysa vandamál á nýstárlegan hátt, auka skilvirkni og bæta lífsgæði. Þróaðu þig áfram Við megum ekki staðna. Þegar við öðlumst meiri þekkingu og dýpri skilning eigum við að nýta það svigrúm sem þannig skapast til að gera enn betur. Þetta felur í sér opið hugarfar, viljann til að prófa nýjar lausnir og sveigjanleika gagnvart breyttum aðstæðum. Með stöðugri framþróun eflum við getu okkar til að bæta bæði okkur sjálf og umhverfi okkar. Hagnýt leið í amstri dagsins Hvernig getum við beitt þessari hugsun í raun? Í vinnu: Nýttu þau verkfæri sem til eru til að auka skilvirkni. Lærðu á ný forrit, prófaðu nýjar aðferðir og leitaðu stöðugt betri lausna. Mínúta við undirbúning getur sparað klukkustund í framkvæmd. Í námi: Notaðu aðgengilegar upplýsingar á netinu, lesefni og námsefni til að dýpka skilning þinn. Virkjaðu gervigreindina sem lærimeistara. Lestu klukkustundir á dag. Þegar þú skilur hlutina betur geturðu beitt þekkingunni til að ná enn betri árangri. Í samskiptum: Vertu opinn fyrir nýjum sjónarmiðum. Aukinn skilningur á fólki og umhverfi þínu getur styrkt tengsl og aukið samkennd. Í hátæknivæddum heimi verður tilfinningagreind og samskiptalipurð meðal verðmætustu hæfileika. Framtíðin er björt ef við tökum frumkvæði Tæknin mun halda áfram að þróast með ógnarhraða og það er okkar að beita henni skynsamlega, af mennsku og framsýni. Ef við nýtum það sem til er og bætum okkur, samhliða aukinni þekkingu, getum við mótað farsæla framtíð. Stígðu skrefið strax. Gerðu það sem þú getur, með því sem þú hefur, hér og nú. Og þegar þú getur betur, gerðu þá betur. Þessi einfalda, en þó djúpa hugsun er lykill að stöðugum vexti. Með henni getum við bætt okkur sjálf, haft jákvæð áhrif á umhverfið og byggt upp líf sem er stöðugt í þróun til hins betra. Aðstæður verða aldrei réttar, tímasetningin aldrei fullkomin, og við aldrei fullnumin. Sú staðreynd er frelsandi: Við getum ávallt gert okkar besta í dag og svo gert enn betur á morgun. Framtíðin bíður þeirra sem taka frumkvæði og stíga skrefið sem rímar við þessi orð sem eignuð eru heilögum Frans frá Assisi: „Byrjaðu á því nauðsynlega, svo því mögulega og áður en þú veist af ertu farinn að gera það ómögulega.” Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins og með 36 ára reynslu á sviði fyrirlestra- og námskeiðahalds. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Sigurðsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Gerðu það sem þú getur, með það sem þú hefur, hér og nú. Og þegar þú getur betur, gerðu þá betur. Þessi orð, sem má rekja til tveggja snillinga – bandaríska forsetans Theodore Roosevelt og rithöfundarins Mayu Angelou – mynda heildstæða hugsun sem getur verið leiðarljós í flóknu og síbreytilegu umhverfi nútímans. Roosevelt hvatti fólk til að nýta núverandi aðstæður og þau úrræði sem það hefur til að gera sitt besta. Angelou bætti við að þegar við lærum meira og skiljum betur beri okkur að haga okkur samkvæmt því og gera enn betur. Saman gefa þessi sjónarmið okkur praktíska nálgun: Byrjaðu þar sem þú ert hér og nú, nýttu það sem þú hefur og þegar þekkingin eykst, bættu það sem betur má fara. Ný tækni, ný tækifæri Í heimi hraðra tækniframfara, þar sem gervigreind og stafrænar lausnir breyta landslaginu dag hvern, stöndum við frammi fyrir nýjum tækifærum. Við höfum aðgang að áður óhugsanlegu magni upplýsinga og verkfæra. Spurningin er: Hvernig nýtum við þau skynsamlega til að ná árangri og þróast sem einstaklingar? Nýttu það sem þú hefur í dag Fyrsta skrefið er að nýta þá burði sem þegar eru fyrir hendi. Þú þarft ekki að bíða eftir fullkomnum aðstæðum eða tækifærum til að hefjast handa. Hvort sem um ræðir verkefni í vinnu, námi eða einkalífi, getur þú byrjað strax að breyta og bæta. Tæknilausnir eins og gervigreind geta hjálpað til við að leysa vandamál á nýstárlegan hátt, auka skilvirkni og bæta lífsgæði. Þróaðu þig áfram Við megum ekki staðna. Þegar við öðlumst meiri þekkingu og dýpri skilning eigum við að nýta það svigrúm sem þannig skapast til að gera enn betur. Þetta felur í sér opið hugarfar, viljann til að prófa nýjar lausnir og sveigjanleika gagnvart breyttum aðstæðum. Með stöðugri framþróun eflum við getu okkar til að bæta bæði okkur sjálf og umhverfi okkar. Hagnýt leið í amstri dagsins Hvernig getum við beitt þessari hugsun í raun? Í vinnu: Nýttu þau verkfæri sem til eru til að auka skilvirkni. Lærðu á ný forrit, prófaðu nýjar aðferðir og leitaðu stöðugt betri lausna. Mínúta við undirbúning getur sparað klukkustund í framkvæmd. Í námi: Notaðu aðgengilegar upplýsingar á netinu, lesefni og námsefni til að dýpka skilning þinn. Virkjaðu gervigreindina sem lærimeistara. Lestu klukkustundir á dag. Þegar þú skilur hlutina betur geturðu beitt þekkingunni til að ná enn betri árangri. Í samskiptum: Vertu opinn fyrir nýjum sjónarmiðum. Aukinn skilningur á fólki og umhverfi þínu getur styrkt tengsl og aukið samkennd. Í hátæknivæddum heimi verður tilfinningagreind og samskiptalipurð meðal verðmætustu hæfileika. Framtíðin er björt ef við tökum frumkvæði Tæknin mun halda áfram að þróast með ógnarhraða og það er okkar að beita henni skynsamlega, af mennsku og framsýni. Ef við nýtum það sem til er og bætum okkur, samhliða aukinni þekkingu, getum við mótað farsæla framtíð. Stígðu skrefið strax. Gerðu það sem þú getur, með því sem þú hefur, hér og nú. Og þegar þú getur betur, gerðu þá betur. Þessi einfalda, en þó djúpa hugsun er lykill að stöðugum vexti. Með henni getum við bætt okkur sjálf, haft jákvæð áhrif á umhverfið og byggt upp líf sem er stöðugt í þróun til hins betra. Aðstæður verða aldrei réttar, tímasetningin aldrei fullkomin, og við aldrei fullnumin. Sú staðreynd er frelsandi: Við getum ávallt gert okkar besta í dag og svo gert enn betur á morgun. Framtíðin bíður þeirra sem taka frumkvæði og stíga skrefið sem rímar við þessi orð sem eignuð eru heilögum Frans frá Assisi: „Byrjaðu á því nauðsynlega, svo því mögulega og áður en þú veist af ertu farinn að gera það ómögulega.” Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins og með 36 ára reynslu á sviði fyrirlestra- og námskeiðahalds.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun