Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar 17. desember 2024 08:02 Gerðu það sem þú getur, með það sem þú hefur, hér og nú. Og þegar þú getur betur, gerðu þá betur. Þessi orð, sem má rekja til tveggja snillinga – bandaríska forsetans Theodore Roosevelt og rithöfundarins Mayu Angelou – mynda heildstæða hugsun sem getur verið leiðarljós í flóknu og síbreytilegu umhverfi nútímans. Roosevelt hvatti fólk til að nýta núverandi aðstæður og þau úrræði sem það hefur til að gera sitt besta. Angelou bætti við að þegar við lærum meira og skiljum betur beri okkur að haga okkur samkvæmt því og gera enn betur. Saman gefa þessi sjónarmið okkur praktíska nálgun: Byrjaðu þar sem þú ert hér og nú, nýttu það sem þú hefur og þegar þekkingin eykst, bættu það sem betur má fara. Ný tækni, ný tækifæri Í heimi hraðra tækniframfara, þar sem gervigreind og stafrænar lausnir breyta landslaginu dag hvern, stöndum við frammi fyrir nýjum tækifærum. Við höfum aðgang að áður óhugsanlegu magni upplýsinga og verkfæra. Spurningin er: Hvernig nýtum við þau skynsamlega til að ná árangri og þróast sem einstaklingar? Nýttu það sem þú hefur í dag Fyrsta skrefið er að nýta þá burði sem þegar eru fyrir hendi. Þú þarft ekki að bíða eftir fullkomnum aðstæðum eða tækifærum til að hefjast handa. Hvort sem um ræðir verkefni í vinnu, námi eða einkalífi, getur þú byrjað strax að breyta og bæta. Tæknilausnir eins og gervigreind geta hjálpað til við að leysa vandamál á nýstárlegan hátt, auka skilvirkni og bæta lífsgæði. Þróaðu þig áfram Við megum ekki staðna. Þegar við öðlumst meiri þekkingu og dýpri skilning eigum við að nýta það svigrúm sem þannig skapast til að gera enn betur. Þetta felur í sér opið hugarfar, viljann til að prófa nýjar lausnir og sveigjanleika gagnvart breyttum aðstæðum. Með stöðugri framþróun eflum við getu okkar til að bæta bæði okkur sjálf og umhverfi okkar. Hagnýt leið í amstri dagsins Hvernig getum við beitt þessari hugsun í raun? Í vinnu: Nýttu þau verkfæri sem til eru til að auka skilvirkni. Lærðu á ný forrit, prófaðu nýjar aðferðir og leitaðu stöðugt betri lausna. Mínúta við undirbúning getur sparað klukkustund í framkvæmd. Í námi: Notaðu aðgengilegar upplýsingar á netinu, lesefni og námsefni til að dýpka skilning þinn. Virkjaðu gervigreindina sem lærimeistara. Lestu klukkustundir á dag. Þegar þú skilur hlutina betur geturðu beitt þekkingunni til að ná enn betri árangri. Í samskiptum: Vertu opinn fyrir nýjum sjónarmiðum. Aukinn skilningur á fólki og umhverfi þínu getur styrkt tengsl og aukið samkennd. Í hátæknivæddum heimi verður tilfinningagreind og samskiptalipurð meðal verðmætustu hæfileika. Framtíðin er björt ef við tökum frumkvæði Tæknin mun halda áfram að þróast með ógnarhraða og það er okkar að beita henni skynsamlega, af mennsku og framsýni. Ef við nýtum það sem til er og bætum okkur, samhliða aukinni þekkingu, getum við mótað farsæla framtíð. Stígðu skrefið strax. Gerðu það sem þú getur, með því sem þú hefur, hér og nú. Og þegar þú getur betur, gerðu þá betur. Þessi einfalda, en þó djúpa hugsun er lykill að stöðugum vexti. Með henni getum við bætt okkur sjálf, haft jákvæð áhrif á umhverfið og byggt upp líf sem er stöðugt í þróun til hins betra. Aðstæður verða aldrei réttar, tímasetningin aldrei fullkomin, og við aldrei fullnumin. Sú staðreynd er frelsandi: Við getum ávallt gert okkar besta í dag og svo gert enn betur á morgun. Framtíðin bíður þeirra sem taka frumkvæði og stíga skrefið sem rímar við þessi orð sem eignuð eru heilögum Frans frá Assisi: „Byrjaðu á því nauðsynlega, svo því mögulega og áður en þú veist af ertu farinn að gera það ómögulega.” Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins og með 36 ára reynslu á sviði fyrirlestra- og námskeiðahalds. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Sigurðsson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Gerðu það sem þú getur, með það sem þú hefur, hér og nú. Og þegar þú getur betur, gerðu þá betur. Þessi orð, sem má rekja til tveggja snillinga – bandaríska forsetans Theodore Roosevelt og rithöfundarins Mayu Angelou – mynda heildstæða hugsun sem getur verið leiðarljós í flóknu og síbreytilegu umhverfi nútímans. Roosevelt hvatti fólk til að nýta núverandi aðstæður og þau úrræði sem það hefur til að gera sitt besta. Angelou bætti við að þegar við lærum meira og skiljum betur beri okkur að haga okkur samkvæmt því og gera enn betur. Saman gefa þessi sjónarmið okkur praktíska nálgun: Byrjaðu þar sem þú ert hér og nú, nýttu það sem þú hefur og þegar þekkingin eykst, bættu það sem betur má fara. Ný tækni, ný tækifæri Í heimi hraðra tækniframfara, þar sem gervigreind og stafrænar lausnir breyta landslaginu dag hvern, stöndum við frammi fyrir nýjum tækifærum. Við höfum aðgang að áður óhugsanlegu magni upplýsinga og verkfæra. Spurningin er: Hvernig nýtum við þau skynsamlega til að ná árangri og þróast sem einstaklingar? Nýttu það sem þú hefur í dag Fyrsta skrefið er að nýta þá burði sem þegar eru fyrir hendi. Þú þarft ekki að bíða eftir fullkomnum aðstæðum eða tækifærum til að hefjast handa. Hvort sem um ræðir verkefni í vinnu, námi eða einkalífi, getur þú byrjað strax að breyta og bæta. Tæknilausnir eins og gervigreind geta hjálpað til við að leysa vandamál á nýstárlegan hátt, auka skilvirkni og bæta lífsgæði. Þróaðu þig áfram Við megum ekki staðna. Þegar við öðlumst meiri þekkingu og dýpri skilning eigum við að nýta það svigrúm sem þannig skapast til að gera enn betur. Þetta felur í sér opið hugarfar, viljann til að prófa nýjar lausnir og sveigjanleika gagnvart breyttum aðstæðum. Með stöðugri framþróun eflum við getu okkar til að bæta bæði okkur sjálf og umhverfi okkar. Hagnýt leið í amstri dagsins Hvernig getum við beitt þessari hugsun í raun? Í vinnu: Nýttu þau verkfæri sem til eru til að auka skilvirkni. Lærðu á ný forrit, prófaðu nýjar aðferðir og leitaðu stöðugt betri lausna. Mínúta við undirbúning getur sparað klukkustund í framkvæmd. Í námi: Notaðu aðgengilegar upplýsingar á netinu, lesefni og námsefni til að dýpka skilning þinn. Virkjaðu gervigreindina sem lærimeistara. Lestu klukkustundir á dag. Þegar þú skilur hlutina betur geturðu beitt þekkingunni til að ná enn betri árangri. Í samskiptum: Vertu opinn fyrir nýjum sjónarmiðum. Aukinn skilningur á fólki og umhverfi þínu getur styrkt tengsl og aukið samkennd. Í hátæknivæddum heimi verður tilfinningagreind og samskiptalipurð meðal verðmætustu hæfileika. Framtíðin er björt ef við tökum frumkvæði Tæknin mun halda áfram að þróast með ógnarhraða og það er okkar að beita henni skynsamlega, af mennsku og framsýni. Ef við nýtum það sem til er og bætum okkur, samhliða aukinni þekkingu, getum við mótað farsæla framtíð. Stígðu skrefið strax. Gerðu það sem þú getur, með því sem þú hefur, hér og nú. Og þegar þú getur betur, gerðu þá betur. Þessi einfalda, en þó djúpa hugsun er lykill að stöðugum vexti. Með henni getum við bætt okkur sjálf, haft jákvæð áhrif á umhverfið og byggt upp líf sem er stöðugt í þróun til hins betra. Aðstæður verða aldrei réttar, tímasetningin aldrei fullkomin, og við aldrei fullnumin. Sú staðreynd er frelsandi: Við getum ávallt gert okkar besta í dag og svo gert enn betur á morgun. Framtíðin bíður þeirra sem taka frumkvæði og stíga skrefið sem rímar við þessi orð sem eignuð eru heilögum Frans frá Assisi: „Byrjaðu á því nauðsynlega, svo því mögulega og áður en þú veist af ertu farinn að gera það ómögulega.” Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins og með 36 ára reynslu á sviði fyrirlestra- og námskeiðahalds.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun