Fury og Usyk mætast í hringnum á sunnudaginn. Fury fær þar tækifæri til að svara fyrir tapið fyrir Usyk í maí. Það var fyrsta tap Furys á atvinnumannaferlinum.
Fury undirbýr sig nú af kappi fyrir bardagann á laugardaginn og hefur lagt allt undir.
„Þetta hafa verið langar æfingabúðir. Ég hef verið fjarverandi frá konu minni og börnum í þrjá mánuði. Ég hef ekki talað við Paris í þrjá mánuði, ekki eitt orð. Ég hef fórnað miklu. En það verður allt þess virði, hundrað prósent,“ sagði Fury.
Hann hefur verið giftur Paris síðan 2008. Þau eiga sjö börn saman. Paris var ekki viðstödd fyrri bardagann gegn Usyk þar sem hún missti fóstur kvöldið fyrir bardagann.
Fury hefur unnið 34 af 36 bardögum sínum á ferlinum, gert eitt jafntefli og tapað einum bardaga, gegn Usyk eins og áður sagði.