Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. desember 2024 13:03 Theodór Francis biður pör um að setja sig í spor hver annarra. Theodór Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi hvetur fólk í parasamböndum til þess að hafa í huga hver tilgangurinn sé með því að gagnrýna. Hann segir að fyrir sér snúist gagnrýni um að rýna til gagns en ekki um að ná höggstað á þeim sem gagnrýnin beinist gegn. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni. Þar hvetur Theodór fólk til þess að fara sér hægar um jólin, um sé að ræða gríðarlega streituvaldandi tíma. Hann segir að gagnrýni í dag snúist of oft um aðfinnslur gegn einstaklingum og það eigi við um parasambönd, vináttur og vinnustaði. Hvernig myndi maður sjálfur vilja heyra þetta „Þetta fer svolítið eftir því ekki síst hvernig við ætlum að gagnrýna og hver er tilgangurinn með því að gagnrýna. Ef tilgangurinn er bara að koma höggi á hinn aðilann þá þurfum við að spá í bíddu af hverju viljum við koma höggi á hinn aðilann?“ Theodór segir að hann hafi alltaf litið svo á að gagnrýni snúist um að rýna til gagns. „En gagnrýni eins og hún birtist í dag er oft bara aðfinnslur á jafnvel karakter einstaklings, ekki á það sem hann er að gera.“ Hann nefnir skáldað dæmi um bílastæði heima hjá sér, ef hann yrði að gagnrýna eiginkonu sína fyrir lagningu bíls hennar. „Ef ég ætla að tala um það við hana og ætla að rýna í það til gagns, þá myndi ég á hlýjan og notalegan hátt segja henni að mér þætti svo vænt um ef minn bíll kæmist líka inn á bílastæðið. Mér myndi finnast það vera gagn-rýni.“ Theodór segir mikilvægt að hugsa um það hvernig maður myndi sjálfur vilja heyra gagnrýni. „Hvernig myndi ég vilja að maki minn myndi biðja mig um að breyta einhverjum hlutum? Hvaða aðferðir vil ég að minn maki noti til þess að fá mig til að breyta einhverjum hlutum?“ Algengt að sumir heyri aldrei það góða Hann bendir á að öllum finnist óþægilegt að vera gagnrýndir, það sé í eðli mannsins. Hann segir það afar algengt þegar hann fái fólk í ráðgjöf til sín að það hnussi þegar maki þeirra nefnir ástæður sem honum þyki jákvæðir í fari þeirra. Það sé erfitt. „Þá er ekki ólíklegt að sami aðili stórefist sjálfur eða sjálf um eigið ágæti. Sem er mjög algengt, að einstaklingar eru ekki með sjálfsmatið sitt og sjálfsvirðingu sína á réttum stað.“ Theodór segir mikilvægt að muna að enginn sé fullkominn. Mikilvægt sé að finna fyrir þakklæti fyrir makann og annað fólk í lífi manns. „Maður þarf að velja baráttur. Og maður þarf líka að minna sig á og það gildir bæði í parasambandi, vinnustað og í vináttu, er ég þakklátur fyrir þann einstakling sem ég er að takast á við í það skiptið?“ Bítið Ástin og lífið Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni. Þar hvetur Theodór fólk til þess að fara sér hægar um jólin, um sé að ræða gríðarlega streituvaldandi tíma. Hann segir að gagnrýni í dag snúist of oft um aðfinnslur gegn einstaklingum og það eigi við um parasambönd, vináttur og vinnustaði. Hvernig myndi maður sjálfur vilja heyra þetta „Þetta fer svolítið eftir því ekki síst hvernig við ætlum að gagnrýna og hver er tilgangurinn með því að gagnrýna. Ef tilgangurinn er bara að koma höggi á hinn aðilann þá þurfum við að spá í bíddu af hverju viljum við koma höggi á hinn aðilann?“ Theodór segir að hann hafi alltaf litið svo á að gagnrýni snúist um að rýna til gagns. „En gagnrýni eins og hún birtist í dag er oft bara aðfinnslur á jafnvel karakter einstaklings, ekki á það sem hann er að gera.“ Hann nefnir skáldað dæmi um bílastæði heima hjá sér, ef hann yrði að gagnrýna eiginkonu sína fyrir lagningu bíls hennar. „Ef ég ætla að tala um það við hana og ætla að rýna í það til gagns, þá myndi ég á hlýjan og notalegan hátt segja henni að mér þætti svo vænt um ef minn bíll kæmist líka inn á bílastæðið. Mér myndi finnast það vera gagn-rýni.“ Theodór segir mikilvægt að hugsa um það hvernig maður myndi sjálfur vilja heyra gagnrýni. „Hvernig myndi ég vilja að maki minn myndi biðja mig um að breyta einhverjum hlutum? Hvaða aðferðir vil ég að minn maki noti til þess að fá mig til að breyta einhverjum hlutum?“ Algengt að sumir heyri aldrei það góða Hann bendir á að öllum finnist óþægilegt að vera gagnrýndir, það sé í eðli mannsins. Hann segir það afar algengt þegar hann fái fólk í ráðgjöf til sín að það hnussi þegar maki þeirra nefnir ástæður sem honum þyki jákvæðir í fari þeirra. Það sé erfitt. „Þá er ekki ólíklegt að sami aðili stórefist sjálfur eða sjálf um eigið ágæti. Sem er mjög algengt, að einstaklingar eru ekki með sjálfsmatið sitt og sjálfsvirðingu sína á réttum stað.“ Theodór segir mikilvægt að muna að enginn sé fullkominn. Mikilvægt sé að finna fyrir þakklæti fyrir makann og annað fólk í lífi manns. „Maður þarf að velja baráttur. Og maður þarf líka að minna sig á og það gildir bæði í parasambandi, vinnustað og í vináttu, er ég þakklátur fyrir þann einstakling sem ég er að takast á við í það skiptið?“
Bítið Ástin og lífið Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira