Um þrjátíu ætlaðir þolendur mansals Quangs Le búa nú við mikla óvissu þegar einungis nokkrir mánuðir eru eftir af gildistíma dvalarleyfa þeirra hér á landi. Við ræðum við sérfræðing í vinnumarkaðsmálum sem segir mikilvægt að stjórnvöld stígi inn í.
Þá heyrum við í félagsmálastjóra Eflingar sem segir að fyrirtæki séu í unnvörpum að segja sig úr Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði eftir gagnrýni Eflingar á samtökin og kjarasamninga þeirra og Virðingar. Við fylgjumst einnig með þegar meðlimir ábreiðubands Iceguys hittu í dag átrúnaðargoð sín í hljómsveitinni sjálfri og verðum í beinni úr Strætó þar sem snertilausar greiðslur með korti eiga nú að einfalda farþegum lífið.
Í Sportpakkanum kíkjum við á framkvæmdir við völl KR og að loknum kvöldfréttum rifjar Kristín Ólafsdóttir upp óvæntustu fréttir ársins.
Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan: