Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Valur Páll Eiríksson skrifar 19. desember 2024 08:00 Þórir Hergeirsson fékk nei frá konunni fyrir löngu síðan og það hefur ekkert breyst. EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA Einkar sigursælum ferli Þóris Hergeirssonar með norska kvennalandsliðið í handbolta lauk með Evróputitli á sunnudaginn var. Framtíðin er óljós en hann skilur sáttur eftir 23 ára starf fyrir norska handknattleikssambandið. Þórir stýrði Noregi í síðasta sinn á sunnudag þegar Noregur vann Danmörku í úrslitaleik EM. Þjálfaratíð hans hefur verið ein óslitin sigurganga frá árinu 2009 en undir stjórn Þóris hefur Noregur unnið EM sex sinnum, Ólympíuleikana tvisvar, síðast í sumar, og heimsmeistaramótið þrisvar. Þá eru ótalin öll silfur og bronsverðlaun liðsins. Hann segir nú skilið við norska liðið sem hann hefur starfað með frá árinu 2001. Hann segir þennan titil vera sér þýðingarmikinn. „Já, verður maður ekki að segja það. Það lifir hvert mót sínu lífi og þetta hefur verið mismunandi þessir titlar sem maður hefur unnið og hver hefur sinn sjarma. Það er ekkert hægt að neita því að það var alveg frábært að geta endað á að vinna og fara í gegnum Evrópumótið án þess að tapa leik,“ segir Þórir. Árangur Noregs undir stjórn Þóris hefur verið lygilegur.Vísir/Sara Þórir er nú kominn heim til Noregs í afslöppun eftir keyrslu síðustu vikna. Jólin taka við og ákvarðanir um framtíðina bíða nýs árs. Tilboðin láta þó ekki á sér standa. „Ég er búinn að fresta öllum framtíðanplönum þangað til eftir áramót. Ég ætla að skoða þetta í rólegheitum í janúar,“ segir Þórir. Fengið fjölda tilboða En hefurðu fengið tilboð? „Já, já. Ég hef fengið tilboð en ég hef bara sagt að ég sé ekki að fara inn í neitt á þessu tímabili. Ef það verður eitthvað á næsta ári, næsta tímabili, þá er það eitthvað sem þarf að skoða vel. Það þarf að vera eitthvað sem passar,“ segir Þórir. Eitt er víst. Að Þórir er ekki á heimleið. „Ég er giftur norskri konu sem sagði við mig snemma, þegar við kynntumst, að hún myndi aldrei flytja til Íslands. Ég hef nú aðeins reynt en ég gafst upp fyrir mörgum árum síðan,“ segir Þórir. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Norski handboltinn Handbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Þórir stýrði Noregi í síðasta sinn á sunnudag þegar Noregur vann Danmörku í úrslitaleik EM. Þjálfaratíð hans hefur verið ein óslitin sigurganga frá árinu 2009 en undir stjórn Þóris hefur Noregur unnið EM sex sinnum, Ólympíuleikana tvisvar, síðast í sumar, og heimsmeistaramótið þrisvar. Þá eru ótalin öll silfur og bronsverðlaun liðsins. Hann segir nú skilið við norska liðið sem hann hefur starfað með frá árinu 2001. Hann segir þennan titil vera sér þýðingarmikinn. „Já, verður maður ekki að segja það. Það lifir hvert mót sínu lífi og þetta hefur verið mismunandi þessir titlar sem maður hefur unnið og hver hefur sinn sjarma. Það er ekkert hægt að neita því að það var alveg frábært að geta endað á að vinna og fara í gegnum Evrópumótið án þess að tapa leik,“ segir Þórir. Árangur Noregs undir stjórn Þóris hefur verið lygilegur.Vísir/Sara Þórir er nú kominn heim til Noregs í afslöppun eftir keyrslu síðustu vikna. Jólin taka við og ákvarðanir um framtíðina bíða nýs árs. Tilboðin láta þó ekki á sér standa. „Ég er búinn að fresta öllum framtíðanplönum þangað til eftir áramót. Ég ætla að skoða þetta í rólegheitum í janúar,“ segir Þórir. Fengið fjölda tilboða En hefurðu fengið tilboð? „Já, já. Ég hef fengið tilboð en ég hef bara sagt að ég sé ekki að fara inn í neitt á þessu tímabili. Ef það verður eitthvað á næsta ári, næsta tímabili, þá er það eitthvað sem þarf að skoða vel. Það þarf að vera eitthvað sem passar,“ segir Þórir. Eitt er víst. Að Þórir er ekki á heimleið. „Ég er giftur norskri konu sem sagði við mig snemma, þegar við kynntumst, að hún myndi aldrei flytja til Íslands. Ég hef nú aðeins reynt en ég gafst upp fyrir mörgum árum síðan,“ segir Þórir. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Norski handboltinn Handbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti