Barclona vann 3-0 heimasigur á Manchester City en enska liðið var með þriggja stiga forskot á toppnum fyrir leikinn.
Manchester City vann fyrri leikinn 2-0 og þurfti Barcelona því að vinna með tveggja marka mun en liðið var með mikið forskot í markatölu í öllum leikjum riðilsins.
Stórsigur Börsunga þýddi að toppsætið var þeirra.
Claudia Pina kom Barcelona í 1-0 mínútu fyrir hálfleik. Í þeim síðari skoraði Aitana Bonmati á 57. mínútu eftir stoðsendingu frá Ewa Pajor.
Alexia Putellas kom Barcelona í 3-0 á 69. mínútu eftir stoðsendingu frá Patricia Guijarro.
Hammarby tryggði sér þriðja sæti riðilsins með 2-1 sigur á St. Pölten á útivelli. Cathinka Tandberg og Julie Blakstad skoruðu mörkin fyrir sænska liðið.